Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 8
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR8
EVRÓPUMÁL:
Hvað verður efst á baugi á ríkjaráð-
stefnu Íslands og ESB?
Fimmta ríkjaráðstefnan í aðildar-
viðræðum Íslands við ESB
verður haldin í Brussel á föstu-
dag. Þessar ráðstefnur eru vett-
vangur formlegra viðræðna milli
íslensku samninganefndarinnar
og ESB og á þeim hefjast eigin-
legar viðræður í hinum 33 mála-
flokkum tengdum löggjöf ESB,
svo kölluðum samningsköflum,
en þar er samningsköflum einnig
lokað ef samkomulag hefur náðst.
Í millitíðinni hefur mikil vinna
farið fram þar sem ESB útlistar
annars vegar hvernig íslensk lög-
gjöf samræmist ESB, og Ísland
leggur fram samningsafstöðu
sem í mörgum tilfellum inni-
heldur, eftir atvikum, óskir um
sérlausnir eða aðlögunartíma.
Mislangur tími getur liðið milli
þess sem samningskafli er „opn-
aður“ þar til honum er lokað með
samkomulagi, enda eru mála-
flokkar misjafnlega samrýman-
legir. Til dæmis heyra um tveir
þriðju samningskafla að öllu eða
nokkru leyti undir EES-samning-
inn, en það er þó ekki ávísun á
skjótari afgreiðslu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins munu viðræður um þrjá
samningskafla hefjast á föstu-
dag. Það eru kaflarnir um flutn-
ingastarfsemi, félags- og vinnu-
mál og fjárhagslegt eftirlit. Ekki
er þó útlit fyrir að neinum köflum
verði lokað að þessu sinni.
Ef svo fer, hafa átján af samn-
ingsköflunum 33 verið opnaðir
frá fyrstu ríkjaráðstefnunni í júní
2011 þegar efnislegar samninga-
viðræður hófust formlega. Þar af
hefur tíu köflum verið lokað.
Í samningsafstöðu Íslands um
kaflann um flutningastarfsemi
er beðið um undanþágur vegna
hvíldar tíma ökumanna hópbifreiða
og einnig er þess óskað að Ísland
þurfi ekki að taka upp sumartíma.
Í kaflanum um félags- og vinnumál
er ekki farið fram á sérlausnir eða
undanþágur og einnig er fallist á að
taka yfir regluverk ESB um fjár-
hagslegt eftirlit eins og það stóð á
síðasta ári.
Ekkert launungarmál er að þetta
ferli hefur tekið lengri tíma en
vonir íslenskra ráðamanna stóðu
til. Fleiri kaflar standa út af og
munar þá sérstaklega um veiga-
mestu málaflokkana, til dæmis
landbúnað, sjávarútveg og mat-
vælaöryggi. Tafirnar má rekja til
ýmissa þátta beggja vegna borðs.
Til dæmis er enn beðið rýni-
skýrslu frá ESB um íslenskan
sjávar útveg og þá er áætlun um
breytingar á íslensku landbún-
aðarkerfi, ef til aðildar kemur og
með tilliti til niðurstöðu samninga,
í vinnslu í íslensku stjórnsýslunni.
Áætlunin ætti að liggja fyrir
áður en langt um líður, en óljóst er
hvenær rýniskýrslan um sjávarút-
veg verður tilbúin. Því er ekki ljóst
hvenær hægt verður að hefja við-
ræður um þá kafla, en sjötta ríkja-
ráðstefnan verður haldin undir lok
þessa árs. thorgils@frettabladid.is
Þrír opnaðir en engum lokað
Formlegar viðræður hefjast um þrjá samningskafla á fimmtu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB á föstudag. 15
kaflar hafa þegar verið opnaðir. Ólíklegt að köflum verði lokað. Átta kaflar opnir eftir ríkjaráðstefnuna.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og hans fólk við samningsborðið í Brussel.
MYND/RÁÐHERRARÁÐ EVRÓPU
GRIKKLAND, AP Antonis Samaras sór
í gær embættiseið sem forsætisráð-
herra Grikklands. Flokkur hans,
Nýi lýðræðisflokkurinn, myndaði
stjórn með sósíalistaflokknum
Pakos og Lýðræðislega vinstri-
flokknum. „Ég bið nýja ríkisstjórn,
sem verður mynduð á morgun [í
dag], að leggja hart að sér svo við
getum veitt fólkinu okkar áþreifan-
lega von,“ sagði Samaras í gær.
Hann er fjórði forsætisráðherra
Grikkja á 8 mánuðum.
Flokkarnir þrír styðja allir björg-
unaráætlun Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og Evrópusambandsins,
Þriggja flokka ríkisstjórn verður mynduð í Grikklandi í dag:
Samaras orðinn forsætisráðherra
Í AÞENU Antonis Samaras sór emb-
ættiseið í forsetahöllinni í Aþenu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FORSETAKOSNINGAR Herdís Þor-
geirsdóttir forsetaframbjóðandi
segir að ummæli hennar í Vísi
árið 1977 séu ekki rétt eftir henni
höfð. Svar hennar við því hver
hennar fyrstu viðbrögð yrðu ef
hingað til lands flyttust 10 þúsund
svertingjar má sjá hér fyrir ofan.
Herdís segir að blaðamað-
ur Vísis hafi afbakað ummæli
hennar. „Ég man vel eftir þessu.
Svar mitt var: „Fáránleg spurn-
ing. Ég ætla ekki að svara eins
og ríkisstjóri Alabama, George
Wallace, ku hafa sagt: „Ég mundi
senda þá á lekum bát aftur út á
haf.“,“ segir Herdís.
Hún segist hafa kvartað yfir
þessu við blaðamann á sínum tíma
enda sé áhugi hennar á mannrétt-
indum ekki nýtilkominn. - kóp
Gömul ummæli rifjuð upp:
Segir að um-
mæli séu röng
SVAR HERDÍSAR FYRIR 35 ÁRUM
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenska flotans í lok þriðja árs-
fjórðungs fiskveiðiársins var
1.180 þúsund tonn. Á sama tíma í
fyrra var aflinn 858 þúsund tonn.
Aukning í heildarafla nemur sam-
kvæmt því um 37,5%.
Munurinn liggur einkum í um
306 þúsund tonna aukningu á upp-
sjávarafla. Botnfiskaflinn er um
22 þúsund tonnum meiri en á sama
tíma í fyrra eða tæp 362 þúsund
tonn samanborið við 345 þúsund
tonn á fyrra ári. Aflaaukningin í
botnfiski er um 4,9%. - shá
Heildarafli eykst um 37,5%:
Miklu meiri
uppsjávarafli
MENNING Árleg skákhátíð á Ströndum hefst klukkan
fjögur síðdegis á morgun þegar Róbert Lagerman,
heiðursgestur hátíðarinnar í ár, teflir fjöltefli við
gesti á Hólmavík.
Um helgina verða Strandirnar svo undirlagðar
margvíslegum skákviðburðum sem skákmeistarar,
áhugamenn jafnt og heimamenn, taka þátt í.
„Þetta er í fimmta sinn sem þessi hátíð er haldin
og hún er að festast í sessi sem fastur punktur,
bæði í íslensku skáklífi og mannlífinu á Ströndum,“
segir Hrafn Jökulsson sem er einn aðstandenda
hátíðarinnar.
„Á þessum árum hefur hún vaxið jafnt og þétt og
er eiginlega orðin ómissandi, bæði fyrir skáklífið og
svo fyrir vini Stranda sem hafa þarna kærkomið til-
efni til að koma saman,“ bætir hann við.
Það er skákfélagið Hrókurinn sem hefur staðið
að hátíðinni frá upphafi en meðal viðburða í ár má
nefna fjöltefli á Hólmavík og skákmót í Djúpuvík,
Trékyllisvík og Norðurfirði.
Stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartar-
son og Þröstur Þórhallsson hafa boðað þátttöku sína
á Ströndum í ár auk þess sem skákáhugamenn víða
að munu taka þátt í hátíðinni. Þá munu mörg af efni-
legustu börnum landsins í skák taka þátt í hátíðinni
en hún er öllum opin.
Alls munu því tugir einstaklinga setjast við skák-
borðið. Að sögn aðstandenda skákhátíðarinnar á
Hólmavík er búist við því að hátíðin í ár verði sú fjöl-
mennasta sem hingað til hefur verið haldin. - mþl
Búist er við fjölmennari skákhátíð en nokkru sinni fyrr í sögu hennar:
Fastur punktur í mann- og skáklífi
SETIÐ AÐ TAFLI Jóhann Hjartarson stórmeistari er meðal kepp-
enda á mótinu en þessi mynd er tekin á mótinu árið 2010 þar
sem Jóhann sigraði.
1. Hvaða sveitarfélag vill fá niður-
fellingu skulda á félagslegu húsnæði?
2. Hver vill fá hæli í Ekvador?
3. Hvað heitir ríkisskattstjóri?
SVÖRIN
sem felur í sér mikinn niðurskurð á
mörgum sviðum. Flokkarnir hafa þó
lýst því yfir að þeir vilji semja við
AGS og ESB á nýjan leik um skil-
málana. Samaras hefur til dæmis
sagst vilja lækka skatta og koma
hagkerfinu af stað á ný.
Hinir flokkarnir tveir hafa talað
fyrir tveggja ára framlengingu á
frestum sem ríkið hefur fengið til
að skera niður. Fotis Kouvelis, leið-
togi Lýðræðislega vinstriflokksins,
segir Grikki á endanum eiga að losa
sig undan skuldbindingunum. Búist
er við að markaðir taki fagnandi
myndun ríkisstjórnar. - þeb1. Bolungarvíkurkaupstaður.
2. Julian Assange. 3. Skúli Eggert Þórðarson.
VEISTU SVARIÐ?
samningskaflar
af 33 hafa í lok
vikunnar verið
opnaðir, fari svo
að þrír kaflar til viðbótar verði
opnaðir á fimmtu ríkjaráð-
stefnu Íslands og Evrópusam-
bandsins á morgun, föstudag.
18
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
IÐNAÐARRYKSUGUR
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Ryk/blautsuga Drive ZD10-
50L 1000W, 50 lítrar
27.900,-
Ryk/blautsuga Drive ZD98A-
2B 2000W, 70 lítrar
42.890,-
Drive Bískúrsryksugan
1200W, 20 lítrar
6.990,-
Arges HKV-100GS15
1000W, 15 lítrar
21.900,-