Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 10

Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 10
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR10 Skuldir sveitarfélaga lækk- uðu á milli áranna 2009 og 2010, en eru þó enn of háar. Tuttugu sveitarfélög fara yfir viðmið eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga þegar kemur að skuldum A- hluta og 29 þegar kemur að allri samstæðunni. Nefndin átelur Íbúðalánasjóð harð- lega. Heildarskuldbindingar sveitarfé- laga hafa lækkað og staða þeirra batnað sem því nemur. Þegar litið er til A-hlutans, aðalsjóðs sveitar- félaga sem rekstur þeirra grund- vallast á, hafa heildarskuldir og skuldbindingar lækkað úr 154% af heildartekjum árið 2009 í 146% árið 2010. Það er lækkun um 8 milljarða, úr 262 milljörðum árið 2009 í 254 árið eftir. Þegar B-hlutanum er bætt við, en inni í honum eru meðal ann- ars fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, er það sama uppi á teningnum. A- og B-hluti eru oft nefndir sam- stæða sveitarfélaga og heildar- skuldir hennar lækkuðu úr 269% af heildartekjum árið 2009 í 255% árið 2010. Það er lækkun upp á 13 milljarða, úr 599 milljörðum í 586 milljarða. Þetta má sjá í nýrri skýrslu sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitar- félaga hefur sent frá sér. Enn of skuldsett Þrátt fyrir batnandi rekstraraf- komu eru enn tuttugu sveitarfélög sem fara yfir viðmið eftirlitsnefnd- arinnar þegar kemur að A- hlutanum. Samkvæmt þeim mega heildarskuldir og skuldbindingar þess hluta ekki fara yfir 150% af heildartekjum sveitarfélaganna. Þegar litið er til samstæðunnar eru 29 sveitarfélög yfir viðmiðunum. Sé horft til nettóskulda sveitar- félaganna eru fjórtán þeirra með skuldir umfram viðmið nefndarinnar í A-hlutanum en 22 í samstæðunni. Á árinu 2010 var rekstrartap á A-hluta hjá 38 sveitar félögum. Viðmiðin voru sett í nýjum sveitar félögum, en þau tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 2012. Sam- kvæmt þeim mega samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglu legum tekjum þeirra. Ekki er komin reynsla á það ákvæði. Heimildir til inngripa Eftirlitsnefnd um fjármál sveitar- félaga hefur ýmsar leiðir til að grípa inn í þegar í óefni virðist stefna. Sveitarstjórn skal tilkynna nefndinni sjái hún fram á að geta ekki staðið í skilum. Telji nefndin að sveitarfélög geti ekki staðið undir lögboðnum útgjöldum, eða öðrum skuldbindingum, er henni heimilt að meta ýmsar aðgerðir í stöðunni. Meðal þeirra er að leggja fyrir sveitarstjórn að leggja á útsvar og fasteignaskatt sem nemur allt að 25%. Ef ljóst er að greiðslubyrði umfram greiðslugetu sé svo mikil að ekki leysist úr í bráð, getur ráð- herra, að tillögu nefndarinnar, svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjár- haldsstjórn. Ráðuneytið hefur nú sett nýjar viðmiðunarreglur þar sem þetta kemur fram. Tekjur lækka, útgjöld hækka Í skýrslunni kemur fram að í áætlun um heildartekjur árið 2011 er gert ráð fyrir hækkun um 1,6% frá árinu 2010. Sú hækkun kemur hins vegar eingöngu til vegna yfir- færslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, en henni fylgja 10,7 milljarðar króna. Ef ekki kæmi til þeirra tekna gerðu áætlanir ráð fyrir 4,6% lækkun á tekjum A-hluta. „Þegar horft er til þróunar á heildartekjum og verðlagsþróunar á tímabilinu 2007-2010 er ljóst að rauntekjur sveitarfélaganna hafa lækkað verulega. FRÉTTASKÝRING: Fjárhagsstaða sveitarfélaga Betri staða en enn of miklar skuldir HAFNARFJÖRÐUR Gjaldfallin lán Hafnarfjarðar hjá þýska bankanum DEPFA námu árið 2011 12,3 milljörðum íslenskra króna, en samið hefur verið um endurfjár- mögnun til fjögurra ára. Skuldir sveitarfélaga fara lækkandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eftirlitsnefndin greip ekki til sér- stakra aðgerða vegna slæmrar fjár- hagsstöðu neins sveitarfélags árið 2011. Hún gerði þó samninga við þrjú sveitarfélög um fjárhagslegar úttektir sem unnið var að, auk þess að vinna áfram með samning við eitt sveitarfélag. Svalbarðshreppur Sveitarstjórn óskaði formlega eftir aðstoð nefndarinnar við úrlausn á fjárhagsvanda sveitarfélagsins með bréfi dagsettu 27. janúar 2011. Óháður ráðgjafi var fenginn til að gera fjárhagslega úttekt. Í skýrslu hans kom fram að fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri viðunandi að teknu tilliti til leið- réttinga á uppgjöri vegna samrekstrar sveitarfélaganna. Nauðsynlegt þykir að því uppgjöri ljúki sem fyrst. Vesturbyggð Samningur var gerður 15. ágúst 2011 um úttekt á fjármálum sveitarfélags- ins og möguleika á hagræðingu í rekstri. Óháður aðili vann úttektina og bæjarstjórnin lagði fram fjár- hagsáætlun fyrir árin 2012 til 2015 á grundvelli hennar. Ekki var talin ástæða til frekari aðkomu að fjármálum Vesturbyggðar að svo stöddu. Álftanes Sveitarfélaginu var skipuð fjárhalds- stjórn árið 2010 og er hún enn að störfum. Unnið er að endurskipu- lagningu fjármála sveitarfélagsins. Í skýrslu eftirlitsnefndarinnar segir að samningar við lánardrottna hafi reynst tímafrekari en gert hafði verið ráð fyrir. Bolungarvíkurkaupstaður Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær átelur eftirlitsnefndin Íbúðalánasjóð harðlega fyrir að hafa ekki staðið við samkomulag við kaupstaðinn um niðurfærslu skulda. Sérstakar aðgerðir vegna sveitarfélaga20 sveitarfélög yfir mörkum árið 2010 Kópavogsbær 201* Hafnarfjörður 243 Svf. Álftanes 399 Mosfellsbær 183 Reykjanesbær 395 Grindavík 154 Sandgerðisbær 411 Svf. Vogar 334 Grundarfjarðarbær 236 Stykkishólmsbær 179 Blönduósbær 157 Norðurþing 178 Fjarðabyggð 275 Djúpavogshreppur 173 Fljótsdalshérað 257 Vestmannaeyjabær 197 Svf. Árborg 205 Rangárþing ytra 153 Hveragerðisbær 165 Svf. Ölfus 195 *2010 Skuldir og skuldbindingar í prósentum Samkvæmt viðmiðum eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga mega skuldir og skuldbindingar A-hluta sveitarfélaga, aðal- sjóðs sveitarfélaganna, vera yfir 150% af heildartekjum þeirra. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þróun heildartekna A-hluti 2007 2008 2009 2010 2011 200 150 100 50 0 ■ Heildartekjur ■ Skatttekjur ■ Jöfnunarsjóður ■ Þjónustu - og aðrar tekjurM ill ja rð ar k ró na Lexus RX400H Árgerð 2007, hybrid Ekinn 139.000 km, sjálfsk. Audi A5 Coupe 3,2 Árgerð 2008, bensín Ekinn 54.000 km, sjálfsk. Ásett verð 5.690.000 Tilboðsverð 4.790.000,- Porsche Cayenne Turbo Árg. 2003, bensín Ekinn 145.000 km, sjálfsk. VW Sharan TDi 1,9 Árgerð 2008, dísel Ekinn 79.000 km, beinsk. Ásett verð 3.990.000 Tilboðsverð 2.990.000,- Ásett verð 3.390.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Audi A6 2,0 TFSi Árgerð 2006, bensín Ekinn 115.000 km, sjálfskiptur Ásett verð 3.150.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐABÍLUM Ásett verð 6.290.000,- Á sama tíma hafa rekstrarút- gjöld sveitarfélaganna aukist. Á tímabilinu 2007 til 2010 jukust útgjöld A-hluta úr 137 mill jörðum króna í áætlaða 162 milljarða króna og samstæðunnar allrar úr 158 milljörðum í 191 milljarð. Það er 18,2% hækkun á rekstrarút- gjöldum A-hluta og 20,4% hjá sam- stæðunni. Ítrekað skal að hér er um áætlun fyrir árið 2011 að ræða. Standist kostnaðarmat við yfir- færslu málefna fatlaðra er gert ráð fyrir nær óbreyttum rekstrar- útgjöldum A-hluta á milli áranna 2010 til 2011.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.