Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 34

Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGKassakerfi & sjóðsvélar FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20124 Náin og persónuleg þjónusta Rue de Net er ráðgjafafyrirtæki í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskiptalausnum. Auk þess veitir fyrirtækið ráðgjöf varðandi samþættingu upplýsingakerfa og hvernig rekstur þeirra er best tryggður með kerfisöryggi Rue de Net. Við leggjum áherslu á nána og persónulega ráðgjöf en ráðgjafi Rue de Net kemur að öllu verkferlinu, frá sölu til af- hendingar vöru, lausnar og þjón- ustu,“ segir Alfreð B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net. „Ráðgjafar ok kar eru vel menntaðir í tækni- og viðskipta- greinum og búa samtals yfir rúm- lega 100 ára reynslu í ráðgjöf og verkefnastjórn marg víslegra hugbúnaðarverkefna. Sérhæfing þeirra og reynsla er í viðskipta- og verslunarlausnum svo og Win- dows- og vefforritun og er nýjasta tækni ávallt í hávegum höfð.“ Viðskiptalausnir Rue de Net Rue de Net býður í endursölu við- skiptalausnir á borð við Microsoft Dynamics NAV, verslunarkerfið LS Retail, skýrslu- og viðskipta- greindarbúnaðinn QlikView svo og mannauðskerfið H3 frá Tölvu- miðlun. Rue de Net býður þar að auki sérkerfi í NAV eins og inn- heimtukerfi, bankaafstemm- ingakerfi, bankagreiðslukerfi og gengis innlestur. Einnig má nefna sérkerfi sem samþætta við NAV eins og tíma- og verkskráningar- kerfið Otto, viðskiptavinavef og fullkomna tengingu fyrir vef- verslanir. Verslunarkerfið LS Retail er fullkomin heildarlausn Rue de Net er samstarfsaðili LS Retail og hlaut nýverið viður- kenningu frá LS Retail fyrir frammistöðu á liðnu ári. LS Retail er íslenskt hugvit og alhliða versl- unar- og afgreiðslukerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics NAV. Þetta trausta kerfi er tilbúið til að þjónusta kröfuharða smá- sala af öllum stærðum og gerðum. Einn af kostum LS Retail er að um eina heildstæða lausn er að ræða svo ekki er þörf á að smíða, stilla og viðhalda mörgum kerfum og dýrum tengingum þeirra á milli. Aukin hagræðing með samþættingu Rue de Net Með uppsetningu á NETConduc- tor, samþættingarlausn frá Rue de Net, flæða viðskiptaupplýsingar betur milli NAV og annarra kerfa. Alfreð segir slíka samþættingu opna nýjar leiðir til sjálfvirkrar skráningar og endurnýtingar á viðskiptaferlum. „Sem dæmi má nefna að með samþættingu NAV við upplýs- ingakerfi CreditInfo má sjálf- virkt athuga hvort nýr viðskipta- vinur sé á vanskilaskrá áður en viðskipti eiga sér stað,“ útskýrir Alfreð. Hann segir fjölda slíkra sam- þættingalausna frá Rue de Net nær óþrjótandi. Sem dæmi megi nefna boðgreiðslutengingar við Valitor og Borgun, rafræn skjöl í netbanka, innheimtutengingar við Motus sem og samþættingu við landskrá- og húsabanka Fast- eignamats Ríkisins. Kerfisöryggi Rue de Net fylgist með fyrir þig „Kerfisöryggi Rue de Net byggir á vel skilgreindum ferlum prófana, vöktunar og endurgjafar þar sem fylgst er með kerfisvirkni til þess að tryggja áreiðanleika viðskipta- lausna,“ segir Alfreð. „Hlutverk kerfisöryggis er að sjá til þess að viðskiptalausnir hagi sér eðli- lega þegar réttir notendur þurfa á gögnum þeirra og aðgerðum að halda. Nánari upplýsingar um þjón- ustu Rue de Net er að finna á www.ruedenet.is og www.ruede- net.com. Rue de Net er einnig á Facebook, Linkedin og Twitter. Í fyrstu búðunum á Íslandi voru kaupmennirnir aðeins með reiknivél, kassa fyrir peninga og vigt. Í dag er öldin önnur. Flestir kaupmenn í dag nýta sér strika- merki en það hefur gjörbreytt kaupmennskunni hér á landi. Bónus var fyrsta íslenska versl- unin sem notaði slíka tækni í fyrstu búðinni. Þá var lítil þekking á þessari tækni og þess vegna voru sífelldar bilanir fyrstu dagana. Í dag þykir þetta kerfi fyrst og fremst þægilegt vegna þess að þjónustan verður hrað- virkari, auðveldara er að fylgjast með birgðum og minni hætta á röngu verði. Ekki eru þó allar búðir sem nota strikamerki. Margar fata- búðir nota enn þá gamaldags sjóðs vélar þar sem stimpla þarf inn verðið í hvert skipti. Það er ekki svo langt síðan sjóðsvélar komu í öll kvik- myndahús en það var árið 1994. Enn þá styttra er síðan kvikmyndahúsin byrjuðu að not a s t r i k a- m e r k i . Þ a ð verður örugg- lega ekki langt þ a n g a ð t i l allar verslanir verða komnar með strikamerk i eða þá að eitthvað nýrra og betra verði komið til að taka við af strikamerkjum í framtíðinni. Kassakerfi í aldanna rás Strikamerki hafa breytt viðskiptaháttum í heiminum. Þjónustan hefur ekki aðeins orðið hraðari heldur er meira öryggi og minni hætta á að vitlaust verð sé gefið upp. Nútímabúðarkassi. Þeir hafa breyst mikið á undanförnum árum og eru fullkomnari og þægilegri í notkun en eldri kassar. Strikamerkingar byrjuðu í fyrstu Bónusbúðinni. Starfsmenn Rue de Net hafa sérhæft sig í verslunarkerfinu LS Retail og bjóða milliliða- lausa og persónulega þjónustu. MYND/PJETUR Alfreð B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net. FJÖLBREYTTUR HÓPUR VIÐSKIPTAVINA Meðal verslana sem Rue de Net þjónustar má nefna Hagkaup, Útilíf, Debenhams, Karen Millen, Day, Warehouse, Evans, Zara, NOVA og Hljóð- færahúsið. Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, segir Rue de Net hafa verið augljósan kost. „Við kusum LS Retail NAV vegna þess að við teljum að háþróaðir eigin- leikar þess fyrir smásöluna geti gefið okkur það samkeppnisforskot sem við þurfum á að halda í dag,“ segir Sindri Már. „Auk þess gefur stöðug þróun LS Retail NAV okkur góðan grundvöll til að vaxa og bæta okkur í framtíðinni. Það var svo augljós kostur að velja Rue de Net til að sjá um framkvæmdina þar sem við höfum haft gott samstarf við fyrirtækið í ára- raðir og kunnum sérstaklega vel að meta milliliðalausa þjónustu þar sem málin eru leyst fljótt og vel.“ Margir kannast við það að hafa verið í búðarleik á sínum yngri árum. Búðarleikir eru sniðugir leikir fyrir börn þar sem þau æfa sig í reikningi og gera sér betur grein fyrir peningaviðskiptum. Algengt er að notaðir séu hlutir sem hafa ekkert verðmæti sem vörur í búðinni og yfirleitt er peningakassi notaður með í leiknum. Sé hann ekki til staðar er auð- velt að búa hann til úr til dæmis skókassa. Hægt er að búa til peninga með því að teikna á pappír og klippa út. Börnum finnst spennandi að vera í hlutverki kaup- mannsins og er óhætt að segja að næstum því alla hafi á einhverjum tímapunkti í lífinu dreymt um að vinna í búð. Leikir eins og Mono- poly geta einnig verið góðir fyrir börn til þess að hjálpa þeim að skilja hvernig viðskipti ganga fyrir sig en gott er að kenna þeim það snemma. Gott fyrir krakka að fara í búðarleik Búðarleikur er bæði skemmtilegur og þroskandi leikur. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.