Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 52
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR36 lifsstill@frettabladid.is 36 ÚTIVIST „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pæling- ar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köst- um. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folf- völlurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 var opnaður völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks í fyrrasumar sem almenn- ingur tók við sér. „Við fengum völl- inn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa spreng- ingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinn- ar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutn- ing á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stór- kostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðast- liðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsamband- ið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þang- að er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Hauk- ur sem mætir líka á Klambra- tún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is FOLF ER ALLT ÖÐRUVÍSI EN GOLF FRISBÍGOLF Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni var opnaður í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er lítið mál að setja upp folfvelli og auðvelt að spila íþróttina nokkurn veginn hvar sem er. Það eru þó sex sérhannaðir folfvellir hérlendis sem eru öllum opnir allt árið um kring. ■ Í Gufunesi í Grafarvogi er 18 holu völlur. ■ Á Klambratúni er níu holu völlur. ■ Á Úlfljótsvatni er tíu holu völlur. ■ Á Hömrum á Akureyri er níu holu völlur. ■ Í Miðhúsaskógi við Laugavatn er fimm holu völlur. ■ Í Garðalundi á Akranesi er sex holu völlur. Auk þess er níu teiga púttvöllur á tjaldsvæðinu á Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði. Þar fyrir utan eru einstakar körfur víðs vegar um landið. HVAR ER HÆGT AÐ STUNDA FOLF ? Ég var gift sama manninum í sirka 40 ár. Kynlífið hjá okkur var mjög gott, ég fékk reglulega fullnægingu með honum, en nú er hann látinn. Ég er búin að kynn- ast manni og erum við farin að búa saman. Kynlífið hjá okkur er ynd- islegt nema sá hængur er á að ég fæ mjög sjaldan fullnægingu með honum nema með aðstoð hjálpar- tækis. Ég sakna þess að fá ekki full- nægingu með honum samtímis. Ég held að það séu liðnir um átta mán- uðir síðan ég fékk fullnægingu með honum. Er eitthvað sem ég get gert í því að fá fullnægingu á eðlilegan hátt? SVAR: Ég vil byrja á því að sam- hryggjast þér vegna fráfalls manns- ins þíns. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skoða í tengslum við týndu fullnæginguna þína. Í fyrsta lagi þá langar mig að segja þér að það sé enginn skömm í því að nota kynlífstæki til að fá fullnægingu í samförum – mörg pör nota kynlífs- tæki og það er eðlilegt og algengt. Hann gæti meira að segja notið góðs af titringnum. Ef þig langar til að halda áfram að nota titrara þá má fá þá í alls kyns stærðum svo hann ætti ekki að vera ógnandi eða of fyrirferðarmikill. Mörg pör eiga erfitt með að fá fullnægingu samtímis í samförum, og margar konur eiga erfitt með fá fullnæg- ingu í samförum almennt, án beinn- ar örvunar snípsins. Örvar hann þig eða þú sjálfa þig í samförum? Gætir þú beðið hann um að örva þig eða værir þú mögulega tilbúin að gera það sjálf? Svo er það annað, ertu nógu æst og blaut þegar samfarir hefjast? Var forleikurinn nægur? Værir þú opin fyrir því að prufa sleipiefni? Lykillinn í þessu máli er að finna saman farsæla lausn og það fæst aðeins með því að tala saman. Þið þurfið því að finna hvað hentar ykkur báðum og ykkur líður vel með að gera. Týnda fullnægingin KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is MISJAFNT Mörg pör eiga erfitt með að fá fullnægingu samtímis í samförum. TÍSKA Sænski bloggarinn og tískufyrirmyndin Elin Kling hefur gengið til liðs við fatafram- leiðandann Guess, en fatalína hönnuð af Kling er væntanleg í verslanir í haust. Mikil spenna er fyrir fatalínu Kling sem er fræg fyrir einfaldan stíl. Kling var fyrsti bloggarinn til að hanna fatnað fyrir sænsku verslanakeðjuna Hennes & Mau- ritz og stofnaði í kjölfarið sitt eigið tískumerki, Nowhere, og stjórnar að auki sænska tísku- blaðinu Styleby. Nýverið seldi Kling bloggveldi sitt til fjölmiðla- fyrirtækisins Condé Nast sem meðal annars á tímaritið Vogue. Hannar fyrir Guess ÚTIVIST Eins og oft hefur verið bent á þarf ekki að vera leiðinlegt að brenna kaloríum. Heimasíðan Everyday Health bendir á ýmsar leiðir til að nota sumarið og skemmta sér og brenna kaloríur á meðan. Meðalmanneskja getur til dæmis brennt 100 kaloríum með því að kasta frisbídiski eða leika sér á trampólíni í hálftíma, 150 kaloríum á því að fara á hestbak í jafnlangan tíma og 250 með því að skella sér í létta hjólaferð. Sumarleg kaloríu- brennsla BRENNSLA Meðalmanneskja getur brennt 100 kaloríum með því að hoppa á trampólíni í hálftíma. VELGENGNI Bloggarinn Elin Kling klífur metorðastiga tískuiðnaðarins. NORDICPHOTOS/GETTY Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Sirkuslistakonan Eyrún Ævarsdóttir hefur gaman af því að heyra áhorfendur taka andköf úti í sal, þegar hún leikur listir sínar í háloftunum. SINNUM Á ÁRI er hversu oft óhætt er að lita á sér hárið án þess að eyðileggja það, samkvæmt hárgreiðslukonu Emmu Stone, Marie Robinson. Hún segir það þó óhætt að bæta strípum ofan á nýlitað hár sé maður ekki nógu sáttur með útkomuna. Ef lýsa á hárið með strípunum ráðleggur hún að beðið sé í viku, en eigi að dekkja það segir hún vissara að bíða í tvær vikur. 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.