Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 22
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
SÓLEYJAR ODDSDÓTTUR
Hrísmóum 1, Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar,
Vífilsstöðum, fyrir góða umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurveig Sæmundsdóttir
Oddur Sæmundsson
Jóna Sæmundsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
INGÓLFS EINARSSONAR
frá Snjallsteinshöfða,
Karlagötu 7, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
V-2, Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund,
fyrir góða umönnun.
María Eggertsdóttir
Jóhann Teitur Ingólfsson
Halldóra Ingólfsdóttir Kjartan Birgisson
Hildur Kjartansdóttir
María Kjartansdóttir
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BERGÞÓRU GUNNBJARTAR
KRISTINSDÓTTUR
Þykkvabæ 5, Reykjavík.
Svava Benediktsdóttir Guðmundur Birgir Salómonsson
Ágúst Benediktsson Sigríður Margrét Sigurðardóttir
Gréta Benediktsdóttir Kristján Knútsson
Ásta Benediktsdóttir Sigmar Arnar Steingrímsson
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐNÝ BERGRÓS JÓNASDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
í Norður-Hvammi í Mýrdal,
síðar Smáratúni 20, Selfossi,
sem lést á Hjallatúni í Vík 8. júní sl. verður
jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 16. júní kl. 11.00.
Erla Eyþórsdóttir Brynjólfur Ámundason
Gísli Sævar Hermannson Hólmfríður Sigurðardóttir
Sjöfn Hermannsdóttir
Jónas Smári Hermannsson Anna Droplaug Erlingsdóttir
Hreiðar Hermannsson Ágústa Jónsdóttir
Svanhvít Hermannsdóttir Almar Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR
Mýrarvegi 111, Akureyri,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 8. júní, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 18. júní
kl. 13.30.
Elsa Jónasdóttir Sigursteinn Kristinsson
Gylfi Jónasson Guðný Kr. Kristjánsdóttir
Heiðdís Sigursteinsdóttir Jón Víkingur Árnason
Hjördís Sigursteinsdóttir Brynjar Finnsson
Jónas Leifur Sigursteinsson Ragnheiður I. Ragnarsdóttir
Sævar Jóhann Sigursteinsson Sigurbjörg Þórey Ólafsdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson Harpa Þorsteinsdóttir
Katrín Gylfadóttir Hjörtur Geirmundsson
Kristján Rúnar Gylfason Helga Svava Arnarsdóttir
Ómar Ingi Gylfason Aníta Einarsdóttir
og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓRUNN SIGRÍÐUR THORLACIUS
Hjaltabakka 22, Reykjavík,
lést á Dvalarheimilinu Grund mánudaginn
11. júní. Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Sigtryggsdóttir Ágúst Lárusson
Arnkell Sigtryggsson Tina Nielsen
Sigurbjörg Sigtryggsdóttir
Brynjar Sigtryggsson Sigþóra O. Sigþórsdóttir
Guðmundur Sigtryggsson Anna Magna Bragadóttir
Guðrún Sigtryggsdóttir Guðmundur Guðlaugsson
Elva Sigtryggsdóttir Þórður Björnsson
Óðinn Sigtryggsson Tipsuda Param
barnabörn og barnabarnabörn.
PÉTUR GUNNARSSON rithöfundur á 65 ára afmæli í dag.
„Við erum auðvitað öll samsett úr fortíðinni,
fortíðin lifir í okkur.“
65
Þennan dag árið 1926 lögðu dönsku
konungshjónin hornstein að byggingu
Landspítala Íslands. Það var að frum-
kvæði reykvískra kvenna sem ráðist var í
að reisa spítalann. Árið 1915 var frumvarp
samþykkt á Alþingi sem veitti konum
kjörgengi og kosningarétt til jafns við
karla. Þessa merka atburðar í baráttusögu
kvenna vildu konur minnast með því
að hefja söfnun fyrir spítala í Reykjavík.
Stofnaðir voru tveir sjóðir, annars vegar
Minningargjafasjóður Landspítala Íslands,
sem styrkja átti sjúklinga í fjárhags-
vandræðum. Hins vegar Landspítala-
sjóður Íslands, sem var byggingasjóður.
Framlög úr honum áttu drjúgan þátt í að
koma upp elstu byggingu Landspítalans,
húð- og kynsjúkdómadeild og eldri hluta
kvensjúkdómadeildar. Fimmtán árum
eftir að byrjað var að safna fjármunum
fyrir byggingu landspítala Í Reykjavík var
fyrsti sjúklingurinn lagður inn á spítalann,
þann 20. desember 1930.
Heimild: Landspítali Íslands
ÞETTA GERÐIST: 15. JÚNÍ 1926
Hornsteinn lagður að Landspítala
„Ég var að vinna á framkvæmda- og
veitusviðinu hér í Hveragerði fyrir
fjórum árum. Þá sá ég meðal annars um
umhverfið hérna í kringum gistiheim-
ilið og var auðvitað búin að taka eftir
því. Undanfarin tvö ár hef ég eingöngu
unnið í pólitíkinni í Árborg, en mér
fannst kominn tími til að minnka við
mig þar. Þegar ég sá að Frost og funi
var til sölu fannst mér liggja beint við
að gera tilboð,” segir Elfa Dögg Þórð-
ardóttir, bæjarfulltrúi á Selfossi og nýr
eigandi gistiheimilisins Frosts og funa
í Hveragerði.
Frost og funi stendur innan um lif-
andi hveri á rólegum og fallegum stað á
bökkum Varmár. Elfa hefur miklar hug-
myndir um möguleika gistiheimilisins,
sem í framtíðinni verður hótel, fáist
leyfi fyrir því. „Ég ætla mér mikið með
þetta. Hér hef ég mjög flottan grunn
sem byggir bæði á umhverfinu og list-
inni. Hér eru listamannahús nefnd eftir
ákveðnum listamönnum, þar sem verk
þeirra hanga uppi. Mig langar að halda
áfram með þetta, enda margir mjög
hrifnir af þessu,” segir Elfa Dögg. Á
meðal þeirra listamanna sem herbergi
eru nefnd eftir í Frosti og funa eru Karl
Kvaran, Georg Guðni, Óskar Magnús-
son og fleiri.
Unnendur vatns og heitra potta
myndu líkast til una sér vel á gisti-
heimilinu. „Hér eru náttúruleg gufu-
böð, heitir pottar og sundlaug. Áin sem
rennur hér fyrir neðan er líka oft heit.
Ég sé fyrir mér að byggja í kringum
ána og bjóða upp á einhvers konar leir-
böð, en leirinn er mjög einkennandi
fyrir þetta svæði,“ segir Elfa, sem er
enn að taka fyrstu skrefin í breytinga-
átt, enda ekki nema um hálfur mánuð-
ur frá því eigendaskiptin gengu í gegn.
Samfara breytingum á gistiheimilinu
stefnir hún á aukna markaðssetningu,
sem hún segir mikil tækifæri í, og jafn-
vel stækkun í framhaldinu.
Hún segir tækifærin vissulega mikil
í síauknum straumi erlendra ferða-
manna á sumrin, en hún líti ekki síður
til Íslendinga og vetrarferðamennsku.
Þar sem gistiheimilið sé skammt frá
höfuðborgarsvæðinu henti staðsetn-
ingin vel fyrir saumaklúbba eða aðra
hópa sem vilja gera sér glaðan dag eða
smærri fyrirtæki í hópefli eða funda-
höldum, þar sem góð fundaraðstaða sé
á staðnum. „Það er líka mikið af dags-
gönguleiðum hér í kring og auðvitað
veiði í ánni. Hingað koma líka oft pör
og njóta þess að slaka á í pottunum og
eiga góðar stundir saman,“ segir Elfa
að lokum. holmfridur@frettabladid.is
ELFA DÖGG ÞÓRÐARDÓTTIR: NÝR EIGANDI FROSTS OG FUNA Í HVERAGERÐI
Ég ætla mér mikið með þetta
VIÐ SUNDLAUGARBAKKANN Elfa Dögg Þórðardóttir er nýr eigandi gistiheimilisins Frosts og funa í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1219 Valdimar sigursæli Danakonungur leggur Eistland undir
sig.
1752 Benjamin Franklin uppgötvar að elding er rafmagn.
1829 Kambsránsmenn eru dæmdir í hæstarétti og hljóta sex
þeirra hýðingu (allt að 81 högg) en einn er dæmdur í ævilanga
þrælkunarvinnu.
1926 Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar er lögfestur.
1952 Byggðasafn er opnað í Glaumbæ í Skagafirði.
1985 Á Bæ í Lóni er afhjúpaður minnisvarði um Úlfljót lög-
sögumann, sem tók saman fyrstu lög íslenska þjóðveldisins.
Merkisatburðir