Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 38

Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 38
HELGARMATURINN Ískaffi fyrir 2 12 ísmolar 4 tsk. skyndikaffiduft 2 dl sojamjólk eða hrísmjólk 2 dl heslihnetumjólk (jafnvel heimatilbúin) 2 hnífsoddar vanilluduft 2 tsk. xylitol eða stevía (lífrænt sætuefni) Láttu ganga í smá stund í blandaranum. Smá trikk Settu 2 tsk. af heslihnetusm- jöri út í ef þú vilt fá meira hnetubragð. Í staðinn fyrir heslihnetu mjólk er hægt að nota hrísmjólk með möndlum eða vanillubragði. Fróðleiksmoli Ískaffið er góður drykkur á heit- um sumardegi. Njóttu hans meðan hann er ískaldur. Þú getur líka sleppt ísmolunum eða einfaldlega hitað hann upp. Þá ertu með heitan kaffi latte, sem er auðvitað það besta á veturna þegar maður kemur inn úr snjónum og kuldanum. Verði þér að góðu! Uppskrift vikunnar er yndis- legt ískaffi að hætti Þor- bjargar Hafsteinsdóttur úr nýju bókinni hennar Safaríkt líf þar sem hún gefur landan- um uppskriftir að ljúffengum heilsudrykkjum sem svíkja engan. Hól vikunnar fær hin 21 árs gamla Erna Kristín Stef- ánsdóttir frá Selfossi sem lét raka af sér allt hárið til styrktar ABC barnahjálp í vikunni. Erna hét því að raka af sér allt hárið ef hún næði að safna hálfri millj- ón fyrir ABC barnahjálp sem og hún gerði og rúm- lega það. Studdi Bassi kærastinn þinn þig þegar kom að því að raka hárið af? „Já, hann studdi mig mjög vel og var góður við mig á meðan á þessu stóð. Honum finnst ég jafnsæt svona og með hár, jafnvel sætari,“ segir Erna sem gaf Krabbameinsfélaginu hárið til hárkollugerðar. KÆRASTANUM FINNST ÉG JAFNSÆT SVONA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.