Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 30

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 30
4 • LÍFIÐ 8. JÚNÍ 2012 „Ég er aðallega að gera litla „vídeósketsa“ á DV á lífsstíls- síðunni Fókus. Markmiðið er að gera sketsa og vídeóblogg um allt og ekkert. Þetta er í þróun. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og taka sig ekki of há- tíðlega,“ segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir, sem hefur vakið athygli á veraldarvefnum fyrir að vera á persónulegu nót- unum um samskipti kynjanna meðal annars. Finnst þér ekkert mál að opna þig svona á veraldar- vefnum í myndskeiðunum? „Þetta er bara fjör og góð áskorun. Sem skemmtikraftur þá þarf maður að þora að láta vaða og í vídeósketsunum not- færi ég mér það og spinn og blanda saman reynslu minni og annarra sem ég sný svo út úr og færi í stílinn. Auk þess geri ég það sem mér dettur í hug út í bláinn. Eins og þegar ég tal- aði um hvernig á að ná í góðan mann. Þá er ég með ýmsar ráð- leggingar um hitt og þetta. Maður þarf bara að vera ein- lægur. Svo krydda ég það með húmor,“ segir þessi skemmtilega leikkona en hún er með heima- síðuna Brynjavaldis.com. BRYNJA VALDÍS TEKUR SIG EKKI OF HÁTÍÐLEGA Brynja Valdís er ófeimin við að ræða samskipti kynjanna í vídeóinnslögum sínum. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá leikkonunni. VINTAGE VERSLUN FLYTUR Tískuverslunin Lakkalakk flutti á Hverfisgötu 41 í sólarblíðunni í síðustu viku. Fjöldi fólks lagði leið sína í búðina þar sem pastellitir og rokk ráða ríkjum. Heimasíða verslunarinnar er Lakkalakk. com en þar getur fólk einnig verslað. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og dóttir hennar Þórunn Birna. „Tískan í sumar er full af pasteli og rokki í bland. Við elskum pastellitina og rokk- uðu gaddahálsmenin og svo eru blómamunstur og neonlitir líka heitir í sumar.“ „Nafnið kemur frá litlu systir sem gat ekki sagt naglalakk heldur bað hún okkur alltaf um lakkalakk.“ Það ríkti frábær stemning daginn sem Lakkalakk var opnuð á Hverfisgötunni. Systurnar Ása ogJóna Ottesen eig- endur. BJARGAÐU ANDLITINU FRÁ ILMEFNUM OG ÖÐRUM ÓÞARFA AUKAEFNUM Snyrtivörur sem innihalda ilmefni auka hættuna á að þú fáir ofnæmi sem mun fylgja þér alla tíð. Með nýju andlitslínunni frá Neutral getur þú með góðri samvisku hugsað vel um húðina því að í henni eru engin ilmefni, litarefni eða paraben. NAUTRAL KYNNIR:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.