Fréttablaðið - 10.08.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 10.08.2012, Síða 30
8 • LÍFIÐ 10. ÁGÚST 2012 týndur og hún kærði sig ekkert um að leita að honum eða sýna þær myndir. Ári síðar barst talið aftur að myndakassanum og Hrafnhild- ur færðist undan og vildi lítið tala um kassann. Daginn eftir var bankað heima hjá mér, ég fór til dyra og viti menn þar stóð Hrafnhildur glottandi með myndakassann og sagði ,„Hér er kassinn og ég treysti þér.“ Ég varð svo glöð að ég hljóp inn og náði í símann minn til taka mynd af þessu „momenti“, ég bara varð að festa þetta á filmu. Ég var afar þakk- lát fyrir traustið sem hún sýndi mér og við fórum í gegnum myndirnar og allar þær erfiðu minningar sem þeim fylgdi. Voru einhverjar sérstakar hindranir á veginum við gerð myndarinnar? Það kom mér á óvart þegar ég hóf fjár- mögnun myndarinnar fyrir fjórum árum hversu mörg fyrirtæki vildu ekki tengjast myndinni því hún væri um transfólk – það gæti skaðað ímynd fyrirtækisins. Mér krossbrá því fyrir mér var þetta mannrétt- indamál og stuðningur við hóp sem hafði ekki notið réttinda í kerfinu. Það kom mér líka á óvart hversu erfitt var að fá fagfólk í viðtöl fyrst um sinn. Heilbrigðisstarfsmenn voru hræddir, ég upplifði þessa um- ræðu sem mikið „tabú“ þegar ég byrjaði. Umræðan hefur hins vegar breyst gríðarlega á síðasta ári sem er gleðilegt. Var Hrafnhildur aldrei hrædd við að opinbera þetta ferðalag sitt? Hrafn- hildur var óviss frá upphafi hvort það væri rétt fyrir hana að opinbera ferðalag sitt með þessum hætti. Þegar ég spurði hana fyrst hvort ég mætti fylgja henni eftir í gegnum ferlið sagði hún nei. Þegar við svo ræddum um tilgang myndarinnar skipti hún um skoðun. Hún vildi segja sögu sína til að hjálpa öðrum. Hvernig leið henni er hún horfði á myndina? Hrafnhildur sá mynd- ina fyrst á frumsýningunni! Ótrú- legt en satt. Þegar ég var búin að grófklippa myndina bauð ég henni að horfa á hana en þá fannst henni hún ekki tilbúin að sjá hana. Svo leið tíminn og hún ætlaði alltaf að sjá myndina þegar hún væri næst- um fullunnin. Hún treysti sér hins vegar aldrei til þess og að lokum ákvað hún að horfa bara á hana á frumsýning- unni. Hvaða þýðingu hefur þessi mynd fyrir transfólk á Íslandi yfir höfðuð? Ég held að myndin hafi mikla þýð- ingu. Það hefur lítið verið rætt um málefni transfólks undanfarin ár, að undanskildu þessu ári. Réttinda- barátta transfólks er rétt að hefjast hér á landi og nú í júní tóku gildi lög um réttindi þess. Eigum við mögulega von á fleiri heimildarmyndum eftir þig? Já, ég er nú þegar byrjuð á nýrri mynd en það kemur í ljós síðar um hvað hún er. Haustið á RÚV– munum við halda áfram að sjá þig á skjánum þar? Þessa dagana er ég að klára upp- tökur á Ísþjóðinni sem eru þættir um ungt afreksfólk. Ég er einmitt á leiðinni á Ólympíu leikana til þess að fylgja maraþonhlauparanum Kára Steini Karlssyni eftir en hann verður einn af viðmælendum Ísþjóðarinnar í ár. Hefur gengið vel að sameina fjöl- skyldulífið og óreglulegan vinnu- tíma í kringum sjónvarpsstarfið og heimildarmyndina? Það er auðvitað stundum erfitt að sameina þetta allt en það gengur með góðum manni. Eitthvað að lokum? „Að þora er að missa fótanna um stund, að þora ekki er að tapa sér að eilífu,“ lífs- speki úr dagbók Hrafnhildar sem hefur fylgt mér síðan við kynnt- umst. UPPÁHALDS HREYFINGIN Hlaup og hitt og þetta MATUR Nautasteik VEITINGASTAÐUR Hereford HVAÐA SNYRTIVÖRUR NOTAR ÞÚ DAGLEGA Harmony kinnalit frá Mac og maskara frá Estée Lauder HÖNNUÐUR Enginn sérstakur TÍMARIT Vogue SJÓNVARPSÞÁTTUR Allir þættir Stephen Fry. FRAMHALD AF SÍÐU 7 www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda MYND/ELENA LITSOVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.