Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 18

Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 18
18 15. júní 2012 FÖSTUDAGUR Í næstu viku munu veraldarleið-togar hittast að máli á þýðing- armiklum fundi, ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræð- ur hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu „lokaskjali” fundar- ins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skil- að umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyf- ingu í þágu breytinga. Rio+20 markar vegamót á langri leið. Sjálfbær þróun komst á dagskrá heimsstjórnmála á hinum fræga Jarðar-fundi árið 1992. Í dag er skilningur okkar breiðari og blæbrigðaríkari á þeirri jafnvægislist sem við þurf- um að ná tökum á. Sífellt fleiri jarðarbúar þarfnast þróunar sem hefur að markmiði að skila ávöxtun velmegunar og kröft- ugs hagvaxtar til allra. Á sama tíma verður að vernda dýrmæt- ustu auðlindir jarðar: land, loft og vatn. Í Rio bætast yfir 100 leið- togar ríkja og ríkisstjórna í hóp tuttugu og fimm þúsund þátttak- enda sem leita réttrar framvindu. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leið- in til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Í Ríó verðum við að leita nýrrar leiðar; nýs vegvísis fyrir 21. aldar hagkerfið. Við höfnum þeirri goð- sögn að hagvöxtur þurfi að vera á kostnað umhverfisins. Það er vaxandi skilningur á því að með snjallri stefnumörkun geta rík- isstjórnir eflt hagvöxt, dregið úr fátækt, skapað mannsæm- andi störf og hraðað félagslegri þróun með þeim hætti að virðing sé borin fyrir takmörkuðum auð- lindum jarðar. Í þessum víðari skilningi held ég að hreyfingin í þágu breyt- ingar verði ekki brotin á bak aftur. Sönnunargögnin eru hvar- vetna og leynast ef vel er að gáð á meðal stórra þjóða og smárra, ríkra jafnt sem fátækra. Mörg ríki hafa tekið „grænan vöxt“ upp á sína arma sem felur í sér að nota takmarkaðar náttúrulegar auðlindir á skilvirkari hátt til að skapa störf og efla kolefnasnauða þróun. Kína hefur skuldbundið sig til að sækja sextán prósent orkuþarfar sinnar til endurnýj- anlegra orkugjafa fyrir 2020 og stefnir að því að fjárfesta fyrir andvirði 450 milljarða Banda- ríkjadala í endurnýtingu sorps og hreinni tækni í nýjustu fimm ára áætlun sinni. Í Brasilíu skapar endurnýt- ing sorps meira en hálfa milljón starfa, aðallega á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. Ind- land borgar nú fólki fyrir að nýta betur náttúrulegar auðlindir svo sem skóga og ferskvatn. Ríkisstjórnir og þjóðríki eru ekki ein á báti. Yfir þúsund odd- vitar úr atvinnulífinu frá öllum heimshornum koma saman í Ríó og tala einum rómi: við getum ekki látið sem ekkert sé. Orkumál verða í öndvegi í Ríó. Ég hef kallað orkumál „gullna þráðinn“ sem hnýtir saman hina sjálfbæru framtíð. Orka er lyk- illinn að þróun, félagslegri sam- heldni og verndun umhverfisins, þar á meðal loftslagsbreyting- um. Af þessum sökum hleypti ég af stokkunum árið 2011, frum- kvæði sem nefnist Sjálfbær orka fyrir alla. Markmið okkar er að tryggja þeim fimmtungi jarðar- búa sem ekki njóta þess þegar að fá aðgang að nútíma orkuþjón- ustu. Þetta ber að gera með því að draga úr orkusóun, með því tvöfalda skilvirka nýtingu og tvö- falda hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun á heimsvísu. Sjálfbær orka fyrir alla er fyr- irmyndar félagsskapur í þágu framtíðarinnar. Grundvallar- hugmyndin er einföld en áhrifa- rík: Sameinuðu þjóðirnar nota einstætt afl sitt til að fylkja liði í þágu almannahagsmuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem Rio+20 snýst um. Já, vissulega eru samninga- viðræðurnar þýðingarmiklar. Samkomulag þar sem skuldbind- ingar hafa verið færðar til bókar, mótar umræður morgundagsins. En Rio+20 er meira en þetta eða tjáning öflugrar hreyfingar í þágu breytingar og stórt skref í átt til þeirrar framtíðar sem við viljum. Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólar- innar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haf- fletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lit- himnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa auga- steininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litar- efni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skað- valdarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðu- blindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríð- arlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skað- að sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geisl- un er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð ann- ars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, við- kvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augn- læknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein mynd- ast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og ber jafnvel skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast grá- hvítur þríhyrningur inn á horn- himnu sem kallað er „pterygium“, eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær mið- baug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig við- kvæm fyrir sól, og er aldursbund- in augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geisl- un í auga. Ský á augasteini og aldursbund- in augnbotnahrörnun valda sjón- skerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörn- un er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkr- ar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugna- notkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólar- geislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgler- augu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leiðin til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Heimshreyfing í þágu breytinga Bláu augun þín Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálf- ara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélags- verkefnum til að hvetja almenn- ing til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki“, framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitar- félög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjöl- býlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leið- irnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlis- húsum eldri borgara við Lindar- síðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheim- ilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópa- skeri er gönguleið við sjávarsíð- una. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunar- miðstöðinni Litlatúni. Gönguleið- ir af þessu tagi eru einnig komn- ar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mos- fellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undir- búningi í Hafnarfirði og á Raufar- höfn. Kort hafa verið gerð með stað- setningu bekkjanna og má nálg- ast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is. Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sum- arið. Það er stutt í næsta bekk! Brúkum bekkina Sjálfbær þróun Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir formaður Norðurlandsdeildar FÍSÞ Heilbrigðismál Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir AF NETINU Óvissuferð um Vaðlaheiði Vaðlaheiðargöng fengu brautar- gengi í þingsal í dag. Tæplega níu milljarða ábyrgðarlán frá ríkinu til opinberra aðila og þó er fyrirbærið flokkað sem einkaframkvæmd. Þingmenn svæðisins voru allir með þessum fjárútlátum, óháð flokkum. Enn og aftur fetar ríkisstjórnin þannig braut aukinna opinberra skuldbindinga með tilvísun í atvinnusköpun. Framundan er svo uppáhellingur sparisjóðs Keflvíkinga upp á 25 milljarða, lífeyrissjóðslán til byggingar háskólaspítala upp á 50 milljarða, Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng, 1.000 milljarða snjóhengja í Seðlabankanum og skuldavandi heimilanna. Eins gott að olían finnist. http://www.dv.is/blogg Lýður Árnason ÚTIVISTARKREM Hentugt í sól og gegn endurkasti sólar af snjó og vatni þar sem það inniheldur náttúrulega sólvörn. Tilvalið í göngur sumarsins. SÍTRUSSÆLA Líkamsolía sem djúpnærir, styrkir neðri húðlögin og dregur úr flögnun eftir sólböð. Sítrussælan er vítamínrík olía með ferskum sítrusilmi til daglegra nota fyrir allar húðgerðir. NÆRANDI MORGUNFRÚAROLÍA Mild og nærandi olía með morgunfrú. Frábær fyrir viðkvæma, þurra húð og barnshafandi konur til varnar sliti. Sérlega góð á psoriasis og fyrir þurran hársvörð. 20% afsláttur 15.-30. júní SÓLARSÆLA Olían er sérblönduð fyrir útivistafólk og þá sem vilja fallegan húðlit. Hún örvar melonín í húðinni og gefur gullin lit. Inniheldur náttúrulega sólarvörn (SPF 5-7). NÁTTÚRULEG SÓLARVÖRN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.