Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 54

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 54
38 8. júní 2012 FÖSTUDAGUR Bíó ★★★★ ★ Moonrise Kingdom Leikstjórn. Wes Anderson Leikarar: Jared Gilman, Kara Hayward, Bruce Willis, Edward Norton, Bill Murray, Frances McDormand, Tilda Swinton, Jason Schwartzman, Bob Balaban Stingum af Samfélag pínulítillar eyju í Nýja-Englandi fer á hliðina þegar tvö ungmenni láta sig hverfa út í óbyggðir. Hann er munaðarlaus skáti og hún dekurbarn með hegðunarvandamál. Reynsla piltsins af skátastörfum auðveldar þeim að lifa af landinu og á kvöldin spilar stúlkan tónlist á rafhlöðuknúnum plötuspil- ara og les upphátt. Allt ákaflega rómantískt, nema þau eru bara 12 ára. Myndir Wes Anderson eru algjörlega sér á báti og Moonrise Kingdom er engin undan- tekning þar á. Hann leyfir sér aldrei að vera hádramatískur, sama hvaða hörmungar dynja á persónunum, og þrátt fyrir að myndir hans séu á köflum fyndnar gætu þær aldrei kallast gamanmyndir. Þær eru á einhverju furðulegu gráu svæði milli gamans og alvöru, eins og lífið sjálft, en þó aldrei neitt sérlega raunverulegar. Hinir ungu aðalleikarar standa sig vel, og Jared Gilman (sem lítur út eins og barnungur Nilli) ber sig eins og hann hafi aldrei gert annað en að leika í kvikmyndum. Þá rífur Bruce Willis sig loksins upp úr meðalmennskunni og er fantagóður í hlutverki vinalegrar löggu sem hefur sjaldan fengið meira að gera en að leita að ungmennunum. Mig skortir kjark í að reyna að finna einhvern boðskap eða rauðan þráð í Moonrise Kingdom. Hvað merkir það að börn megi ekki elska hvort annað en geri það samt, á meðan hinir fullorðnu gera það ekki þó þeir megi það? Ég hef ekki hugmynd. Wes Anderson býr til glæsilegar myndir með vönduðum karakt- erum, en söguþráðurinn virðist alltaf skipta minna máli. Sama er mér. Á meðan ég fæ annað slagið að stinga af frá hinu daglega amstri og upplifa hugarheim hans er ég þrælsáttur. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Litrík og lokkandi mynd frá einum mest spennandi leikstjóra Ameríku. SÉR Á BÁTI Myndir Wes Anderson er einstakar og Moonrise Kingdom er engin undantekning. Paris Jackson, dóttir tónlistar- mannsins sáluga Michaels Jack- son, talaði í fyrsta sinn opin- berlega um föðurmissinn við sjónvarpskonuna Opruh Win- frey á dögunum. Viðtalið verður sýnt vestanhafs næsta sunnudag í nýja þætti Winfrey, Oprah‘s Next Chapter. Paris talar meðal annars um að hún sakni föður síns á hverjum degi og um leik- konudrauminn en hana langar mikið að verða leikkona og hefur nú þegar landað sínu fyrsta aðal- hlutverki í bíómyndinni Lundon‘s Bridge and the Three Keys. Paris er nú 14 ára gömul en þrjú ár eru síðan Jackson féll frá. Talar um föðurmissinn SÖKNUÐURINN ENNÞÁ MIKILL Paris Jackson talar um lát föður síns, Michaels Jackson, og leikkonudrauminn við Opruh Winfrey. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Júpíters fór í hljóðver í gær og tók upp gamalt lag í nýjum bún- ingi. Söngvarinn Engilbert Jensen var henni til halds og trausts. Hljómsveitin Júpíters hefur tekið upp lagið Þokkagyðja býrðu hjá foreldrum þínum? ásamt Engil- bert Jensen, fyrrum söngvara Hljóma. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í gær. Lagið var frumflutt í nýrri útgáfu með Engilbert á styrktartónleik- um Kristjáns Eldjárns í Þjóðleik- húsinu í gærkvöldi. „Þetta er gamalt lag. Tveir látnir meðlimir hljómsveitar- innar sömdu það,“ segir Harald- ur Flosi Tryggvason úr Júpiters. Þar á hann við Steingrím Eyfjörð Guðmundsson sem samdi lagið og Þorgeir Kjartansson sem átti textann. „Það hefur aldrei verið sungið við lagið og þá kom upp sú hugmynd að bæta söngvara við sveitina. Við spurðum okkur hver væri besti núlifandi söngvarinn á Íslandi og það er enginn annar en Engilbert,“ segir Haraldur Flosi. „Það er dásamlegt að vinna með svona öðlingi. Hann hefur engu gleymt.“ Nýja lagið er það fyrsta sem Júpíters tekur upp í langan tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 og spilar dansvæna stuðtón- list þar sem blásturhljóðfæri eru áberandi. „Við höfum hist undan- farin ár, einu sinni á ári og æft fyrir góðgerðargigg. Núna ákváð- um við að hittast aftur til að láta gott af okkur leiða,“ bætir Har- aldur við um tónleikana í Þjóð- leikhúsinu. freyr@frettabladid.is Dásamlegt með Engilbert TÓKU UPP NÝTT LAG Engilbert Jensen og hljómsveitin Júpíters tók upp nýtt lag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas FÖSTUDAGUR: SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50, 20:00, 22:10 TYRANNOSAUR 20:00, 22:00 I AM SLAVE 18:00 CORIOLANUS 20:00, 22:10 JANE EYRE 17:30 IRON SKY 18:00 BLACK’S GAME (ENG. SUBS) 20:00, 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian “Einstök mynd.” -The New York Times 13. JÚNÍ: UNG (Goodbye Young Love) eftir Mia Hansen-Löve!ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ SUMARTÍÐ JULIETTE BINOCHE í L’Heure d’été eftir Olivier Assayas Moonrise Kingdom MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PROMETHEUS KL. 5.50 - 8 - 10.15 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 6 10 SLAY MASTERS KL. 6 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 9 12 MIB 3 3D KL. 9 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 MBL PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 PROMETHEUS 2D KL. 5.20 - 10.40 16 SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 8 - 10.40 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA „SCOTT ... TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í PROMETHEUS“ -V.J.V., SVARTHOFDI.IS - ROGER EBERT PROMETHEUS 3D 4, 7, 10(P) SNOW WHITE 4, 7, 10 MEN IN BLACK 3 3D 5, 8 THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 10.15 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar V.J.V. - Svarthöfði.is- Roger Ebert Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. POWERSÝNING KL. 10 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% EGILSHÖLL 12 12 10 12 12 12 L L 10 AKUREYRI 16 16 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ SELFOSS Total film Variety „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert L KEFLAVÍK 16 16 12 10 16 16 V I P 12 12 12 L 10 ÁLFABAKKA KRINGLUNNI 12 12 12 10 FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.