Fréttablaðið - 17.08.2012, Side 2

Fréttablaðið - 17.08.2012, Side 2
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Sveinn Rúnar, þarf ekki að fara að berja þessi ber augum? Jú, annars verða ekki ber allt árið. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berja- áhugamaður, segir allt stefna í að haustið verði eitt það albesta hvað berjaupp- skeru varðar. ... og rjómi KRINGLAN Maðurinn var grunaður um þjófnað og veittist að öryggisverði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL Karlmaður var hand- tekinn í Kringlunni um klukkan eitt í gær. Öryggisvörður hafði afskipti af manninum, sem er um þrítugt, vegna gruns um þjófn- að. Maðurinn brást hinn versti við og er meðal annars grunaður um að hafa slegið öryggisvörð- inn í bringuna samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Fleiri öryggisverðir komu til aðstoðar og yfirbuguðu manninn. Lögreglan kom síðar á vettvang og færði hann á næstu lögreglustöð. Lögreglan kölluð í Kringluna: Þjófur veittist að öryggisverði Með þýfi á stolnu hjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrrinótt tvo menn á bifhjóli. Hjólið var númerslaust, farþegi án hjálms og ökumaður án ökuskírteinis. Síðar kom í ljós að hjólið var stolið og einnig fannst fartölva á ökumanni, sem grunur lék á að væri þýfi. Ónæði vegna gleðskapar Lögregla leysti upp gleðskap utandyra í miðborginni aðfaranótt fimmtudags. Þar hafði nokkur fjöldi safnast saman á almenningssvæði eftir lokun skemmti- staða og haldið gleðskap áfram með „tilheyrandi skvaldri“ eins og segir í tilkynningu lögreglu, en einnig höfðu einhverjir með sér hljóðfæri. LÖGREGLUFRÉTTIR Í FALLEGUM FJÖÐRUM Það verður greini- lega enginn hægðarleikur að velja hin fegurstu úr fögrum hópi á laugardaginn. DÝRALÍF Félagar í Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna (ERL) ætla á laugardag að bregða sér með hænsn sín í Húsdýra- garðinn. Gefst þá gestum tæki- færi til þess að kynnast þessum fiðurfénaði sem kom hingað með landnámsmönnum okkar Íslend- inga. „Þarna verður skrautlegur söfnuður,“ segir Júlíus Már Bald- vinsson, formaður ERL. „Það verður líka kosið um fallegasta hanann og fallegustu hænurnar og eigendur vinningshafanna fá verðlaunapening, vonandi verða þeir ekki monthanar við það,“ segir hann kankvís. - jse Landnámshænur fara á stjá: Velja á fegurstu hænu og hana BÚRMA, AP Nóbelsverðlaunahaf- inn Aung San Suu Kyi hefur und- anfarið forðast að svara spurn- ingum blaðamanna um vanda minnihlutahóps í Búrma. Hún hefur fyrir vikið hlotið gagnrýni mannréttindafrömuða, sem er harla óvenjulegt í hennar tilviki því hún hefur venjulega talað mikið um vanda minni- hlutahópa í landinu. Minnihlutahópurinn nefnist Rohingía og er múslimar. Flestir landsmenn eru búddistar, sem margir hafa horn í síðu múslim- anna. Suu Kyi hefur verið sökuð um að vilja ekki styggja væntan- lega kjósendur sína. - gb Suu Kyi gagnrýnd: Talar ekki um vanda múslima MANNLÍF Sveitarfélagið Fljóts- dalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjer- úlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heit- ið þeim sem tækist að festa orm- inn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tæk- ist í framtíðinni að vitja verð- launanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með mynd- band upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sann- leiksnefndin að störfum út kjör- tímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfir- völd á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefnd- arinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjart- ar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórð- arson sagði það einkenni Héraðs- búa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á You- tube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðla- menn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endi- lega fræðast um Lagarfljótsorm- inn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“ jse@frettabladid.is Lagarfljótsormurinn fyrir sannleiksnefnd Fimmtán árum eftir að verðlaunum var heitið fyrir hvern þann sem næði að mynda Lagarfljótsorminn kemur tökumaður fram og gerir tilkall til verð- launanna. Málið fer fyrir sannleiksnefnd skipaða af yfirvöldum á Héraði. ÚR MYNDBANDI HJARTAR Bæjarstjórinn segir Héraðsmenn ekki efast um tilveru Lagarfljótsorms en hins vegar gæti þetta verið eitthvert afkvæmi þarna á ferð. Mynd- bandið er á Youtube. MYND/HJÖRTUR KJERÚLF VIÐSKIPTI Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ummæli Hermanns Guðmunds- sonar, fráfarandi forstjóra N1, um að olíufyrirtækið hafi ekki lækk- að eldsneytisverð af virðingu við slæma stöðu keppinauta sinna séu allrar athygli verð. „Samkeppnis- eftirlitið mun gaumgæfa hvort í þeim felist vísbendingar um sam- keppnislagabrot,“ segir hann. Hermann var í viðtali við Við- skiptablaðið í gær þar sem hann sagði: „Okkur bar skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett.“ Í viðtalinu má skilja Hermann svo að N1 hafi haft mark- aðsráðandi stöðu og til þess að hún yrði ekki misnotuð hafi verið ákveðið að lækka ekki verðið. Páll Gunnar segir að þetta þurfi að skoða sérstaklega, þ.e. hvort félagið hafi raunverulega haft markaðsráðandi stöðu og einn- ig hvort samkeppnislagabrot hafi verið framin með því að lækka ekki bensínverð. Í yfirlýsingu frá stjórn N1 segir að samkeppni félagsins við önnur olíufélög sé mjög virk og hafi meðal annars birst að undanförnu í háum tímabundnum afsláttum, aukinni þjónustu og afsláttum til neytenda í gegnum tryggðarkerfi. „Stjórnin, í samvinnu við nýráð- inn forstjóra, stjórnendur og starfs- fólk um land allt, mun tryggja að fyrirtækið láti ekki sitt eftir liggja í áframhaldandi samkeppni og verði í fararbroddi heilbrigðra við- skiptahátta,“ segir í tilkynningu frá stjórninni. Hermann sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hann segir að með ummælum sínum í Viðskipta- blaðinu hafi hann verið að vísa til tímabilsins frá bankahruni og að þeim tíma þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyr- irtækja lauk. Í dag hafi öll félögin burði til að stunda harða sam- keppni. Segja fyrirtækið ekki hafa lækkað olíuverð af tillitssemi við keppinautana: Skoðað hvort N1 hafi brotið lög HERMANN GUÐMUNDSSON Segir í yfir- lýsingu hafa verið að vísa til tímabilsins fyrir efnahagshrun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Börkur Birgisson, dæmdur ofbeldis maður, fékk afrit af myndbands- upptökum af skýrslutökum lögreglunnar yfir brotaþolum, vitnum og ákærðu í máli hans og tólf annarra karlmanna. Einn verj- enda í málinu segir ákæruvaldið mismuna verjendum í málinu. Saksóknari segir að Börkur hafi komist yfir myndböndin fyrir mistök. Börkur er ákærður, ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni og ellefu öðrum, fyrir líkamsárásir og skipulagða glæpastarf- semi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Mynddiskarnir sem sýna skýrslutökur lögreglu yfir málsaðilum eru 31 talsins. Ákærðu í málinu fengu ekki að vera við- staddir vitnaleiðslur til þess að hlífa vitn- um. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, einn verjenda í málinu, segir aðra verjendur árangurslaust hafa beðið um að fá mynd- diskana afhenta. Hann segir Börk hafa fengið aðstöðu á Litla-Hrauni til að horfa á myndböndin. Verjandi hans hafi svo einn fengið aðgang að diskunum. Við fyrirtökuna í gær kröfuðst allir verj- endur í málinu að fá aðgang að myndbands- upptökunum. Ákærðu voru ekki viðstaddir fyrirtökuna, enda þurfa þeir þess ekki þar sem allir hafa tekið afstöðu til ákæranna. - bþh Dæmdur ofbeldismaður fékk mynddiska með upptökum af skýrslutökum lögreglu afhenta fyrir mistök: Börkur sat einn að upptökum á Hrauninu SITUR INNI Börkur fékk næði á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar dóm, til þess að horfa á upptökurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið. BJÖRN INGIMARSSON BÆJARSTJÓRI FLJÓTSDALSHÉRAÐS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.