Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 6
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR6
EFNAHAGSMÁL Bættar samgöngur
hafa þau áhrif að fasteignamat á
sumum stöðum á landsbyggðinni
hefur hækkað mikið milli ára.
Þetta segir sviðsstjóri hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga.
Nýtt fasteignamat fyrir næsta
ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands
í gær. Fasteignamatið hækkar um
7,4 prósent milli ára. Heildarmat
fasteigna hér á landi er nú 4.715
milljarðar króna, en þar af eru
3.105 milljarðar íbúðareignir. Af
þeim hækkar matið á rúmlega níu-
tíu prósentum en lækkar á tæplega
tíu prósentum eigna.
Fasteignamatið hefur hækkað
mest í Vestmannaeyjum milli ára,
eða um nítján prósent. Í Bolungar-
vík hækkar það um rúm sextán
prósent og í Fjallabyggð og Dal-
víkurbyggð um tæp þrettán og
ellefu prósent. Mat á fasteignum
hækkaði minnst á Reykjanesi, um
0,6 prósent.
Gunnlaugur Júlíusson, sviðs-
stjóri hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, segir fasteignamat
gefa ákveðna sýn á hvað sé að ger-
ast hjá sveitarfélögunum. Hækkun
í bæjarfélögunum sem nefnd eru
að framan sé til dæmis hægt að
tengja við betri samgöngur, þótt
fasteignamatið segi ekki alla sög-
una. „Það er nýbúið að tengja Bol-
ungarvík við Ísafjarðarbæ með
jarðgöngum svo áhrifin eru farin
að sýna sig úti í Bolungarvík.“
Sama megi segja um Fjallabyggð
og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali
nú ekki um Vestmannaeyjar, þar
sem fasteignamat hækkar um nær
20 prósent sem er alveg örugglega
afleiðingin af betri samgöngum.“
Á höfuðborgarsvæðinu í heild
hækkar fasteignamatið um 8,3
prósent. Ef íbúðarhúsnæði er
aðeins skoðað verður hækkunin
9,5 prósent að meðaltali, en hækk-
unin er misjafnlega mikil eftir
hverfum.
Á Suðurnesjum verður matið 2,7
prósentum hærra en á þessu ári. Á
Vesturlandi er hækkunin 4,3 pró-
sent og á Vestfjörðum 6,3 prósent.
Á Norðurlandi vestra og eystra er
hækkunin um sjö prósent. Á Aust-
urlandi er hækkunin 5,5 prósent
og á Suðurlandi 5,9 prósent.
Fasteignaviðskipti hafa verið að
glæðast síðustu misseri eftir sam-
dráttarskeið. Í fyrra var 6.598
kaupsamningum þinglýst, en þeir
voru rúmlega 4.700 árið áður.
Fram kom í máli Inga Þórs Finns-
sonar verkfræðings á mats- og
hagsviði Þjóðskrár að það sem af
er árinu í ár hefði kaupsamningum
svo fjölgað um fimmtung miðað
við sama tímabil í fyrra.
thorunn@frettabladid.is
Bættar samgöngur
hækka fasteignamat
Hærra fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni er hægt að tengja við
betri samgöngur þar. Fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt í gær og hækkar
matið yfir landið um 7,4 prósent. Mesta hækkunin er í Vestmannaeyjum.
EKTA ÍSLENSKT SÓLSKIN
200
150
100
50
0
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Fjöldi fíkniefnabrota 2005-2011
■ Flutningur fíkniefna milli landa
■ Framleiðsla fíkniefna
HEIMILD: LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Fj
öl
di
b
ro
ta
Höfuðborgarsvæðið
8,3%
Suðurnes
2,7%
Vesturland
4,3%
Vestfirðir
6,3%
Norðurland vestra
7,0%
Norðurland eystra
7,1%
Austurland
5,5%
Suðurland
5,9%
Mesta hækkunin á höfuðborgarsvæðinu
Meðalbreyting á fasteignamati er mest á höfuðborgarsvæðinu eða 8,3 prósent.
Hækkunin er hins vegar minnst á Suðurnesjum, 2,7 prósent.
ÁSTRALÍA, AP Eftir 32ja ára þrauta-
göngu var léttir hinnar áströlsku
Lindy Chamberlain-Creighton
mikill í gær þegar hún var endan-
lega hreinsuð af
ásökunum um
að hafa valdið
dauða dóttur
sinnar árið
1980.
Azaria
Chamb erlain
var níu mánaða
gömul þegar
hún hvarf úr
tjaldi fjölskyld-
unnar, en foreldrar hennar héldu
því fram að dingó-villihundur
hefði numið barnið á brott. Málið
veltist um dómskerfið á næstu
árum og var Lindy meðal annars
dæmd sek um morð árið 1982 og
sat í fangelsi í rúm þrjú ár áður
en hún var hreinsuð af ásökunum.
Síðan hefur málið verið óupp-
gert, en nú hefur dánarvottorði
stúlkunnar verið breytt og sak-
leysi foreldranna staðfest. - þj
Dularfullt barnshvarf leyst:
Dingóar námu
Azariu á brott
LINDY CHAMBERLA-
IN-CREIGHTON
LÖGREGLUMÁL Framleiðsla fíkni-
efna hérlendis hefur aukist til
muna síðustu ár en fram til ársins
2008 voru skráð brot vegna inn-
flutnings miklu fleiri en þau sem
sneru að framleiðslu.
Eftir bankahrunið 2008 varð
viðsúningur og ræktun kannabis
hérlendis tók mikinn kipp. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Árið 2007 voru skráð í kring-
um tuttugu brot sem tengdust
framleiðslu kannabis á höfuð-
borgarsvæðinu. Þremur árum
síðar voru sambærileg mál yfir
180 talsins. Á sama tíma marg-
faldaðist fjöldi kannabisplantna
sem lögregla gerði upptækan.
Árið 2007 tók lögreglan um þús-
und kannabisplöntur en árið 2009
voru teknar meira en tíu þúsund
plöntur. Málum af þessum toga
hefur aðeins fækkað síðan þá og
í fyrra tók lögreglan um sex þús-
und plöntur.
Nokkur breyting varð einnig á
magni þeirra fíkniefna sem lög-
reglan lagði hald á eftir hrun.
Magn e-taflna jókst mikið, fór úr
nokkrum þúsundum taflna í hátt
í 50 þúsund töflur. Á sama tíma
minnkaði magn hass og kókaíns
sem lögreglan lagði hald á. - ktg
Framleiðsla fíkniefna hefur aukist gríðarlega á Íslandi:
Kannabisframleiðsla tók kipp
JAFNRÉTTISMÁL Þóra Victoria,
aðstoðarflokksstjóri hjá Skrúð-
garðyrkjudeild borgarinnar, hefur
sent opinbert kvörtunarbréf til
yfirmanna Reykjavíkurborgar
þar sem hún sakar Bjarna Brynj-
ólfsson, upplýsingafulltrúa Reykja-
víkurborgar, um aðdróttanir og
svívirðingar í sinn garð.
Þóra Victoria segir í bréfi sem
hún birti á Facebook í gær að hún
sé transmanneskja og að Bjarni
hafi ekki virt það þegar hann
hringdi í hana á miðvikudag. Hann
hafi ekki trúað að hann væri að
tala við hana og hafi meðal annars
spurt „Hvers son ert þú Þóra?“
„Ég er særð, móðguð og reið og
mér finnst alvarlega að mér vegið,“
segir Þóra í bréfinu. „Aldrei á
ævinni hef ég þurft að upplifa
aðrar eins aðdróttanir og móðgan-
ir.“ Bjarni segir að um misskiln-
ing hafi verið að ræða. „Mér var
ekki sagt að hún væri svona trans-
manneskja. Ég fékk karlmanns-
rödd í símann og út af þessu skap-
aðist talsverður misskilningur,“
segir Bjarni. „Ég hringdi í hana í
hádeginu í dag [í gær] og bað hana
afsökunar á þessu,“ segir Bjarni
og bætir við að þau hafi í kjölfar-
ið átt gott spjall. „Málið var að ég
hringdi í hana því ég var að fara að
skrifa frétt um blómaskreytingar í
Reykjavík.“ Bjarna hafi verið bent
á að tala við Þóru því hún ynni með
hópi við gróðursetningu. „Ég hélt
bara að það væri einhver að djóka
í mér,“ segir Bjarni að lokum. - bþh
Þóra Victoria sakaði Bjarna Brynjólfsson upplýsingafulltrúa um aðdróttanir:
Sagðist særð, móðguð og reið
KJÖRKASSINN
Það er nýbúið að
tengja Bolungarvík við
Ísafjarðarbæ svo áhrifin eru
farin að sýna sig...
GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON
SVIÐSTJÓRI
Skiptir þú við eitt olíufélag um-
fram annað?
JÁ 77,6%
NEI 22,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hræðist þú hunda eða hefur þú
ofnæmi fyrir þeim?
Segðu skoðun þína á visir.is
Ég hélt að það væri
einhver að djóka í
mér.
BJARNI BRYNJÓLFSSON
UPPLÝSINGAFULLTRÚI
NOREGUR Dauð leðurblaka sem
hjón fundu í kofa sínum í Finn-
mörk í Norður-Noregi fyrir
skömmu hefur sennilega sett
heimsmet rétt áður en hún drapst.
Aldrei áður hefur leðurblaka
fundist svo norðarlega. Kofinn er
í Bekkarfjord rétt hjá nyrsta odda
Noregs og um leið Evrópu.
Um er að ræða svokallaða trítil-
blöku, sem hefur að minnsta kosti
einu sinni sést hér á landi, sam-
kvæmt Vísindavefnum.
Hjónin sendu dýrið til sérfræð-
ings hjá náttúrufræðistofnun
Noregs, Jeroen var der Kooij, sem
sagði við Aftenposten að fundur-
inn væri einstakur. „Þetta er pott-
þétt met!“ - þj
Smávaxin leðurblaka:
Setti heimsmet
fyrir andlátið
NORÐURFARI Þessi litla leðurblaka
fannst dauð í kofa í Finnmörku á nyrsta
odda Noregs. Aldrei fyrr hefur leður-
blaka fundist svo norðanlega.
SVÍÞJÓÐ Tveir sænskir karlmenn
hafa verið handteknir í Svíþjóð
að beiðni bandarísku fíkniefna-
lögreglunnar vegna gruns um
þátttöku í ólöglegum vopnahring.
Mennirnir höfðu afhent dönskum
leyniþjónustumanni, sem villti á
sér heimildir, þungavopn í fyrra-
vor. Greitt var fyrir með kókaíni.
Að sögn Helle Sörensen sak-
sóknara tekur alþjóðleg sam-
vinna lögreglu tíma og þess
vegna dróst að handtaka Svíana.
Svíi, sem situr í fangelsi í
Bandaríkjunum, er talinn höfuð-
paurinn. Hann mun hafa útveg-
að Farc-skæruliðum í Kólumbíu
vopn í skiptum fyrir kókaín. - ibs
Handtökur í Svíþjóð:
Fengu kókaín
í stað vopna
DÝRALÍF Hænan Gulla á Ósbakka í
Skeiða og Gnúpverjahreppi fóstrar
nú þrjá stokkandarunga eftir að
hrafnar réðust á andamömmu
fyrir skemmstu. Frá þessu er
greint í Bændablaðinu.
Öndin sem hrafnarnir réðust
á var aflífuð en fjögur egg voru
flutt að Ósbakka þar sem hænan lá
á þeim í tólf daga. Einn af andar-
ungunum fjórum sem komu í
heiminn drapst strax.
Gulla fóstrar andarungana allan
sólarhringinn en hættir sér ekki
út á andapollinn þegar ungarnir fá
sér sundsprett enda ósynd. - bþh
Hæna sat á andareggjum:
Hæna fóstrar
andarunga
ELDSVOÐI Eldur kom upp í plast-
bátnum Guðrúnu EA 58 í Hrísey
á Eyjafirði í gær. Slökkvilið var
kallað til og réði niðurlögum elds-
ins á skömmum tíma.
Talið er að kviknað hafi í út frá
rafknúnum viftumótor fyrir loft-
ræstingu sem brann yfir.
Slökkviliði Akureyrar var gert
viðvart en ekki var ástæða til að
senda það út í eyjuna því þar er
slökkvilið sem var fullfært um
að leysa verkefnið með þeim góða
eldvarnarbúnaði sem til staðar er í
eyjunni. - bþh
Slökkviliðið í Hrísey kallað út:
Eldur í plastbát
í Hrísey