Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.06.2012, Qupperneq 54
42 21. júní 2012 FIMMTUDAGUR Bíó ★★★★ ★ Intouchables Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smá- krimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverka- sýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóð- félagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmynda- listin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn“ og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafn- ingunum að skemmta sér“ eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum sam- leik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boð- skapurinn sé klisjukenndur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endur- skoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi. FRÁBÆRIR Aðalleikarar myndarinnar hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: REGGÍSUMAR: RISE UP+TÓNLEIKAR OJBA RASTA 20:00 UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 17:50, 20:00, 22:10 SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 TYRANNOSAUR 18:00 BLACK’S GAME 20:00, 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. Út að borða og í bíó á Sumartíð og Ung! Sushisamba og Tapasbarinn. FRUMSÝND Á MORGUN 22. JÚNÍ BERNIE JACK BLACKMATTHEW McCONAUGHEYSHIRLEY MACLAINE SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 5.45 - 8 - 10 12 PIRANHA 3D KL. 10.20 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 16 WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING LÚXUS KL. 5.35 - 8 L MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L PRIANHA 3DD Ó TEXTUÐ KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 10.30 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 STUNDUM ÞARFTU AÐ STÍGA INN Í LÍF ANNARRA, TIL AÐ SJÁ HVAÐ VANTAR Í ÞITT. MYNDIN SEM ER AÐ SLÁ Í GEGN UM ALLAN HEIM! -V.J.V., SVARTHOFDI.IS - H.S.S, MBL - ROGER EBERT WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 8 - 10.10 L MIB 3 2D KL. 5.30 10 WHAT TO EXPECT 5.50, 8, 10.15 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 4, 8 MADAGASKAR 3 3D 4, 6 MADAGASKAR 3 2D 4 PROMETHEUS 3D 10.20 SNOW WHITE 7, 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert EGILSHÖLL 12 12 12 10 16 16 16 16 V I P 12 12 12 L L L L L L L ÁLFABAKKA 12 12 L L AKUREYRI 16 JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MILEY CYRUS DEMI MOORE 12 12 12 L L L KRINGLUNNI 12 12 16 KEFLAVÍK L SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á FRÁ LEIKSTJÓRA HAIRSPRAY KEMUR PARTÝMYND SUMARSINS Bætir, hressir og kætir Ian Anderson úr Jethro Tull spilar á tvenn- um tónleikum í Hörpu í kvöld og á morgun. Hann er að koma til Íslands í fimmta sinn og hlakkar til að spreyta sig í Eldborgar- salnum. Tónlistarmaðurinn heimsfrægi Ian Anderson úr Jethro Tull er kominn til landsins ásamt hljóm- sveit sinni til að flytja meistarastykki sitt Thick as a Brick í heild sinni í Hörpu. Einnig verður fram- hald hennar, Thick as a Brick 2, sem kom út fyrr á árinu, flutt. Fyrstu tónleikar Andersons og félaga voru í Bret- landi í apríl. Síðan þá hafa þeir spilað víða um heim og núna eru þeir bókaðir þangað til í nóvember á næsta ári. „Venjulega höldum við um eitt hundrað tónleika á ári. Við ætluðum bara að spila Thick as a Brick á þessu ári en við höfum fengið mörg tilboð, þar á meðal frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Japan. Svo verðum við líka á evrópskum tónlistarhátíðum,“ segir Anderson í spjalli í Hörpu. Áður en viðtalið hófst neitaði Anderson að taka í höndina á blaðamanni, ekki af illgirni, heldur af ótta við sýkla enda afar slæmt að kvefast í miðri tónleikaferð. „Ég tek aldrei í hendurnar á fólki á tónleikaferðum,“ sagði hinn varkári Anderson sem tekur starf sitt greinilega alvarlega. Aðspurður segist hann aldrei hafa búist við að spila Thick as a Brick fjörutíu árum eftir að hún kom út. „Ég hlustaði á plötuna og fannst það von- laust að spila hana alla á tónleikum, því á henni er ég oft með tvær flautur, tvo gítara og raddir á sama tíma,“ segir Anderson, sem tókst þó ætlunar verkið með hjálp hljómsveitarinnar. „Við spilum frekar hljóðlega. Ég lærði það fyrir löngu að það gengur ekki að vera með mikinn hávaða og kraftmikla magnara á sviðinu. Því hljóðlegra, þeim mun betra fyrir hljóðmanninn, hljóðkerfið og áhorfendurna.“ Hinn 64 ára gamli Anderson, sem kemur frá Skotlandi, er að spila hér á landi í fimmta sinn og hlakkar til að stíga á svið í Hörpu. „Ég hef séð hana rísa upp úr engu. Efnahagsástandið hefur örugg- lega haft eitthvað að segja um byggingarferlið en vonandi á hún eftir að reynast Íslendingum vel. Það væri samt gaman að sjá nokkrar litlar byggingar eins og þessa annars staðar á landinu. Ég væri mjög til í að spila úti á landi en því miður sjá tónleika- haldarar ekki hag sinn í að halda slíka tónleika.“ Hann er frægur fyrir þverflautuleik sinn og að standa á öðrum fæti á sama tíma. Aðspurður segist hann spila á „þjófaflautuna“ sína þegar hann er á tónleikaferðalagi af ótta við að henni verði stolið. Hann hefur samt aldrei lent í því. Önnur flauta sem hann á hvarf reyndar í sex mánuði. „Þegar ég sá hana loksins mundi ég hvað varð um hana. Hún hafði ferðast eitt hundrað milljón kílómetra frá því ég sá hana síðast,“ segir hann. Geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni, sem er áhugaflautuleikari, hafði þá fengið hana lánaða. „Við spiluðum flautu- dúett þegar hún var úti í geimi. Þetta var í beinni útsendingu í Rússlandi þegar fimmtíu ár voru liðin síðan Júrí Gagarín fór út í geiminn.“ Anderson lofar skemmtilegum tónleikum í Eld- borgarsalnum. Þeir verða tvennir. Uppselt er á þá fyrri í kvöld en eitthvað er til af miðum á tónleika föstudagsins. freyr@frettabladid.is Gengur ekki upp að vera með hávaða á sviðinu Á ÖÐRUM FÆTI Ian Anderson stendur á öðrum fæti með flautuna í hendi eins og hann er svo þekktur fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.