Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 24
24 21. júní 2012 FIMMTUDAGUR Árið 1968 var Kristján Eld-járn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikil- hæfustu stjórnmálamönnum ald- arinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðis- flokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eld- járns völdu honum einkunnar- orðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heim- inum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrj- aldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatramm- ar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu“. Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslend- inga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Aust fjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eld- járn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissu- tími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnu- vegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stór- læti var Kristjáni Eldjárn fjar- lægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnu- lífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina“ áfram sem for- seti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafar þing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu“, sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameigin- legur arfur, réttlæti og heiðar- leiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórn- málamaður – stjórnmálaflokkur eins manns. Sannarlega eru blikur á lofti - eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Ís- lendingum - né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki. Ný löggjöf um menningar-minjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Til gangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningar- arfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningar minjum, skýra hug- tök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneyt- isins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hags- munaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hags- munaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frum- varpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Al þingis og fjölmargar ábendingar bár- ust um efni þess og inntak. Verð- ur því að telja að vinnu ferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um fram- gang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athuga- semda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um forn- leifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameigin- lega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunar- nefnd gerð að formlegri stjórn- sýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verka- skipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minja- vörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minja- stofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Forn- leifaverndar ríkisins og Húsa- friðunarnefndar, en þær stofn- anir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsa- friðunarsjóðs. Betri yfirsýn Nýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminja- safni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningar sögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið full- trúar sveitarfélaga, safna, skipu- lagsyfirvalda og annarra hags- munaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningar- minjar voru undirbúin í sam- hengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóð- minjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn fram undan notaður til að undirbúa fram- kvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna far- sællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningar- minjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Menningarminjar okkar allra Fremstur meðal jafningja – og stjórnmálaflokkur eins manns Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetastólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðar- innar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andstæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til for- seta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett Íslands- met í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrirleitinn vinstri maður í hófsaman og bljúgan frambjóðanda sem birtist í for- setabúningnum fínn og strok- inn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda lands- föðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. For- setinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægri- mönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart Alþingi. Málskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn frá stofnun lýðveld- isins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjöl- miðlalögin fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kirfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin – hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttar kennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurn tíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd for- setans í ruslflokki hjá almenn- ingi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru upp- teknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarps- maðurinn Ólafur Ragnar Gríms- son fari mikinn í erlendum fjöl- miðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafin. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlinn og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Penn- inn er máttugri en sverðið, jafn- vel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á sögu- öld. Nú dregur að forsetakosn ingum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta áramótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir spurnir fjöl- miðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúm- lega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjör- samlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskrifta- söfnuninni. Hrærður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forseta- búningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar því- lík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöð- unni. Óttinn er besti banda maður stjórnmálamanna í kosninga- kreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orð- rétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann.“ Staðreyndin er hins vegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðar- stef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina.“ Nýju fötin forsetans Forsetakosningar Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Forsetakosningar Sverrir Björnsson hönnuður Menning Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfið- leika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega. MAGNAÐAR RITDEILUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.