Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 21.06.2012, Síða 58
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR46 golfogveidi@frettabladid.is Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ stóð Golfsamband Íslands fyrir sér- stökum golfdegi í gær. Fyrir liggur að keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904, og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning. Fjöldi golfklúbba tók á móti börnum og unglingum og kynnti þeim golfíþróttina. Markið er sett hátt enda er golf næstvinsælasta íþrótt landsins í dag. Myndir Daníels Rúnarssonar ljósmyndara sýna að það er hugur í yngstu kynslóðinni, en allir aldurshópar komu saman við æfingar í gær og nutu dagsins. Ólympíuleikar eru takmarkið VAR SÍÐAST KEPPT í golfi á Ólympíuleikum.1904 MANNS eru í golf-klúbbum hér á landi. 17.000 FRAMTÍÐARMENN Þessir ungu herramenn létu ljósmyndun ekkert á sig fá við æfingar í gær. Uppgangur í íþróttinni á undanförnum árum hefur þegar skilað stórum hópi af ungu fólki sem getur náð langt fái það svigrúm til æfinga og fjármagn til að láta drauma sína rætast. ÍÞRÓTT FYRIR ALLA Það voru ekki allir sem mættu til golfiðkunar í gær sem hafa Ólympíuleikana 2016 sem gulrót til að ná árangri. MIKILVÆGASTA KYLFAN Það voru margir sem tóku púttarann í gær enda hefur það verið haft fyrir satt að sá sem ekki æfir sig á flötunum verður alltaf í vandræðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.