Fréttablaðið - 17.08.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
veðrið í dag
17. ágúst 2012
192. tölublað 12. árgangur
PLÖNTUR Í FÓSTURMæðgurnar Elsa Pétursdóttir og Rakel Steinarsdóttir bjóða fólki
að koma með plöntur eða tré úr garðinum sínum og setja í fóstur
í Mæðragarðinum í Lækjargötu milli 14 og 17 á menningarnótt.
Mæðragarðurinn er á milli Miðbæjarskóla og MR.
M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þáttinn Eldað með Holta á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti úr Holta-kjúklingi frá Reykjagarði. Á föstu-dögum birtast þessar uppskriftir hér á forsíðu Fólks. Í dag er Kristján með uppskrift að hvítlauksmarineruðum
kjúklingabringum ásamt kirsuberja-tómötum á spjóti, graslaukssósu og nýuppteknum íslenskum kartöflum. Hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld
klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Þættirnir eru endursýndir yfir helgina
en einnig er hægt að horfa á þá á hei-
masíðu ÍNN, www.inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson í þáttunum Eldað
með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir alla föstudaga. Hér er hann með
hvítlauksmarineraðar kjúklingabringur, graslaukssósu og grillaðar kartöflur.
MARINERING OG K Ú
HVÍTLAUKSMARINERAÐAR HOLTA BRINGUR
MEÐ GRASLAUKSSÓSU OG GRILLUÐUM ÍSLE
TILBOÐSDAGAR
15-30% AFSLÁTTURAF BLOMBERG HEIMILISTÆKJUMOfnar, helluborð, uppþvottavélar, kæliskápar og fleiri heimilistæki frá Blomberg á frábærum tilboðsverðum.
Blomberg BEO9444X BÖKUNAROFN
Áður 109.990 Nú 89.990
Blomberg GUN3200X UPPÞVOTTAVÉL / STÁL
Blomberg MIN54306NSPANHELLUBORÐ
Áður 99.990 Nú 79.990
Blomberg WNF7462A20ÞVOTTAVÉL 7kg / 1600sn
Áður 119 990
Nokkur
verðdæmi
17. ÁGÚST 2012
FRÆGIR FLYTJA TIL
BARCELONA
VÍTAMÍN OG SAFAR
FYRIR HAUSTIÐ
MADONNU-AÐDÁANDI
UPPLIFÐI DRAUMINN
EFI / MORGUNBLAÐIÐ
„... stórtíðindi öllum unnendum myndlistar.“ P B B / F R É T T A T Í M I N N
Í S L E N S K L I S T A S A G A
Boðið heim
Íbúar í miðborginni bjóða
gestum heim í vöfflur,
kaffi og skemmtiatriði á
menningarnótt.
Mark í hverjum hálfleik
Kolbeinn Sigþórsson
raðar inn mörkum með
fótboltalandsliðinu.
sport 40
Ráðleggingar til hlaupara
Kári Steinn gefur
hlaupurum 10 góð ráð fyrir
Reykjavíkurmaraþonið.
lífsstíll 34
Frelsið besta vopnið
Joakim Hammerlin
ræðir um lærdóma af
hryðjuverkunum í Noregi.
föstudagsviðtalið 16
DÁLÍTIL VÆTA Í dag verður strekk-
ingur með SA-stöndinni en annars
fremur hægur vindur. Dálítil súld
A- og S-til og stöku skúr síðdegis
V-lands. Skýjað að mestu N-til. Hiti
10-20 stig.
VEÐUR 4
14
17
17
14
13
VIÐ ÆGISÍÐU Þessi fjölskylda nýtti góða veðrið til hlaupa á Ægisíðunni í gær. Um alla borg mátti sjá hlaupara taka síðustu
æfinguna fyrir stóra hlaupadaginn á morgun. Metfjöldi hefur skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið að þessu sinni, eða rúmlega tíu
þúsund manns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÆKNISFRÆÐI Sjúklingar sem taka þátt í lyfjarann-
sóknum upplifa oft og tíðum aukaverkanir lyfja, jafn-
vel þó þeir taki ekki lyfin sjálf heldur lyfleysu. Þýsku
prófessorarnir Paul Enck og Winfried Häuser skrifa
grein um málið í New York Times.
Þar segja þeir frá 31 rannsókn sem sýni fram á
þetta. Lyfleysa er kölluð placebo á erlendum tungum
og þau áhrif sem prófessorarnir lýsa eru nefnd
nocebo. Ein rannsókn sýnir að ellefu prósent
þeirra sem fengu lyfleysu í rannsókn á
lyfjum við taugasjúkdómi sögðu sig frá
henni, vegna aukaverkana.
Einn þátttakandi í rannsókn á þunglyndislyfjum
reyndi að fremja sjálfsmorð með því að gleypa 26
töflur af lyfleysu. Þrátt fyrir skaðleysi taflanna féll
blóðþrýstingur viðkomandi niður fyrir hættumörk.
Prófessorarnir segja að sjúklingar finni frekar
fyrir aukaverkunum ef þeir viti af þeim. Helmingi
karla sem tóku lyf við stækkun blöðruhálskirtils
var sagt frá því að risvandamál gætu orðið við
töku lyfjanna, en hinum ekki. Af þeim sem
vissu um vandamálið upplifðu 44 pró-
sent það, en aðeins fimmtán prósent
hinna. - kóp
Upplýsingar um aukaverkanir lyfja auka líkur á að sjúklingar finni fyrir þeim:
Fá aukaverkanir af lyfleysum
NEYTENDUR „Við erum bara í sjöunda
himni,“ segir Jóhannes Jónsson,
eigandi matvöruverslanakeðjunn-
ar Iceland. „Þetta er alveg æðis-
gengið.“
Iceland mældist oftast með
lægsta verðið í nýjustu verðkönn-
un verðlagseftirlits ASÍ. Er þetta í
fyrsta sinn sem verslunin tekur þátt
í könnuninni, enda var hún einung-
is opnuð fyrir nokkrum vikum hér
á landi. ASÍ kannaði matvöruverð í
átta lágvöruverðsverslunum og stór-
mörkuðum á þriðjudag.
Jóhannes segist hafa haft ákveð-
inn grun um að Iceland myndi mæl-
ast með lægsta verðið, en verslan-
ir Bónuss, sem Jóhannes stofnaði
og átti um árabil, hafa oftast verið
ódýrastar samkvæmt könnunum
ASÍ. Af þeim 96 vörutegundum
sem skoðaðar voru, var Iceland
með lægsta verðið á 45 tegundum en
Bónus kom þar á eftir með lægsta
verðið á 24 tegundum. Samkaup-
Úrval var oftast með hæsta verðið,
en þar á eftir kom Nóatún. Kostur
og Víðir neituðu að taka þátt í könn-
uninni.
Aðspurður hvort það stefni nú í
verðstríð á lágvöruverðsmarkaðn-
um svarar Jóhannes: „Það er nátt-
úrlega verðstríð alla daga. En það er
fljótt að étast upp ef maður er með
þrjátíu búðir. Það þarf meira til,“
segir hann. „Ég tel mig vera kom-
inn á þá braut sem ég ætla mér.“
Hann stefnir á að opna fleiri Ice-
land-verslanir hér á landi, en segir
þó ekkert liggja á. „Ég sé ekki betur,
eins og móttökurnar hafa verið, en
að það sé réttlætanlegt að þenja sig
eitthvað út.“
„Svo árum skiptir hefur munstr-
ið verið það að Bónus er ódýrastur
og Krónan kemur rétt á eftir,“ segir
Snorri Már Skúlason, deildarstjóri
upplýsinga- og kynningarmála
ASÍ. „Iceland er með lægsta verðið
í meira en helmingi tilfella og það
er staða sem Bónus hefur ekki lent
í ansi lengi.“
Lengi vel var verðstefna Bónuss
sú að vera lægstur og svara öllum
tilraunum keppinauta til að bjóða
hagstæðara verð. Með ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins í desember
2008 voru Hagar, móðurfélag Bón-
uss, hins vegar sektaðir um 315
milljónir króna fyrir undirverð-
lagningu í verðstríði við Krónuna.
Samkeppniseftirlitið mat það þá
svo að með undirverðlagningunni
hefðu Hagar „í raun fest í sessi það
orðspor sitt að engum keppinautum
muni líðast til frambúðar að bjóða
neytendum vörur á lægra verði en
boðið er í verslunum Bónuss.“ Var
sektinni ætlað að koma í veg fyrir
slíkt í framtíðinni.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í gær í Guðmund Mar-
teinsson, framkvæmdastjóra Bón-
uss, eða Finn Árnason, forstjóra
Haga, til að svara því hvort Bónus
hygðist lækka verð til að mæta sam-
keppni Iceland. sunna@frettabladid.is
„Það er verðstríð alla daga“
Lágvöruverðsverslunin Iceland mælist með lægra vöruverð en Bónus í verðkönnun ASÍ. Verslunin var með
lægsta verðið í helmingi tilfella. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Iceland, stefnir að opnun fleiri verslana.
Iceland er með
lægsta verðið í meira
en helmingi tilfella og það er
staða sem Bónus hefur ekki
lent í ansi lengi.
SNORRI MÁR SKÚLASON
DEILDARSTJÓRI UPPLÝSINGA-
OG KYNNINGARMÁLA ASÍ.
ÍÞRÓTTIR Rúmlega tíu þúsund
hafa þegar skráð sig til leiks í hið
árlega Reykjavíkurmaraþon sem
ræst verður á morgun í Lækjar-
götu. Það er sex prósenta fjölgun
þátttakenda á milli ára en í fyrra
var sett þátttökumet.
Átta hundruð manns ætla að
hlaupa heilt maraþon, 1.934 ætla
að hlaupa hálft maraþon og 4.431
ætlar að hlaupa tíu kílómetra.
Hlaupið er um miðbæ Reykja-
víkur, út á Seltjarnarnes og þeir
sem lengst ætla að hlaupa taka
krókinn inn í Laugardal.
Forskráningu lauk klukkan
16 á miðvikudag. Í dag fer svo
skráningarhátíð hlaupsins fram
í Laugar dalshöllinni. Þar verða
keppnisgögn gefin út og seinir
hauparar fá tækifæri til að skrá
sig.
Reykjavíkurmaraþonið hefur
verið haldið ár hvert síðan 1984.
Eftir að Reykjavíkurborg hóf að
halda menningarnótt árið 1996
hefur verið hlaupið sama dag. - bþh
Reykjavíkurmaraþon 2012:
Aldrei hafa
fleiri skráð sig