Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 4

Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 4
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 20.06.2016 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,3935 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,38 124,98 195,63 196,59 157,8 158,68 21,227 21,351 20,978 21,102 17,852 17,956 1,5746 1,5838 189,54 190,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FRÉTTASKÝRING Hvað fæst fyrir IPA-styrkina? Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambands- ins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta lands- laginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyja- fjallajökulssvæðinu. Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri sam- þykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starf- semina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi. Styrkirnir eru óaftur kræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðar atkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verk- efnis stendur. Fréttablaðið leit yfir þau verk- efni sem fá styrk. Náttúrufræðistofnun Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar. Skrifstofa landtengiliðs 1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuupp- byggingar. Háskólafélag Suðurlands Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarð- vangur. Ætlunin er að vinna þróunar áætlun fyrir Eyjafjalla- jökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið. Óákveðið (Matís) 1,9 milljónir evra fara til að fram- fylgja reglugerðum um matvæla- öryggi sem þegar hafa verið inn- leiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráð- herra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur. Þýðingarmiðstöð Þýðingarmiðstöð utanríkisráðu- neytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ. Hagstofan Fær 825 þúsund evrur til að endur- bæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnu- greina. Styrkurinn gerir Hagstof- unni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla. Tveir milljarðar í IPA-styrki Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusamband- inu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna. EYJAFJALLAJÖKULL Meðal verkefna sem IPA-styrkirnir verða nýttir í er að koma upp jarðvangi og þekkingarsetri á Eyjafjallasvæðinu. Vonast er til að það efli ferða- mennsku á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskóla- félagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. „Þessi styrkur er algjör forsenda þess að við getum farið í þessar framkvæmdir og gerð fræðsluefnisins. Við vonumst til þess að ferðamennskan eflist við þetta, sérstaklega utan hins hefðbundna ferðamannatíma,“ segir Sigurður Sigursveinsson, fram- kvæmdastjóri háskólafélagsins. Styrkurinn forsenda verkefnisins Verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins byggir á að þróa raunfærnimat, sem er leið til að meta þekkingu fólks. Um þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur ekki lokið framhaldsskóla. Með matinu er raunveruleg þekk- ing metin sem þýðir styttra nám, snúi það aftur í skóla. Alls fara 300 milljónir króna af IPA-styrkjum í verkefnið, en til að setja það í samhengi fær Fræðslumiðstöðin sem sér um verkefnið 110 milljónir árlega á fjárlögum. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslumið- stöðvarinnar. „Fólk finnur að það hefur lært eitthvað í atvinnulífinu og þróað styrkleika sína. Þetta eflir atvinnulíf í landinu og einstaklingana og stuðlar að hærra menntunarstigi.“ Hækkar menntunarstig þjóðarinnar Suðurstrandarvegur verður opnaður formlega í dag en ekki í gær eins og ranghermt var í blaði gærdagsins. LEIÐRÉTT Vegna fréttar af Esjugöngu Gunnlaugs Júlíussonar, sem birtist í blaðinu í gær, skal áréttað að gangan verður næstkomandi laugardag. Áætlað er að gangan taki 15 stundir og er fram- takið liður í baráttu Rótarý-hreyfingar- innar í baráttunni gegn lömunarveiki. Gosdrykkurinn Kók mun fáanlegur á Kúbu en þarlendir munu flytja drykk- inn inn frá ríkjum S-Ameríku þótt gos- drykkjaframleiðandinn Coca-Cola eigi ekki í beinum viðskiptum við landið. HALDIÐ TIL HAGA FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI! VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 30° 21° 20° 25° 26° 23° 23° 26° 21° 30° 34° 29° 21° 25° 19° 20°Á MORGUN Hægur vindur eða hafgola. LAUGARDAGUR Hæglætisveður, skúrir síðdegis 13 12 9 14 12 11 12 8 11 10 5 4 2 2 3 2 3 6 4 4 10 3 14 12 16 17 14 14 12 13 14 14 HLÝNAR Spá næstu daga er ljómandi góð. Horfur eru á hægum vindi eða hafgolu og sú gula lætur sjá sig í öllum landshlutum. Úrkoma verður með minnsta móti en þó horfur á stöku skúrum, einkum inn til landsins síðdegis. Heldur hlýnar í veðri. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst nokkuð síðustu daga eftir að hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan í byrjun maí. Hefur krónan ekki verið jafn sterk og um þessar mundir frá miðjum janúar. Gengisvísitalan stóð í 219,04 stigum í lok dags í gær og hefur styrkst um 2,2 prósent á einni viku. Þess má geta að gengi krónunnar styrkist þegar vísi- talan lækkar. Lægst hefur gengið mælst í rúmum 229 stigum á árinu og hefur krónan því styrkst um tæp 5% frá botni í lok mars. - mþl Styrkst um 5% frá botni: Krónan styrkst síðustu daga FERÐAMENN Gjaldeyrisflæði frá erlendum ferðamönnum skýrir hluta styrkingar krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Full starfsemi verður í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi í sumar. Á meðan starfsfólk fiskiðju- veranna er í sumarleyfum standa skólanemar vaktina. Á Vopnafirði hefur vinnsla á uppsjávarfiski legið niðri frá því að vinnslu á loðnu lauk þann 4. mars og hefur starfsfólkið verið í sumarfríi að undanförnu. Stefnt er að því að hefja veiðar á síld og makríl í lok mánaðarins og vinnsla ætti því að hefjast þar að nýju í byrjun næsta mánaðar, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Að sögn Torfa Þorsteins sonar, framleiðslustjóra HB Granda, hafa um 60 ungmenni verið ráðin til starfa í fiskiðjuverinu á Norður- garði í Reykjavík í sumar og á Akranesi er fjöldinn um tuttugu og fimm. Líkt og í fyrra verður ekki gert hlé á starfseminni á þessum stöðum. Magnús Róbertsson, vinnslu- stjóri HB Granda á Vopnafirði, segir að vinnsla í uppsjávarfrysti- húsinu hefjist í byrjun júlí en flestir starfsmanna í vinnslunni nýttu hléið, sem verið hefur frá því að loðnuvertíðinni lauk, til að fara í sumarleyfi. Þrátt fyrir vinnsluhlé munu um 40 til 45 ungmenni starfa við vinnslu á síld og makríl á Vopna- firði í sumar þannig að þegar á heildina er litið munu allt að 130 skólanemar starfa við sumaraf- leysingar hjá félaginu í sumar. - shá Engar sumarlokanir í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi: Unga fólkið heldur uppi vinnslu ungmenni hið minnsta starfa við vinnslu á síld og makríl á Vopnafirði í sumar. 40 UTANRÍKISMÁL Ísland þarf að styrkja reglur um jafnrétti á vinnumarkaði, að áliti ESA, eftir- litsstofnunar EFTA. Stofnunin hefur sent frá sér rökstutt álit, sem telst lokaviðvörun í málinu. ESA getur vísað málinu til EFTA-dóm- stólsins fari Ísland ekki að álitinu. ESA telur að Íslendingar hafi ekki hrint tilskipun um jöfn tæki- færi og jafna meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði nægilega vel í framkvæmd og að íslensk lög endurspegli ekki nægilega vel orðalag í tilskipuninni. - kóp ESA segir lög ekki nógu skýr: Styrkja þarf jafnréttisreglur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.