Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 16

Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 16
16 15. júní 2012 FÖSTUDAGUR Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfarar- kaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildar- laun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækk- uðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjar fulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfarar kaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórn- enda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfull- trúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópa- vogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafn- arstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er tal- inn bifreiða- styrkur … FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Frábær orf fyrir heimilið, sumarhúsið og atvinnumanninn Sláttuorf ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is Lúxusinn í Kópavogi Stjórnmálafólk segir oft eitt og annað sem hljómar þokkalega en lítur mun verr út á prenti. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, gerði sig sekan um slíkt á dögunum þegar hann lét DV hafa eftir sér að nýtilkomin fjórð- ungshækkun launa bæjarfulltrúa sé „leiðrétting, ekki hækkun“ og í sömu grein segir hann að mikil „fita“ hafi verið á grunnþjónustu bæjarins og „alls konar lúxus“ hafi verið skorinn niður. Þetta á varla eftir að hljóma fallega í eyrum starfs- fólks bæjarins enda er ólíklegt að í þeim hópi hafi allir fengið „leiðréttingu“ á sínum kjörum frá hruni. Lúxus um land allt Raunar er þetta enn stærra mál því eins og glöggir lesendur muna, fengu þingmenn, ráðherrar og embættismenn líka leiðréttingu á sínum launum í jólagjöf frá kjararáði. Frá ársbyrjun hefur BSRB beðið eftir svörum frá fjármálaráðu- neyti vegna krafna um að opinberir starfsmenn fái sína leiðréttingu. Engin formleg svör hafa borist. Ætli það sé ekki enn einn lúxusinn? Álag, ágangur og ágirnd Þór Saari opnaði á fyrirtaks punkt á þingi í gær þar sem hann sagði álag vegna ágangs ferðamanna yfir sumartímann vera allt of mikið. Það er rétt hjá þingmanninum. Aðdráttarafl Íslands felst að miklu leyti í ósnortinni náttúru og friðsemd, og ef það er fyrir borð borið getur fljótt fjarað undan ferðamennskuævintýrinu. Ofuráhersla á fjölda án þess að tryggja að innviðir landsins þoli áganginn ber vott um skammsýni og í versta falli græðgi. Gullna reglan er að maður á ekki að troða meiru á diskinn en maður fær torgað. thorgils@frettabladid.is Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Kjaramál Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs K ína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sam- starfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. Aðildarríki Norðurskautsráðsins eiga öll mikið undir viðskiptum við Kína og hafa almennt tekið málaleitaninni heldur vel. Það eru hins vegar kínversk stjórnvöld, sem sjálf hafa sett stórt strik í reikn- inginn með því að loka nánast alveg á diplómatísk samskipti við eitt aðildarríkjanna, Noreg. Ástæðan er sú að norska Nóbelsnefnd- in ákvað að veita kínverska andófsmanninum og mannréttinda- frömuðinum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels árð 2010, þrátt fyrir hótanir Kínastjórnar. Þetta geta kínversk stjórnvöld ekki með nokkru móti þolað. Ferðir embættismanna og við- skiptasendinefnda til Noregs hafa verið afboðaðar, fjöldamörgum Norðmönnum neitað um vega- bréfsáritun til Kína og kínversk- um borgurum ekki leyft að ferðast til Noregs. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að fella varð niður ljóðaþing Kínversk-íslenzka menn- ingarsjóðins, sem átti að halda í Kirkenes í Noregi í sumar, af því að kínversku skáldin fengu ekki fararleyfi. Á sama tíma hefur Kínastjórn nuggað sér alveg sérlega vinsam- lega utan í sum nágrannaríki Noregs, til að mynda Svíþjóð og Ísland sem Wen Jiabao forsætisráðherra heimsótti í vor. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst yfir að við þessar aðstæður geti Kína ekki fengið áheyrnaraðild að Norður- skautsráðinu. Vilji Kínastjórn taka þátt í samstarfinu hljóti hún að verða að hafa virkt samtal við öll aðildarríki ráðsins. Støre bendir réttilega á að samskiptaleysið sé „ekki okkar val, heldur þeirra“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Ísland tæki undir þessa afstöðu Norðmanna. Svarið, sem birt- ist í Fréttablaðinu í gær, var á þá leið að Ísland styddi áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu og reyndi jafnframt að beita sér fyrir bættum samskiptum Kína og Noregs. Hér er ástæða til að tala skýrar. Ísland á vissulega að hafa góð samskipti við Kína og rækta viðskiptasamband sitt við þetta volduga land. Við eigum hins vegar sízt af öllu að reyna að notfæra okkur að Kína frysti samskipti við eitt af okkar nánustu vinaríkjum en reyni að sleikja okkur upp í staðinn. Við eigum sömuleiðis að segja alveg tæpitungulaust að við fordæmum mannréttindabrotin í Kína, styðjum málstað andófsmanna á borð við Liu og andmælum því að kínversk stjórnvöld refsi þeim sem ekki vildu láta undan hótunum þeirra í aðdraganda þess að friðarverðlaunin voru veitt. Ef kínversk stjórnvöld hafa áhuga á formlegu samstarfi við vest- ræn lýðræðisríki sem virða mannréttindi verða þau líka að skilja og virða hvernig lýðræði og mannréttindi virka. Annars á Kína ekkert erindi í þetta samstarf. Á Kína að fá aukaaðild að Norðurskautsráðinu? Tölum tæpitungu- laust við Kína Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.