Fréttablaðið - 10.08.2012, Side 44

Fréttablaðið - 10.08.2012, Side 44
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR28 lifsstill@frettabladid.is KYNLÍF Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningarmerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum lík- ama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormóna eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og lík- amsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögu- legt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frá- sögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og til- veruna og hvetja til dáða. Ég upplifi alltof oft að fólk hengi allt sitt trúarlega kerfi á kyn. Þú átt að hegða þér á ákveðinn hátt, hafa ákveðin áhugamál, laðast að gagn- stæðu kyni og ekki vera með neitt vesen. Ekki vera frávik, það er svo óþægilegt fyrir kassalagaðan hugs- anahátt. Það er stundum líkt og persónuleg breyting, lítil eða stór, storki öðru fólki. Það tekur upplif- un annarra persónulega og bregst ókvæða við. Kannski erum við bara hrædd við breytingar og það sem við þekkjum ekki. Þess vegna er þessi mynd mikilvæg. Svo þú getir skilið betur hvað sá sem gengur í gegnum kynleiðréttingu upplifir, svo þú getir séð manneskjuna sem einstakling óháð líffræðilegu kyni. Kyn, kynfæri, staðalímyndir og kynhneigð eiga ekki að vera þættir sem stýra því hvernig okkur þykir einstaklingur vera eða eiga að vera. Við eigum að geta horft lengra og tekið fólki eins og það er, þó það sé ólíkt okkur sjálfum. Ég hvet þig til að fara í bíó með fólki sem þér þykir vænt um, börn- um og eldri borgurum, og fagna því að einstaklingur hafi hugrekki og þor til að vera hin besta útgáfa af sjálfri sér. Þó það sé öðruvísi eða óalgengt eða jafnvel sumum þyki það skrýtið. Kannski verður þetta þér hvatning til að gera eitthvað í þínum málum eða styðja þína nán- ustu til að vera eins og þeir eru. Fögnum fjölbreytileikanum og fólki sem sigrast á erfiðleikum, um það snýst þetta líf! Að hugsa út fyrir kassann KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is PRÓSENT af árstekjum hönnuðarins Michaels Kors koma af sölu fylgihluta. Þetta er einnig tilfellið hjá öðrum hönn- uðum og tískuhúsum eftir að harðna tók í ári. Konur eyða heldur fjármunum í góða skó eða tösku en í dýrar flíkur.75 HEILSA Heiðarleiki hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks. Rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu American Psychological Association leiddi þetta í ljós. „Bandaríkjamenn ljúga að meðaltali um ellefu sinnum á viku og við vildum komast að því hvort heiðarleiki hefði bein áhrif á heilsu fólks,“ sagði Anita E. Kelly, sálfræðiprófessor við Notre Dame-háskólann Alls tóku um 110 manns á aldr- inum 18 til 71 árs þátt í rannsókn- inni. Helmingnum var ætlað að hætta að ljúga í tíu vikur á meðan hinn helmingurinn átti ekki að breyta neinu hvað viðkom lygum og ýkjum. Vikulega tóku þátttak- endur lygapróf til að komast að því hvað þeir höfðu logið oft á síð- ustu dögum og voru einnig látn- ir gangast undir heilsufars próf. Bein tenging þótti vera milli færri lyga og betri heilsu. Hreinskilni er góð EKKI LJÚGA Færri lygar bæta heilsu fólks og sambönd þeirra einnig. NORDICPHOTOS/GETTY Rakel Húnfjörð lét draum- inn rætast nú í júlí og opn- aði umhverfisvænu lífs- stílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. HÖNNUN „Það eru til nokkr- ar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Rad- ísa er alveg ein sinnar tegundar,“ segir Rakel Húnfjörð sem opnaði verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífs- stíls- og heilsuverslun með fjöl- breytt úrval vara, allt frá barna- vörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. „Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega vel- komnir líka,“ segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til end- urunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. „Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsu- tengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prófa að breyta mataræðinu heima fyrir og þá fór boltinn að rúlla,“ segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu til annarra. „Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínu- lítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki,“ bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búð- arborðið í Radísu svo viðskipta- vinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnar- firði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. „Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara um tuttugu fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona versl- un. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin,“ segir Rakel að lokum. tinnaros@frettabladid.is LÍFRÆN LÍFSSTÍLSVERSLUN LÍFRÆN ÁSTRÍÐA Rakel hefur lengi haft áhuga á öllu náttúrulegu og heilsutengdu og segir opnun verslunarinnar vera langþráðan draum að rætast hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í versluninni Radísu eru til sölu Fair Trade-sanngirnisvottaðar vörur. Margir þekkja hugtakið án þess þó að vita fyrir hvað það stendur. Í stuttu máli er Fair Trade leið til að berjast gegn fátækt í heiminum og stuðla að auknum mannrétt- indum. Vörur sem bera merkið eru unnar af vinnufólki sem fær sann- gjörn laun fyrir vinnu sína, eru ekki unnar af börnum í þrældómi, eru líf- rænt ræktaðar og stuðla að jafnrétti. Með kaupum á vöru merktri Fair Trade er alþjóðleg barátta bænda og framleiðanda um sanngjörn laun fyrir vöru þeirra studd. Smábændur í þriðja heims ríkjum eiga til að mynda oft erfitt með að fóta sig á heimsmarkaði þar sem oft er milli- liður að viðskiptunum sem eigna sér hagnaðinn. Fair Trade samningur útilokar þessa milliliði. Fair Trade Labelling Organizations International (FLO) er alþjóðlegur úttektaraðili merkisins sem er veitt með leyfi frá The International Fairtrade Organization, alþjóðlegum samtökum sann- girnisvottunar. Úttekt fer fram árlega og jafnvel oftar ef þörf er á. HVAÐ ER FAIR TRADE? FAIR TRADE Allar Fair Trade-vott- aðar vörur bera þetta merki. Breidd: 187 cm Dýpt: 95 cm Heilsudýna: 140x200 cm Frá vegg: 240 cm Senseo 2ja sæta svefnsófi ÁGÚST-TILBOÐ Kr. 329.600,- Verð áður 412.000,- TILBOÐSDAGAR Í ÁGÚST ÁTTU VON Á GESTUM? 268 cm, Dýpt: 95 cm Tunga: 163 cm Frá vegg: 240 cm Heilsudýna: 1 40x200 cm Senseo tungusófi ÁGÚST-TILBOÐ Kr. 446.250,- Verð áður 595.000,- 25% afsláttur í ágúst RAGNHILDUR STEINUNN OG HRAFN- HILDUR. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.