Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 26
FÓLK|HELGIN
Nýtt námskeið hefst 13. júní
STOFNUÐU SAMAN BÚÐ
Satu Rämö og Maarit Kaipai-
nen kynntust fyrir hálfu ári,
einmitt þegar þær langaði
báðar til að breyta til og gera
eitthvað skemmtilegt.
MYND/SUOMI PRKL DESIGN
Við opnum klukkan fimm og höf-um opið til hálf átta í kvöld. Það verður góð stemning, finnskur
harmónikuleikari spilar tangó og boðið
verður upp á finnskan fingramat,“ segir
Satu Rämö, en hún opnar verslunina
Suomi PRKL Design í miðbænum ásamt
Maarit Kaipainen.
Báðar hafa þær búið á Íslandi í mörg
ár en kynntust fyrst fyrir hálfu ári. Þá
langaði þær báðar til að breyta til og
ákváðu að stofna saman fyrirtæki.
„Við erum báðar viðskiptafræðingar
og smullum saman. Við byrjuðum sem
viðskiptafélagar en erum orðnar góðar
vinkonur. Okkur langaði til að gera eitt-
hvað skemmtilegt á Íslandi og ákváðum
að kynna finnska hönnun. Mörg finnsk
merki eru vel þekkt hér en það eru
einnig mörg spennandi merki sem Ís-
lendingar þekkja lítið til,“ útskýrir Satu
en í versluninni er meðal annars að
finna heimilisvörur, skartgripi og fylgi-
hluti en einnig reiðhjól.
„Jopo-hjólin eru æðisleg. Ég saknaði
þeirra svo frá Finnlandi,“ segir Satu.
„Við bæði seljum þau og leigjum út
því við stefnum einnig á að þjónusta
ferðamenn.“
Verslunin ber nafnið Suomi PRKL! De-
sign. Þegar Satu er beðin um að útskýra
nafnið verður hún sposk á svip. „Suomi
þýðir Finnland en PRKL stendur fyrir
hálfgert blótsyrði á finnsku. En það
hefur samt ekki neikvæða
merkingu heldur er frekar
lýsandi fyrir það viðhorf að
drífa í hlutunum og taka þá
ekki of alvar-
lega,“ segir
hún. „Auðvi-
tað er þetta
líka smá
innanbúðar-
grín,“ segir
hún hlæjandi.
■ heida@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
NAFNIÐ BLÓTSYRÐI
NÝ VERSLUN Vinkonurnar Satu Rämö og Maarit Kaipainen opna verslun
með finnska hönnun í bakhúsi við Laugaveg 27 í dag. Boðið verður upp á
finnskan harmónikuleik fram á kvöld.
LENTO Reykskynjari í
felubúningi.
SHEILA Í versluninni er
að finna bæði skart og
fylgihluti.
JOPO HJÓLIN Satu og
Maarit bæði selja og
leigja út hjólin.
„Ég dvaldi tvær vikur í Vesteraalen í Noregi
haustið 2010 og skissaði plöntur. Ég skoðaði
hvað ég fyndi af plöntum þar sem ég þekkti
einnig frá Austurlandi. Þetta voru óvísindaleg-
ar rannsóknir en út úr þeim kom fjöldi teikn-
inga sem ég sýndi bæði í Noregi og á Austur-
landi og vann síðan upp úr textíllínu,“ segir
Ingunn.
Á Skörinni sýnir Ingunn púða, viskastykki og
munnþurrkur úr náttúrulegum efnum eins og
bómull og tvinnar saman silkiþrykki og prjóni
úr íslenskri ull í púðana.
„Ég prjóna lítil stykki úr einbandi og sauma
í kringum þau mismunandi bómullarstykki.
Þannig blandast saman hlutar af mismunandi
plöntum og enginn púði
er eins,“ segir Ingunn.
„Jurtirnar sem ég notaði
í línuna eru bláklukka,
skógarkerfill og lokasjóð-
ur. Ég á margar skemmti-
legar æskuminningar
um lokasjóðinn en við
systkinin kölluðum það
peningablóm. Ég á enn mikið af teikningum og
mun gera eitthvað meira úr þeim í framhald-
inu,“ segir Ingunn.
Sýningin stendur til 9 júlí.
FLÓRA Á SKÖRINNI
Ingunn Þráinsdóttir grafískur hönnuður sýnir á
Skörinni textíllínuna Flóru. Línuna vann Ingunn út
frá jurtaflóru Austurlands og Norður-Noregs.
JURTAFLÓRA
Línan inniheldur púða,
viskastykki og munn-
þurrkur.
HEIMILISVÖRUR
Ingunn Þráinsdóttir
sýnir nýja textíllínu á
Skörinni, Aðalstræti
10. MYND/GVA