Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 51
FÖSTUDAGUR 15. júní 2012 31 Í tilefni af áttræðisafmæli listamannsins Errós í sumar verður opnuð sölusýning á grafíkverk- um hans frá árunum 1990 til 2010 á laugardag. Sýningin verður haldin á óvenjulegum stað, í Brekkugerði 19, í húsi sem teiknað er af Högnu Sigurðardóttur arkitekt. Þau Erró eru nánast jafnaldrar, hafa þekkst um árabil og hafa bæði verið búsett í París mestan hluta ævi sinnar. Verkin koma öll úr eigu listamannsins. Helmingur söluhagnaðar rennur í sjóð Guð- mundu S. Kristinsdóttur, sem Erró stofnaði fyrir áratug og er notaður til að styrkja efni- legar íslenskar listakonur. Sýningin verður opnuð klukkan 14 til 17 þann 16. júní og stendur til 2. júlí. Opnunin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Erró til sölu í húsi Högnu ERRÓ Verður áttræður í sumar og verður efnt til sölusýningar í tilefni af tímamótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 15. júní 2012 ➜ Gjörningar 19.00 Farið verður í gönguferð frá Þingvöllum til Reykjavíkur þessa sumar- nótt og áheitum safnað til styrktar Göngum saman, styrktarfélagi fyrir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, en félagið fagnar 5 ára afmæli í ár. Öllum er velkomið að taka þátt en ferðin hefst við World Class í Laugum. ➜ Fræðsla 13.00 Boðið verður upp á fræðslu- göngu um Grasagarð Reykjavíkur alla föstudaga í júní. Þátttaka er ókeypis. ➜ Sýningar 16.00 Salóme Fannberg opnar sýninguna Segðu það með þangi í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. ➜ Tónlist 21.00 Botnleðja heldur tónleika á Gamla Gauknum. Nolo hitar upp. Miða- verð kr. 3.500. 22.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Langi Seli og Skuggarnir halda tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Næturganga verður farin í kvöld til styrktar styrktarfélaginu Göngum saman, sem styrkir grunnrannsókn- ir á brjóstakrabbameini. Gengið verður frá Þingvöllum til Reykja- víkur í einni lotu og búist er við að ferðin taki tólf til fjórtán tíma. Guðný Aradóttir, einn stofnenda félagsins, stendur fyrir göngunni og getur hver sem er lagt málinu lið með því að heita 100 krónum fyrir hvern kílómetra sem genginn er. Jafnframt er öllum áhugasömum boðið að heita á sig og taka þátt í göngunni. Hist verður við World Class í Laugum klukkan 19 í kvöld og þaðan ekið að Vinaskógi þar sem gangan svo hefst klukkan 20. Bíll ekur með göngufólki alla leiðina svo lúnum fótum gefst alltaf tækifæri til að sitja í og hvílast í nokkra kílómetra. Til styrktar rannsóknum Þökkum stuðninginn V E R K E F N I S S T J Ó R N S Ö F N U N A R I N N A R Fyrirtæki sem lögðu fram fé til söfnunarinnar: 365-miðlar Advania AFL-sparisjóður Alcan á Íslandi Alcoa Fjarðaál Arion banki Bergur-Huginn Bónus Brauðgerð Kr Jónssonar & Co Brim Eggert Kristjánsson Eimskip Ísland Eskja Eyrir Invest Félag eyfirskra kúabænda Flugleiðahótel Fóðurblandan Gjögur Guðmundur Runólfsson Gullberg Hraðfrystihús Hellissands Hraðfrystihúsið Gunnvör Hvalur Hvíta húsið Höldur Icelandair Group Ísfélag Vestmannaeyja Íslandsbanki Íslandspóstur JÁVERK Kaupfélag Skagfirðinga KEA Kjarnafæði Kornax Landsnet Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði Marel Iceland Mjólkurfélag Reykjavíkur Auk ofangreindra fyrirtækja lögðu eftirtaldir einstaklingar fram fé til söfnunarinnar: Dagmar Kristín Hannesdóttir Eiríkur Jónsson Elsa Sveinsdóttir Guðjón Snæfeld Magnússon Guðrún Erna Guðmundsdóttir Jón Magnússon Katrín María Magnúsdóttir Lilja Margrét Möller Oddný Rafnsdóttir Stefán Guðmundsson H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / L JÓ S M . R A G N A R T H . Hljómsveit feðginanna Stefáns S. Stefánssonar og Erlu Stefáns- dóttur kemur fram á þriðju tón- leikum djasssumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á laugardag. Erla syngur en Stefán leikur á saxófon. Auk þeirra skipa hljóm- sveitina trompetleikarinn Snorri Sigurðarson, píanóleikarinn Vignir Þór Stefánsson, bassaleik- arinn Birgir Bragason og tromm- leikarinn Erik Qvick. Þau munu flytja eigin djassútsetningar af tónlist Bítlanna. Tónleikarnir eru frá klukkan 15 til 17. og fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. Bítladjass á Jómfrúnni STEFÁN S. STEFÁNSSON Kemur fram á Jómfrúnni á laugardag. GÖNGUM SAMAN Úr áheitagöngu í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.