Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 4
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 14.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,2879 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,68 128,28 198,33 199,29 160,57 161,47 21,605 21,731 21,369 21,495 18,138 18,244 1,609 1,6184 193,59 194,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is www.lyfogheilsa.is Þú færð Scopoderm forðaplástur í næsta apóteki Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. Látið ekki ferðaveiki eyðileggja fríið – munið eftir Scopoderm forðaplástri FÆST NÚ ÁN LYFSEÐILS Í APÓTEKUM tímer/ klst. 15%afsláttur Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur, Samantekt á Eiginleikum lyfs – styttur texti SPC Innihaldslýsing: Skópólamín (hýóscín) 1 mg/72 klst. Ábendingar: Ferðaveiki. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: 1 forðaplástur á 3. sólarhringa fresti. Settur á þurra og hárlausa húð aftan við eyrað 5 6 klst. áður en verkun á að hefjast (t.d. kvöldið fyrir ferðalag). Ef þörf er á áframhaldandi verkun að 72 klukkustundum liðnum, verða að líða a.m.k. 12 klukkustundir áður en nýr forðaplástur er settur aftan við hitt eyrað. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum yngri en 10 ára.Frábendingar: Þrönghornsgláka. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Milliverkanir við lyf og aðrar milliverkanir: Eykur verkun áfengis og svefnlyfja. Dregur úr áhrifum adrenvirkra lyfja. Gæta skal varúðar við samhliða notkun lyfja sem hafa áhrif á miðtaugakerfið með andkólínvirkni, t.d. aðrir belladonna alkalóíðar, andhistamín, þríhringlaga þunglyndislyf (t.d amitriptylín og imipramín), amantadín, kínidín. Meðganga og brjóstagjöf: Meðganga: Hafa skal sem varúðarreglu að nota ekki Scopoderm á meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Brjóstagjöf: Má nota með varúð meðan á brjóstagjöf stendur. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi. Vegna aukaverkana getur Scopoderm haft lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru aðallega vegna andkólínvirkra áhrifa skópólamíns. Munnþurrkur kemur fyrir hjá meira en 50%. Mjög algengar (≥ 1/10): Svefnhöfgi, svefndrungi, þreyta. Sjónstillingartruflanir (cycloplegia) þar með talið þokusýn, nærsýni og ljósopsvíkkun (stundum öðrum megin). Munnþurrkur. Algengar (>1/100 til <1/10): Erting í augnloki. Hægðatregða. Staðbundin erting á álímingarstað. Sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100): Þvagteppa. Mjög sjaldgæfar (>1/10.000 til <1/1000): Vistarfirring, ringlun og ofskynjanir. Skert minni, einbeitingarörðugleikar, óróleiki. Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000, þar með talin einstök tilvik): Sundl, ógleði, uppköst, höfuðverkur, jafnvægistruflanir, yfirleitt svo dögum skiptir eftir að hætt er að nota lyfið. Aukin hætta á krömpum hjá sjúklingum með flogaveiki. Bráð þrönghornsgláka. Heyrnarskerðing. Útbrot á húð. Ofskömmtun: Ofskömmtun á sér aðeins stað ef margir forðaplástrar eru notaðir samtímis og kemur því örsjaldan fyrir. Einkenni: Óróleiki, ringlun, æsingur, ofskynjanir. Dá og lömun öndunarvöðva getur komið fram við mjög háa skammta. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Helathcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. ALÞINGI „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfrí- inu. En við vitum enn ekki hvern- ig fyrirkomulagið verður,“ segir Hildur Eva Sigurðardóttir, for- maður starfsmannafélags Alþing- is, þar sem 120 manns starfa. Hild- ur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóð- þing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auð- vitað jafnvægiskúnst.“ Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störf- um eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina,“ segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft.“ Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hild- ur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið,“ segir hún. „Vinnutíminn er lang- ur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf.“ Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þing- manna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi Alls starfa 120 manns á skrifstofum Alþingis. Formaður starfsmannafélagsins segir óvissu með þinglok þýða meira álag á starfsfólkið og erfitt sé fyrir marga að skipuleggja frí. En starfsandinn er góður og lítil hreyfing er á starfsfólki. ÓVISSA UM ÞINGLOK EYKUR ÁLAG Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. „Við tökum Þingtíðindi, eldri þingskjöl og ræður og setjum þau á tölvutækt form,“ segir Magnús Albert Sveinsson, einn þriggja starfsmanna Alþingis á Ólafsfirði. „Þetta snýr að skönnun og próförk og fer svo beint á netið hjá Alþingi.“ Magnús hefur starfað á skrifstofunni síðan hún var opnuð árið 2002. Verkefnið kom til þegar fjarvinnslufyrirtækið Íslensk miðlun, sem var meðal annars starfrækt á Ólafsfirði og í Hrísey, hætti störfum. Starfsfólk fyrir- tækisins náði samningum við Alþingi þegar ákveðið var að koma skjölunum á tölvutækt form. „Starfsfólkið var til staðar og það var ákveðið að gera þetta svona. Við erum nú starfsmenn Alþingis, með aðsetur á Ólafsfirði.“ Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára DANMÖRK Danmörk og Kína undir- rita 35 samninga og viðskipta- samninga upp á 18 milljarða danskra króna á meðan á opin- berri heimsókn forseta Kína, Hu Jintao, til Danmerkur stendur. Dönsk og kín- versk stjórnvöld undirrita meðal annars samn- inga um stuðn- ing við fjár- festingar í báðum löndunum auk samninga um orkumál, umhverfis- vernd og samskipti á sviði menn- ingar og menntamála. Gert er ráð fyrir að 16 dönsk fyrirtæki undirriti samninga við Kínverja og að sjö kínversk fyrir- tæki semji við danskt fyrirtæki um samvinnu í framtíðinni, að því er segir á vef Jyllands-Posten. - ibs Kínaforseti til Danmerkur: Danir og Kín- verjar semja um viðskipti HU JINTAO þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál.“ Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og sam- skipti um störf okkar fara þar í gegn,“ segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks.“ Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 26° 25° 18° 24° 28° 16° 18° 25° 18° 29° 25° 32° 17° 22° 25° 16°Á MORGUN Áfram hæglætisveður. SUNNUDAGUR Fremur hægur vindur. 13 11 10 11 9 6 7 6 8 10 5 4 5 3 4 3 4 3 4 6 2 4 11 10 9 6 9 13 10 9 7 8 HLÝJAST SV-TIL Veðrið er tíðinda- lítið þessa dagana, áfram má búast við fremur hægum vindi og hafgolu, svalast verður NA- og A-til en töluvert hlýrra suðvestantil. Horfur eru á lítils- háttar vætu með köfl um í fl estum landshlutum, síst þó á Vestfjörðum. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SKÁK Hlutir sem notaðir voru í skákeinvígi aldarinnar voru slegnir á 850 þúsund danskar krónur á upp- boði hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn. Upphæðin nemur átján milljónum íslenskra króna, en frá þessu er greint á fréttavef RÚV. Munirnir voru seldir saman, en um er að ræða taflplötu áritaða af Bobby Fisher og Boris Spassky, taflborð, taflmenn og skákklukku. Söluverðið er töluvert lægra en gert var ráð fyrir, því áður höfðu mun- irnir verið metnir á um 40 milljónir króna. - ktg Munir frá skákeinvíginu: Seldir á átján milljónir króna EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur verður 2,8 prósent á þessu ári, 2,7 pró- sent á hinu næsta og 3,0 prósent árið 2014. Helstu aflvakar hag- vaxtarins verða aukin einka- neysla, vaxandi fjárfesting og útflutningur. Þetta er mat greiningar Íslandsbanka sem birti í gær nýja hagspá undir yfirskriftinni „Vöxtur í viðjum hafta“. Þá telur greining Íslands- banka að staðan á vinnumark- aði muni áfram batna næstu misseri. Atvinnuleysi verði því um sex prósent að meðaltali í ár en verði komið niður í fimm pró- sent að meðaltali árið 2014. Loks spáir greiningardeildin því að verðbólga fari minnkandi á næstu mánuðum og verði 5,5 prósent að meðaltali í ár en 3,6 prósent á næsta ári. - mþl Ný hagspá Íslandsbanka: Spá 2,8% hag- vexti á árinu FRAMKVÆMDIR Fjárfestingar í hag- kerfinu munu aukast um 11,2 prósent á árinu samkvæmt spá Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækis- ins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerð- um sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar sam- kvæmt áætlun sem nefnist „Planið“ og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 millj- örðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 senni- l e g a m e s t a breytingaár í sögu OR. Hefði fyrir- tækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljón- ir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkom- andi. - mþl Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur var haldinn í gær: OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi BJARNI BJARNASON 23 myndaðir á klukkustund Lögreglan tók myndir af 23 öku- mönnum sem keyrðu of hratt í Arnar- höfða í Mosfellsbæ. Mælingarnar stóðu yfir í klukkustund. Meðalhraði allra bíla sem þarna óku var 45 kílómetrar en 30 kílómetra hámarks- hraði er á veginum. LÖGREGLUFRÉTTIR FLUG Evrópsku flugfélögin KLM og Airbaltic bjóða nú farþegum sínum að velja hvers konar sætis- félaga þeir vilja. Nota þau hug- búnað sem nefnist Satisfly sem auk þess getur notað upplýsingar um farþega til þess að velja saman sessunauta sem eru líklegir til þess að eiga eitthvað sameiginlegt. Farþegum flugfélaganna gefst, þegar þeir panta flug, kostur á að velja einn af möguleikunum. Einn er fyrir farþega sem vilja koma á viðskiptatengslum, annar er fyrir spjallara, sá þriðji fyrir þá sem vilja sinna vinnu og sá fjórði fyrir þá sem vilja slaka á. - mþl Tölva parar saman flugfarþega: Farþegar velji sætisfélaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.