Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 17

Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 17
FÖSTUDAGUR 15. júní 2012 17 Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskóla- börn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skil- greiningu á plánetum og afplán- etuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reiki- hnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru ein- hverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðul- inn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en full- orðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, sam- felldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkun- arvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekk- ert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunar- spurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði“. Út frá því má sjá að hugmynd- ir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað sam- spil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitt- hvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfé- lagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorð- in í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er nátt- úruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtíma- markmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitn- eskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekk- ert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleym- um því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Að þurfa að hefna Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lög-fræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að for- seti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus“. Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeil- anlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar“, en jafn- framt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðla- umræðu“. Þessum orðum virðist, a.m.k. að ein- hverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgða- lög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldis- stofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar til- lögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embætt- ismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild“ þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg“ völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forseta- embætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinar- gerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hug- leiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hug- mynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heim- ild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synj- unarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um van- þekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum for- seta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti ára- tugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus“. Er forseti Íslands valdalaus? Kannski að spurningin um meinta geð- veiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Forsetaembættið Skúli Magnússon dósent við lagadeild HÍ AF NETINU Mafía skal hún heita Örlög Sparisjóðs Keflavíkur eiga að vera dauðadómur Sjálfstæðisflokksins. Hvergi kemur græðgi aðstandenda flokksins betur fram en í linnulausum stuldi úr sjóðnum. Um þetta er versta hryllingsskýrsla hrunsins, svartari en sjálf sannleiksskýrslan. Með ólíkindum er, að fjármálaeftirlitið hafi ekki séð þetta. Og að bófarnir hafi ekki enn verið dregnir fyrir dómara. Svartast af öllu er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gleymt aðild sinna manna að málinu. Rífur kjaft út í eitt á þingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ber að hrekja úr pólitík. Alla sem einn, þetta er siðlaus mafía gráðugustu sérhagsmuna. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Kosið aftur í Grikklandi á sunnudag Allt bendir svo til þess að ný-nasistaflokkurinn Gullin dögun haldi sér inni á þingi. Það er verulegt áhyggjuefni, því hegðan flokksmanna hefur ekkert skánað þótt þeir séu komnir á þing. http://silfuregils.eyjan.is/ Egill Helgason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.