Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 24

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 24
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is BONNIE TYLER söngkona á afmæli í dag. „Alltof margir aðilar gefa út plötur fyrir jólin og týnast þar af leiðandi í jóla- flóðinu.“ Merkisatburðir 1435 Dómkirkjan í Uppsölum er vígð. 1624 Jarðskjálfti skekur Perú. 1887 Herman Hollerith fær einkaleyfi á stimpilklukku. 1789 Jarðskjálftar hefjast á Suðurlandi og koma með allt að tíu mínútna millibili. 1968 James Earl Ray er handtekinn fyrir morðið á dr. Martin Lut- her King. 1968 Robert F. Kennedy er jarðsettur. 2002 Íslensk stjórnvöld neita meðlimum Falun Gong-hreyfingar- innar um landvistarleyfi vegna ótta við mótmæli. Miklir jarðeldar með áköfu gosi komu upp á Síðumannaafrétti þennan dag, árið 1783. Skaftá þornaði upp en hraunflóð vall fram árgljúfrið milli Skaftártungu og Síðu með ógurlegum drunum og skruðningum og ógnaði byggðinni. Þessu fylgdu miklir jarðskjálftar og öskufall. Fýlan var svo megn að fólki sló fyrir brjóst. Þannig er upphafi Skaftárelda lýst í Öldinni okkar. Þar kemur fram að undanfari gossins hafi verið snarpir jarðskjálftakippir sem færðust í aukana uns mökkur mikill hafi sést rísa yfir byggðarfjöll norðan Síðu í heiðskíru og spöku veðri um miðjan hvítasunnudag, þann 8. júní. Sá mökkur hafi breiðst um Síðuna alla og austur um Fljótshverfi og orðið hafi dimmt í húsum inni. „Í Skaftártungu ýrði úr lofti og var það svört leðja, áþekk bleki, sem lagðist yfir jörðina.“ ÞETTA GERÐIST: 8. JÚNÍ 1783 Skaftáreldar blossa upp LAKAGÍGAR Löngu orðnir mosavaxnir. MYND/VILHELM/ÚR EINKASAFNI 61 40 ára afmæli Margrét Ósk Ragnarsdóttir Föstudaginn 8. júní mun ég fagna 40 ára afmæli mínu. Endilega hringið í mig og samgleðjist mér á þessum merku tímamótum. Sími: 895 1043 Kveðja, Margrét Ósk Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdasonar, tengdaföður og afa, ÓLAFS EINARS ÓLAFSSONAR. Þorbjörg Jónsdóttir og fjölskylda. Elskulegur sonur minn, faðir okkar og bróðir, STURLA RÖGNVALDSSON bifvélavirkjameistari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 31. maí sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 13. júní kl. 13.00. Rögnvaldur Þorkelsson Hjörtur Sturluson Viðar Sturluson Rögnvaldur Sturluson Agnar Sturluson Jón Þorkell Rögnvaldsson Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Strandgötu 97, Eskifirði, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 11. júní kl. 14.00. Sólveig Kristmannsdóttir Árni Helgason Atli Börkur Egilsson Bea Meijer Kolbrún Brynja Egilsdóttir Bernhard Nils Bogason Karl Ingvar Egilsson Kristín Kristinsdóttir Guðbjörg María Egilsdóttir Sayd Mechiat Haukur Björnsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ættingjar. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON fyrrverandi skólastjóri, lést miðvikudaginn 6. júní sl. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðju daginn 12. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Grundar, s.: 530 6100. Sigrún Jónsdóttir Gyða Magnúsdóttir Ársæll Jónsson Jón Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn og bróðir, INGI GUNNAR BENEDIKTSSON lést að heimili sínu 16. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Sigurðardóttir Sigrún Björk Benediktsdóttir og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR frá Kolviðarnesi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi föstudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Jónasína Oddsdóttir Reynir Bragason Sigurður Oddsson Helgi Oddsson Sigríður Þórðardóttir Hjalti Oddsson Elín Þorsteinsdóttir Sesselja Oddsdóttir Lárus Gestssson Jón Oddsson Herdís Þórðardóttir Þorbjörn Oddsson Jóhanna B. Þorvaldsdóttir ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ELÍNAR ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR húsfreyju frá Ófeigsfirði. Bára Guðmundsdóttir Ragnar I. Jakobsson Pétur Guðmundsson Margrét Ó. Eggertsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Torfi Þorkell Guðmundsson Helga V. Rósantsdóttir Ásgeir Guðmundsson Inga A. Waage Böðvar Guðmundsson Hrönn Valdimarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, langömmu og systur, HALLDÓRU BJARNADÓTTUR Kvígindisfelli, Tálknafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðmundsson „Þetta er eitt af erfiðustu hlaupum landsins. Þeir sem hafa bæði hlaupið það og Laugaveginn segja að 7 tinda hlaupið sé töluvert erfiðara. Samt erum við með 20 til 30 þátttakend- ur á hverju ári, sem eru að hlaupa þessa vegalengd,“ segir Hlynur Sig- urðarson, einn skipuleggjenda 7 tinda hlaupsins sem fram fer á morgun. Það eru björgunarsveitin Kyndill og Skátafélagið Mosverjar sem standa að því, í samstarfi við landsmót UMFÍ 50+ sem einnig fer fram í Mosfellsbæ um helgina. Hlaupið verður ræst klukkan 10 við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Hlaup- ið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Varmá. Vega- lengdir sem eru í boði eru 7 tindarnir sem hlaupið er nefnt eftir, en sú leið er 37 kílómetrar, 5 tindar eða 34 kíló- metrar, 3 tindar eða 19 kílómetrar og 1 tindur sem er 12 kílómetra hlaup. Þá verður einnig boðið upp á þriggja tinda göngu og eins tinds göngu. Frekari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er meðal annars að finna á vefsíðunni www.hlaup.com. Búist er við metfjölda þátttakenda í ár. Í fyrsta hlaupinu voru þátttak- endur nálægt eitt hundrað en í ár er búist við að þeir verði 200. Þetta segir Hlynur vera í réttu hlutfalli við aukinn fjölda góðra langhlaup- ara á Íslandi. „Markhópurinn okkar fyrir lengstu vegalengdina er á milli 50 og 100 manns. Þeir eru orðnir svo margir hér á landi sem geta léttilega hlaupið þessa veglengd. Hlauparar hér eru stöðugt að verða tæknilegri og öflugri. En þetta er ekki fyrir neina aukvisa. Það eru bara hörku- hlauparar sem taka þátt, enda eru átök í þessu.“ Björgunarsveitarfólk verður í við- bragðsstöðu á öllum tindunum sjö, vígbúið silkiplástrum, sáraplástrum, heftiplástrum og vaselíni. Á leiðinni verða líka drykkjarstöðvar með orku- drykkjum og næringu. Er búist við því að hlauparar ofkeyri sig? „Nei, alls ekki. En fólk getur auðvitað verið óheppið, snúið sig og dottið. Þá er gott að vita af því að það er stutt í aðstoð. En hingað til hafa allir skilað sér heilir heim og vonandi verður það svoleiðis í ár líka,“ segir Hlynur. holmfridur@frettabladid.is 7 TINDA HLAUPIÐ: ERFIÐASTA UTANVEGAHLAUP LANDSINS FER FRAM Á MORGUN Öflugum hlaupurum fjölgar HLAUPIÐ UPP DAUÐABREKKUNA Hlauparar í 7 tinda hlaupinu hlaupa í mýri, kargaþýfi, upp brekkur og niður skriður. MYND/HLYNUR SIGURÐARSON HLYNUR SIGURÐARSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.