Fréttablaðið - 10.08.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 10.08.2012, Síða 10
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR10 MYNDASYRPA: Frægir á Ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í London hafa verið afar vel sóttir af íbúum borg- arinnar og íþróttaáhangendum alls staðar að úr heiminum. Valgarð- ur Gíslason ljósmyndari hefur fylgst með mannlífinu á leikunum og rekist á ýmis kunnugleg andlit. Allir hafa áhuga á Ólympíuleikunum VINKAÐ TIL FJÖLDANS Bandaríski Óskarsverðlaunahafinn Kevin Spacey er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en færri vita að hann er listrænn stjórnandi-Old Vic leikhússins í London þar sem hann er því með annan fótinn. Spacey sótti meðal annars setningarathöfn Ólympíuleikanna. FASTAGESTUR Bill Gates, stofnandi Microsoft og fyrrum ríkasti maður heims, gerði sér ferð til London til að fylgjast með Ólympíuleikunum en þetta eru þriðju sumarleikarnir í röð sem hann heimsækir. HINU BRESKA FAGNAÐ Breska Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren hefur sótt fjölda viðburða á Ólympíuleikunum síðustu daga. Mirren er einnig eins konar þátttakandi í leikunum því hún kemur fyrir í myndbandi sem sýnt er á sumum keppnisstöðum þar sem hópur þekktra Breta biður áhorfendur vinsamlegast um að hafa hljóð á leikrænan hátt. HEPPIN STÚLKA Hjartaknúsarinn Ryan Seacrest sem stjórnar þáttunum vinsælu American Idol í Bandaríkjunum hefur flutt fréttir af Ólympíuleikunum fyrir NBC-sjónvarpsstöðina. Hann hefur heima fyrir verið gagnrýndur fyrir litla þekkingu á viðfangsefninu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.