Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 18

Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 18
18 21. júní 2012 FIMMTUDAGUR E inhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var sam- þykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórn- unarkerfinu var lagt til hliðar. Nú gæti verið ástæða til að staldra við og líta um öxl, kannski svona eins og tuttugu ár aftur í tímann. Þá voru harðar deilur um fiskveiðistjórnunar- kerfið og margir búnir að átta sig á því óréttlæti sem fólst í því að afhenda tiltölulega litlum hópi fólks afnotarétt yfir fiskveiðiauðlindinni án nokkurs endurgjalds. Þá hefðu margir þurft að láta segja sér það þrem sinnum (eins og Njáll forðum) að árið 2012 yrði þverpólitísk samstaða um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Þetta hefðu þeir, sem þá voru að byrja að berjast fyrir veiðileyfagjaldi, talið stórsigur. Þeir hefðu sennilega ekki einu sinni leyft sér að láta sig dreyma um að veiðileyfagjaldið myndi árið 2017 skila í ríkissjóð upphæð, sem gæti dugað fyrir rekstri allra framhaldsskóla í landinu. Þegar málinu er stillt upp með þessum hætti, verður ekki annað séð en að þeir, sem vildu leiðrétta ranglætið í fiskveiði- stjórnunarkerfinu og koma á veiðileyfagjaldi, hafi unnið stór- sigur. Hin stóru mistök ríkisstjórnarinnar voru að fara af stað með alltof öfgafullar kröfur; hugmyndir um alltof hátt veiðigjald og alls konar misráðnar breytingar á fiskveiðistjórnuninni, sem hefðu dregið úr hagkvæmni sjávarútvegsins og komið niður á getu hans til að borga veiðigjald. Niðurstaðan á Alþingi er þess vegna líka umtalsverður sigur þeirra sem hafa barizt gegn þeim vitlausu hugmyndum. Veiðigjaldið er að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. Engin úttekt var gerð áður en Alþingi samþykkti frumvarpið á því hvað það myndi þýða fyrir einstakar útgerðir. Slík úttekt þarf að fara fram og hún gefur sennilega tilefni til að endur- skoða löggjöfina að ári. Það er engum í hag að kyrkja gullgæs- ina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu. Frumvarpið um aðrar breytingar á fiskveiðistjórnuninni á aldrei að koma aftur inn í þingið. Hugmyndirnar sem rötuðu inn í það frumvarp, um pólitískar kvótaúthlutanir, tak markanir á framsali og fleira, eru aðallega sprottnar af þröngum byggða- hagsmunum og myndu skerða almannahag ef þær yrðu að lögum. Þetta þrennt; samstaða um þjóðareign og afnotarétt, veiðigjald sem er lagað að greiðslugetu útgerðarinnar og fiskveiðistjórn- unarkerfi, sem áfram byggist á því að láta frjálsan markað búa til handa okkur sem mesta hagkvæmni og verðmæti, getur verið grunnurinn að þeirri margumtöluðu sátt um sjávarútveginn sem lengi hefur verið leitað að. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hring- inn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstak- lega glæsilegur fulltrúi golf íþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf ein- mitt á velvilja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjár- magn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðis- ráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bak- hjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélags- lega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði sam- félagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjar- félögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyf- ingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og vel- vilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður. Virðingarvert framtak Kiwanis Samfélags- mál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og vel- vilja. Tilgangurinn er góður. Hvað þýðir niðurstaðan í sjávarútvegsmálunum? Sigrar og sættir Einstaklega óheppilegt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú kveðið upp úr um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið jafnréttislög. Kona sem sótti um skrifstofustjórastarf hjá forsætis- ráðuneytinu var, að mati dómsins, jafnhæf og maður sem var ráðinn. Þetta hafði kærunefnd jafnréttismála áður úr skurðað, en ráðuneytið brást við með yfirlýsingu um málið sem héraðsdómur hefur nú staðfest að sé þess eðlis að greiða þurfi Önnu miskabætur vegna hennar. Það er einstaklega óheppi- legt, svo ekki sé meira sagt, að forsætisráðherra sé í slíkri stöðu og ekki óeðlilegt að spurningar um ábyrgð ráðherra vakni. Ekki bindandi úrskurðir Jóhanna hefur verið ötull talsmaður jafnréttismála allan sinn stjórnmálaferil. Í því skyni hefur hún, eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur bent á, ámálgað það að úrskurðir kærunefndar skuli vera bindandi. Hvernig það fer heim og saman við viðbrögð ráðuneytis Jóhönnu er vandséð, en þau brutu enn frekar á konunni sem ekki fékk starfið. Skýrslan gleymd Björgólfur Thor Björgólfsson skrifaði í gær pistil um að sorglegt væri að Alþingi hefði ekki samþykkt rannsókn á einkavæðingu bankanna. Það má taka heilshugar undir það. Rannsóknar- skýrsla Alþingis kemur sérstaklega inn á þennan þátt og veltir upp ýmsum spurningum. Það eitt hefði átt að duga þingmönnum til að setja af stað rann- sókn. Það var ekki gert, hverju sem um er að kenna. Raunar virðist eins og rannsóknarskýrslan sé flestum gleymd í dag, plagg sem hampað var sem bjarghring sökkvandi þjóðar. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.