Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 12
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ Bjórdósunum safnað saman Svartir ruslapokar og bjórdósir Að lokinni góðri veislu tekur iðulega við það leiðigjarna verkefni að safna saman bjórdósum, óhreinum diskum og glösum og öðru því sem gestirnir kunna að hafa skilið eftir sig. Vilji veisluhaldari auðvelda sér verkefnið getur verið góð regla að láta gestina sjá um að safna saman þeim bjórdósum sem þeir hafa tæmt. Þannig má koma fyrir svörtum ruslapoka við ísskáp, kæli eða þann stað annan þar sem bjórinn er geymdur þannig að gestirnir geti auðveldlega losað sig við tómu bjórdósina um leið og þeir sækja sér næsta bjór. Margar hendur vinna létt verk. „Ég er alltaf að kaupa eitthvað sem ég á ekki að koma nálægt. Nýjasta dæmið er að ég hélt að ég hefði vit á fótbolta og fór að tippa á Lengjunni. En hef ekki hundsvit á neinu,“ segir Arnþrúður Karls- dóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um verstu kaup sem hún hefur gert. „Svo er ég að tippa á fullu og tapa auðvitað stórfé.“ Arnþrúði fannst sjálfsagt að vegna þess hversu mikið fólk í kring um hana var að tippa, þyrfti hún vitaskuld að gera það líka. „Svo fékk ég bara fullt af miðum og fyllti út og tapaði tugum þúsunda. Nú verður ekki farið meira í kassann.“ Bestu kaup Arnþrúðar gerði hún einungis örfáum klukkustundum áður en Fréttablaðið hafði samband við hana. Það voru sumarskór, fóðraðir með indverskri bómull sem hún keypti á Laugaveginum á 2.500 krónur. „Þeir eru æðislegir, alveg ekta sumarskór,“ segir hún. „Orange á litinn og alveg svakalega fínir. Fólk getur gert góð kaup ef maður gefur þessu aðeins gaum. Maður þarf ekki alltaf að ganga í fimmtíu þúsund króna stígvélum.“ NEYTANDINN: ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR ÚTVARPSSTJÓRI Tapaði tugum þúsunda á því að tippa á Lengjunni Yfirgnæfandi meirihluta af hinu almenna rusli í svörtu ruslatunnunum má endur- vinna, eða hátt í 90 prósent. Þetta hefur komið fram í stikkprufum sem gerðar hafa verið á ruslatunnum Reykvíkinga. Reykjavíkur- borg vinnur nú að því að breyta þessu hlutfalli, fyrst með því að skikka Reykvík- inga til að flokka pappír og síðan er stefnan tekin á að bæta við endurvinnslu á líf- rænum eldhúsúrgangi. Helmingurinn af innihaldi svörtu ruslatunnanna í Reykjavík saman- stendur af matarleifum og pappír eða pappírsefnum. Strax í haust munu Reykvíkingar verða að flokka pappír og pappírsefni. „Ég held að við getum alveg náð 80 til 90 prósentum af pappírnum til endurvinnslu, það er samt alltaf eitthvað sem slysast með í almenna heimilissorpið. En erlendis eru menn að ná jafnvel 95 pró sentum af dagblöðum og tíma ritum. Það er aðeins meira mál með pappann af því að þetta eru oft umbúðir sem fólk hendir frekar í almenna sorpið,“ segir Guð mundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Næst á aðgerðalista borgarinnar er að reisa jarð- og gasgerðarstöð til að endurvinna lífrænan og niður brjótanlegan úrgang eins og matarafganga. Stefnt er að því að sú stöð verði komin í gagnið árið 2014. Einnig er á stefnuskrá Reykja- víkurborgar að endurvinna plast. Það er þó mikið flóknara ferli en endurvinnsla á pappír eða matar- afgöngum. Þá eru einnig nokkrar leiðir færar í endurvinnslunni. „Plastið er vandræðaflokkur, því í heimilissorpinu eru sex mis- munandi tegundir af plasti. Ef við þvingum íbúa til að flokka plast myndu margir ekki þrífa umbúð- irnar nógu vel,“ segir Guð mundur. Hann segir farm með skítugu plasti ekki hægt að endurvinna og fer hann því til brennslu. „Þá er spurning hvort plastið fari ekki bara í jarðgerðina. Við náum öllu því lífræna efni sem er á plastinu í jarðgerðinni, þá fengjum við meira af metangasi og orku. Við flokkum svo plastið frá eftir á og nýtum sem orkugjafa,“ segir Guðmundur. Hvenær slík endurvinnsla gæti orðið að veruleika er óvíst en Guð- mundur gerir ráð fyrir að það yrði að minnsta kosti fyrir árið 2015. katrin@frettabladid.is 90 prósent af rusl- inu má endurvinna RUSL Mikil gerjun er í ruslmálum en gera má ráð fyrir frekari endurvinnslu á plasti og lífrænum afgöngum næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURÍslenskar kartöflur hafa verið ófá- anlegar í búðum landsins síðan í apríl. Orsökin er gríðarlegur upp- skerubrestur síðasta sumar, þegar kartöflubændur í Eyjafirði og Þykkva- bæ töpuðu um 30 til 40 prósentum af uppskeru sinni. Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir ljóst að bændur hafi orðið fyrir tugmilljóna króna tapi vegna uppskerubrestsins sem orsakaðist af miklu kuldatíma- bili frá maí í fyrra. „Það skiptir mjög miklu máli að veðurlag sé gott á vaxtartíma. Kuldatíðin varð til þess að kart- öflurnar dugðu ekki nema fram í apríl.“ Bjarni segir afar sjaldgæft að varan sé ófáanleg á síðustu mánuðum áður en ný uppskera kemur í verslanir. Ein hverjir bændur hafa kannað hvort ekki sé hægt að fá bætur úr ríkissjóði vegna brestsins. „Á sama tíma var eld- gos svo það var ekki hægt að fá neitt,“ segir Bjarni. „Þrátt fyrir að þetta væru auðvitað líka náttúruhamfarir. Öll úti- ræktun grænmetis er svo háð veðri.“ Fyrsta kartöfluuppskeran í ár verður 10. júlí. „Þá verða allir rosalega glaðir því þetta er alveg gríðarlega góð vara þegar hún er svona ný,“ segir Bjarni. - sv Uppskerubrestur í fyrra orsakar kartöfluleysi nú: Nýjar íslenskar koma í verslanir 10. júlí KARTÖFLURÆKT Kartöflubændur á Norður- og Suðurlandi upplifðu mikinn upp- skerubrest í ræktun sinni á síðasta ári. Vefsíður Flugfélags Íslands eru nú virkar í snjallsímum. Á síðunum er hægt að bóka flug, sjá komur og brottfarir flugvéla og áætlun flugfélagsins. Einnig er hægt að skoða allar upplýsingar um vörur og þjónustu. Farsímaútgáfan hentar vel fyrir flestar gerðir snjall- síma, Android, Iphone, Ipad og nýrri gerðir af Nokia og Blackberry. Vefslóðir Flugfélags Íslands í snjallsímum eru: m.flugfelag.is, m.airiceland.is og m.airiceland.dk. ■ Tæknivæðing Flugfélagið nú í farsímanum Pappír og pappírsefni 25% Má setja í bláa grenndargáma og bláar ruslatunnur sem hægt er að panta hjá sveitarfélagi. Matarleifar 25% Má setja í moltukassa en einnig mun jarð- og gasgerðar- stöðin taka á móti matarleifum. Málmar 3% Sorpa flokkar nú þegar málma frá blandaða sorpinu, bæði með segli og með aðferð sem tekur ósegul- magnaðan málm. Bleiur 6% Eru niðurbrjótanlegar og munu fara í jarð- og gas- gerðarstöðina sem verður reist 2014. Fatnaður 4% Allan fatnað má setja í gám Rauða Krossins, líka gjörónýt föt, því þau eru tætt niður og endurnýtt. Gler 3% Má skila til Endurvinnsl- unnar. Gler er 100 prósent endurvinnanlegt og tapar ekki gæðum við endur- vinnslu. Annað 19% 11 prósent eru rusl sem ekki er hægt að greina. 8 prósent skiptast í mismunandi endur- vinnanleg efni, svo sem timbur og garðaúrgang. Plast 15% Þarf að hreinsa vel og setja í græna grenndargáma. Samsetning ruslsins í svörtu ruslatunnunum Pappír og pappi 25% Matarleifar 25% Plast 15% Málmar 3% Gler 3% Bleiur 6% Fatnaður 4% Annað 19% Hvað er í ruslatunnunni? ER SÚ HÆKKUN sem hefur orðið á vísitölu kaup- máttar launa frá botni í maí 2010 til apríl síðastliðins.6,93% BROSANDI ALLAN HRINGINN HÓTEL EDDA E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 5 8 6 12 HÓTEL ALLAN HRINGINN Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000. 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir • 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.