Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 52
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is 40 Hin stórskemmtilega gaman- mynd What to Expect When You‘re Expecting var frumsýnd í gær. Þar segir frá fimm pörum sem tengjast öll á ævintýralegan hátt. Hvert þeirra stendur frammi fyrir þeirri breytingu að eignast barn en nýju aðstæðurnar reynast þrautin þyngri. Sagan er inn blásin af samnefndri metsölubók, sem er leiðarbók fyrir verðandi for- eldra, og fjallar meðal annars um stjörnu parið Jules, sem Cameron Diaz leikur, og Evan, leiknum af Matthew Morrison, sem eiga erf- itt með að sameina stjörnulíf- ernið og óvæntar uppákomur á meðgöngunni. Jafnframt kemur Jennifer Lopez fyrir sögu sem ljós- myndari sem reynir að sannfæra manninn sinn um að ættleiða með sér. Pörin lenda í ótrúlegustu að- stæðum vegna þessa sem ætti að kitla hlátur taugarnar. Sumrinu verður fagnað í Bíói Paradís með eins konar reggí- hátíð sem hefst í dag og stendur til sunnudags. Á dagskrá verður heimildarmyndin Rise Up!, sem tekur saman sögu reggí-tónlist- arinnar á Jamaíku, og reggígrín- myndin Rockers frá 1978. Bíó Paradís frumsýnir einnig á morgun kolsvörtu komedíuna Ber- nie, sem segir frá útfararstjóra sem myrðir óþolandi vinkonu sína og reynir að leyna því. - hþt Meðganga, reggí og kómedía Söngvamyndin Rock of Ages var frumsýnd í kvik- myndahúsum í gær. Leik- stjóri myndarinnar er Adam Shankman, en sá gerði einnig söngva- myndina Hairspray. Rock of Ages er byggð á sam- nefndum söngleik er slegið hefur í gegn á Broadway. Líkt og söng- leikurinn inniheldur kvik myndin meðal annars slagara á borð við Waiting For a Girl Like You með sveitinni Foreigner, Can‘t Fight This Feeling með REO Speedwa- gon og Every Rose Has Its Thorn með Poison. Kvikmyndin ger- ist í Los Angeles árið 1987 og segir frá barþjóninum og rokk- söngvaranum Drew Boley og söng- konunni Sherrie Christian sem bæði eiga sér þann draum að slá í gegn sem söngvarar. Bæði starfa þau á hinum vinsæla skemmti- og tónleikastað The Bourbon Room á Sunset Strip sem er þekktur fyrir að hýsa villta rokktónleika. Eig- andi staðarins, Dennis Dupree, sannfærir rokkstjörnuna Stacee Jaxx um að halda eina tónleika á staðnum í þeirri von að græða nóg til að geta borgað skuldir staðar- ins. Eiginkona borgarstjórans er þó ósátt við þau áform og reynir hvað hún getur til að koma í veg fyrir tónleikana og að fá synda- bælinu lokað í eitt skipti fyrir öll. Tónlistin spilar veigamikið hlut- verk í myndinni og má heyra lög með sveitum á borð við Def Leppard, Journey, Poison, Twisted Sister og Foreigner óma þegar persónurnar bresta í söng og því dugði ekkert minna en að ráða söngvara í aðalhlut- verk myndarinnar. Diego Andrés González Boneta fer með hlutverk Drew Boyle en sá hefur getið sér gott orð sem söngvari og leikari í heimalandi sínu, Mexíkó. Þjóðlagasöngkonan og dans- arinn Julianne Hough fer með hlutverk Sherrie Christian, en hún fór einnig með aðalhlut- verkið í endur gerð kvikmyndar- innar Footloose. Með önnur hlut- verk fara Russell Brand, Paul Giamatti, Catherine Zeta-Jones, Mary J. Blige, Malin Åkerman, Alec Baldwin og Tom Cruise sem leikur rokkgoðið Stacee Jaxx. Þó valinn maður sé í hverju rúmi hefur það ekki forðað myndinni frá slæmri gagnrýni og á vefsíðunni Rotten tomatoes. com fær myndin aðeins 42 pró- sent ferskleikastig. Flestum þykir söguþráðurinn þunnur og leikurinn ósannfærandi og fær Tom Cruise að auki misjafna dóma fyrir hlutverk sitt sem Stacee Jaxx. AF BROADWAY Í BÍÓHÚS Leikstjórinn Adam Michael Shank- man hóf feril sinn sem dansari á Broadway og kom einnig fram í myndbandi söngkonunnar Janet Jackson við lagið Amazing og í myndbandi söngkonunnar Paulu Abdul við lagið Opposites Attract. Hann hefur lengi unnið sem dans- höfundur og samdi meðal annars dansana fyrir tónleikaferðalög Spice Girls á sínum tíma. Hann er einnig dómari í sjónvarps- þáttunum So You Think You Can Dance og hefur sinnt því starfi frá því að þriðja þáttaröðin fór í loftið. Shankman hefur leikstýrt nokkrum kvikmyndum í fullri lengd en einnig leikstýrt einstaka sjónvarpsþáttum og ber þar helst að nefna Glee og Modern Family. DANSAÐI MEÐ PAULU ABDUL ROKKGOÐIÐ Tom Cruise fer með hlutverk Stacee Jaxx í söngvamyndinni Rock of Ages sem frumsýnd var í gær. FÖÐURHLUTVERKIÐ Tveir meðlimir „gauraklúbbsins“ sem Holly, leikin af Jennifer Lopez, lætur manninn sinn hitta til að sannfæra hann um ágæti föðurhlutverksins. BJÓ Í RÆKTINNI Anne Hathaway viðurkennir að hún hafi bókstaflega búið á líkamsræktarstöðinni til að komast í búning kattarkonunnar fyrir nýjustu Batman- mynd Christopher Nolan, The Dark Knight Rises. Myndin er frumsýnd í lok júlí en ásamt Hathaway leika Christian Bale, Tom Hardy og Marion Cotillard í myndinni. Leikkonan Kristen Stewart trón- ir á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu leikkonur í heimi með tæpa sex milljarða íslenskra króna í laun á síðasta ári. Stewart skýtur mörgum eldri og reyndari leik konum í Hollywood ref fyrir rass á listanum en í fyrra var hún í fimmta sæti. Ástæðan fyrir góðu ári Stewart er frumsýning mynd- arinnar Snow White and the Huntsman og Twilight-mynd- anna en Stewart náði að rúmlega tvöfalda laun sín fyrir síðustu tvær myndirnar í seríunni ásamt því að hún fékk hluta af ágóðanum. Í öðru sæti listans má finna Cameron Diaz með rúmlega f j ó r a m i l l j - arða íslenskra króna í laun sem má rekja t i l ve l ge n g n i myndarinnar Bad Teacher sem hún lék aðalhlutverk- ið í. Sandra Bul- lock er í þriðja sæti og Angelina Jolie í því fjórða. Jennifer Aniston situr í tíunda sæti listans góða. Hæst launuðu leikkonur Hollywood 2. SÆTI Cameron Diaz. 3. SÆTI Sandra Bullock. 4. SÆTI Angelina Jolie.1. SÆTI Kristen Stewart. MAGNAÐAR RITDEILUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.