Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 10. ágúst 2012 23 Meðlimir pönksveitarinnar Fræbbblarnir munu koma saman og troða upp á opnun málverkasýningar Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur á Kex- inu í kvöld. Nokkrir meðlimir sveitarinnar eru í matarklúbbi ásamt Guð- rúnu sem kallaður er Goutons Voir. „Maðurinn minn var með þeim í menntaskóla og við höfum verið saman í matarklúbb frá áttatíu og eitthvað,“ segir Guðrún Benedikta og bætir við: „Þetta byrjaði reyndar sem víngerðarklúbbur, sem útskýrir nafnið Goutons Voir, en svo hefur þetta þróast út í matarklúbb með árun- um.“ Guðrún Benedikta segist ekki vera vön að hafa tónlistaratriði eða aðrar uppákomur á sýningum sínum en að þetta hafi verið sameiginleg hugdetta hennar og meðlima Fræbbblanna. Það var þó ekki einfalt starf að samræma dagskrá Kexins, hljómsveitarmeðlimanna og hennar. „Nei, það tók margar vikur að finna hentuga dagsetningu enda þurfti að sam- ræma dagskrána á Kexinu, heila hljómsveit í sumarfríi og mig.“ Guðrún Benedikta mun sýna átta stór verk í Gym og Tonic-sal Kexins en fjögur verkanna voru áður til sýnis á hinni virtu Cal-sýningu í Lúxem- borg, þar sem Guðrún hefur verið búsett síðustu sjö ár. Sýningin opnar klukkan 22 í kvöld og stendur til 16. ágúst. - sm Fræbbblarnir rokka á málverkasýningu PÖNK Á OPNUN Listakonan Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar listasýningu á Kexinu í kvöld. Pönksveitin Fræbbblarnir mun stíga á stokk í tilefni þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA Ben Affleck er í samræðum við Warner Bros um að leikstýra nýrri ofurhetjumynd um The Justice League. Þessu heldur vef- síðan Empireonline.com fram. Affleck er enginn nýgræðingur þegar kemur að ofurhetjum því hann lék sem kunnugt er orðið Daredevil fyrir rúmum áratug síðan. Hann ætti því að vera öllum hnútum kunnugur ef að því kæmi að hann tæki að sér að leikstýra ofurhetju- mynd Warner Bros. Affleck leikstýrði síðast spennu- myndinni The Town og myndin Argo, sem hann leikstýrir einnig, er væntan- leg innan skamms. Leikstýrir ofurhetjum LEIKSTÝRIR Ben Affleck gæti leikstýrt nýrri ofur- hetjumynd Warner Bros. NORDICPHOTOS/ GETTY Jennifer Aniston og Justin Ther- oux gætu verið hætt saman ef marka má nýjustu fréttir. Parið hefur ekki sést saman í þó nokk- urn tíma og velta nú slúðurmiðlar þar vestra því fyrir sér hvort þau séu hætt saman. Hollywood Life telur að parið sé vissulega hætt saman og að ástæðan hafi verið það hversu tregur Theroux er til að bind- ast Aniston. Tímaritið heldur því einnig fram að parið hafi snætt saman þann 11. júlí og tekið þá ákvörðun að enda sam- band sitt. „Máltíðin stóð ekki lengi og þau yfirgáfu staðinn í skyndi og gengu út hvort í sínu lagi. Þegar þau komu í bílinn sátu þau hvort í sínum endan- um og Jennifer faldi andlit sitt í höndunum,“ hafði tímaritið eftir sjónarvotti. Annað tímarit hefur eftir heimildarmanni sínum að Aniston hafi heimtað hjónaband og þegar kærastinn tók því fálega ákvað hún að slíta sambandinu. Hætt saman ERFIÐLEIKAR? Slúðurmiðlar vilja meina að Jennifer Aniston og Justin Theroux séu hætt saman. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.