Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 25
| FÓLK | 3BÍLAR Bílaþvottastöðin Splass er splunkuný og glæsileg bílaþvottastöð sem býður tjöruhreinsun, háþrýsti-þvott, handþvott, bón, Rain-x og skolun með eimuðu vatni. „Við erum með hraða þjónustu og hver bíll tekur aðeins um tíu mínútur hjá okkur. Við getum tekið við sendi- bílum og bílum á allt að 46“ dekkjum eða 250 cm á hæð. Svo þarf ekki að panta tíma hjá okkur, bara mæta á svæðið,“ segir Vilhjálmur Einarsson, eigandi Splass. „Bílarnir keyra inn á færibandi sem er það eina sinnar tegundar á landinu. Við byrjum á því að tjöruhreinsa bílinn með öflugum tjöruhreinsi frá Mjöll Frigg. Því næst fer bíllinn í gegnum háþrýstiþvott, eftir það er sápu sprautað á bílinn og hann handþveginn með svömpum. Sápan er skoluð af og bóni sprautað yfir bílinn og rain-x. Eftir það er eimuðu vatni sprautað yfir bílinn. Þá er komið að því að bíllinn fer í gegnum fimm þurrk- blásara og loks er bíllinn þurrkaður með mjúkum klútum og þurrkað úr hurðarfölsum og skotti,“ segir hann. Hjá Splass er einnig í boði að láta þrífa bílinn að innan. „Þá eru rúðurnar þrifnar að innan, mælaborðið þrifið og bíllinn ryksugaður. Við erum líka með sérstaka mottu- þvottavél sem mottunum er skellt í og þaðan koma þær hreinar og þurrar, hvort sem það eru gúmmí- eða teppa- mottur. Þrif að innan og utan taka um það bil hálftíma og geta viðskiptavinir okkar annaðhvort beðið í setustof- unni hjá okkur eða skroppið yfir í Smáralindina sem er hér við hliðina á okkur. Viðskiptavinurinn fær svo sent SMS-skeyti þegar bíllinn er tilbúinn. Í setustofunni eru alltaf nýjustu tímaritin og einnig er frítt WiFi í húsinu, þannig að fólk getur vafrað á netinu inni í bílnum eða á biðstofunni á meðan bíllinn er þrif- inn.“ Viðskiptavinurinn greiðir fyrir þrifin í bílalúgu þannig að í raun er óþarfi að stíga út úr bílnum. „Við afgreiðum kaffi, café latte, espresso og cappucc- ino í gegnum lúguna sem fólk getur drukkið í bílnum á meðan það bíður,“ segir Vilhjálmur. Splass er vistvæn bílaþvottastöð þar sem allt frá- rennsli frá stöðinni fer í gegnum olíu- og sandskilju áður en það fer í frárennsliskerfið. „Það er miklu umhverfis- vænna að koma með bílinn til okkar en að þrífa hann heima þar sem öll efni, sápa og tjöruhreinsir fara beint ofan í frárennslið og út í umhverfið.“ OPNUNARTÍMI mán-föst 9-19 lau 10-18 sun 13-18 VERÐLISTI fólksbílar 2.290 kr. fólksbílar með inniþrifum 3.690 kr. jepplingar og stærri bílar 2.790 kr. með inniþrifum 4.690 kr. SPLUNKUNÝ OG GLÆSILEG BÍLAÞVOTTASTÖÐ VISTVÆN HANDÞRIF Bílaþvottastöðin Splass er ný vistvæn bílaþvottastöð við hliðina á Smáralind. Bílarnir eru handþrifnir með svömpum og einnig er boðið upp á þrif að innan. Strákarnir á stöðinni geta tekið á móti breyttum bílum á 46“ dekkjum. NÝ STÖÐ Bræðurnir Vilhjálmur og Eyjólfur Einarssynir eru nýbúnir að opna glæsilega bílaþvotta- stöð þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu og gott verð. FRÍTT Á NETIÐ VERSLAÐ MEÐAN BEÐIÐ ER Splass er til húsa að Hagasmára 2. Viðskipta- vinir geta rölt yfir í Smáralind meðan þeir bíða eftir bílnum. Þegar bíllinn er klár eru þeir látnir vita með sms-skilaboðum. LÍKA AÐ INNAN VANDVIRKIR OG SNÖGGIR Bílarnir eru handþvegnir með svömpum. Strákarnir hjá Splassi eru vandvirkir og snöggir. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.