Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 18
18 17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Y firmenn íslenzku lögreglunnar liggja nú yfir skýrslu 22. júlí-nefndarinnar um hryðjuverkin í Ósló og Útey í fyrra, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við blaðið að norska lögreglan hefði þegar deilt með íslenzkum starfssystkinum sínum upplýsingum um hvað hún hefði talið vel gert og hvað illa í viðbrögðum við hryðjuverkunum. Nú væri komin óháð skýrsla og ætlunin væri að nýta reynslu Norð- manna til að bæta viðbúnað íslenzku lögreglunnar. Fyrir liggur að áætlunum og verklagsreglum verði breytt. Þetta viðhorf íslenzku lögregl- unnar og samstarf við lögreglulið nágrannalandanna er nauðsynlegt, ef Ísland á að vera í stakk búið að bregðast við svipuðum hörm- ungaratburðum og urðu í Noregi í fyrra. Við getum sagt sem svo að slíkt sé ekki líklegt, en það héldu Norðmenn líka þangað til 22. júlí í fyrra. Við getum í raun ekki leyft okkur annað en að vera viðbúin hinu versta. Í skýrslu 22. júlí-nefndarinnar segir einmitt að til að geta brugð izt við áfalli eins og hryðjuverkaárás skipti undirbúningurinn öllu máli. Hvernig svo gangi að bregðast við árás sé fyrst og fremst prófsteinn á það hversu góður undirbúningurinn var. Ein af orsökum þess að margt fór úrskeiðis í viðbrögðum norskra yfirvalda við hryðjuverk- unum hafi verið að menn hafi ekki verið nógu reiðubúnir að viður- kenna hættuna og læra af þeim æfingum, sem farið höfðu fram. Skýrsla 22. júlí-nefndarinnar er að sjálfsögðu skyldulesning fyrir stjórnendur lögreglunnar, en það ætti hún líka að vera fyrir stjórn- málamennina, sem ákveða rammann um starfsemi hennar. Meðal þess sem gagnrýnt er í skýrslunni er skortur á viðbragðs- flýti hjá sérsveitum norsku lögreglunnar. Norska öryggislögreglan fær þar líka sinn skammt fyrir að nýta sér ekki forvirkar rann- sóknarheimildir sínar sem skyldi og afla ekki nægilegra upplýsinga. Lögreglunni barst listi um fólk, sem keypt hafði efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar. Á honum var nafn Anders Behring Breivik. Listinn lá enn órannsakaður hjá öryggislögreglunni þegar Breivik myrti 77 manns. Nefndin telur að hefði öryggislögreglan fylgt ábend- ingunni eftir og rannsakað hagi Breiviks, hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin, þótt ekki sé hægt að slá slíku föstu. Þetta mættu þeir stjórnmálamenn gjarnan lesa, sem hlupu upp til handa og fóta fyrir nokkrum árum þegar sérsveit lögreglunnar var efld, meðal annars með hliðsjón af hryðjuverkahættu. Þeir sem fóru hamförum í þingsölum þegar greiningardeild lögreglunnar var stofnuð og æptu um „njósnir“ og „leyniþjónustu“ hefðu líka gott af lestrinum. Í þeim hópi eru til dæmis bæði núverandi innanríkis- ráðherra og utanríkisráðherra. Þeir, sem enn eru tregir til að veita lögreglunni sömu heimildir og lögreglulið á Norðurlöndum hafa til að fylgjast með grunsamlegum einstaklingum sem gætu haft hryðju- verk í huga, ættu líka að leggjast rækilega yfir skýrsluna. Við þurfum að vera viðbúin hinu versta og lögreglan þarf að hafa mannskap, tæki, þjálfun og lagaheimildir til þess bæði að fyrir- byggja hryðjuverk og bregðast við þeim. Það er stjórnmálamann- anna að tryggja það. Skýrsla 22. júlí-nefndarinnar í Noregi er skyldulesning fyrir íslenzka stjórnmálamenn: Viðbúin því versta Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sumarið 2009 samþykkti Alþingi að sækja um aðild að ESB. Allar götur síðan hafa verið háværar raddir um að draga umsókn- ina til baka eða fresta henni um óákveðinn tíma. Nú er söngurinn byrjaður að nýju og að þessu sinni eru forsöngvarar þingmenn og ráðherrar vinstri grænna. Þingmenn úr öllum flokkum greiddu atkvæði með umsókninni, en þingmenn Vinstri græns gerðu það þrátt fyrir and- stöðu við aðild að ESB. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Samningaviðræður eru eitt, aðild er annað. Vinstri grænum stóð auð- vitað til boða að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Slík draumaríkisstjórn Ragnars Arnalds og Jóns Bjarnasonar hefði ekki sótt um aðild að ESB. Ef marka má djúpa speki þeirra félaga og ýmissa annarra minni spámanna í forystu flokksins, væri staða Vinstri græns augljóslega mun betri nú. Steingrímur J. og Lilja Mósesdóttir væru sjálfsagt perluvinir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hrókar alls fagnaðar í þingflokknum og Jón Bjarnason enn þá ráðherra. Eða hvað? Draumaríkisstjórnin varð ekki að veru- leika sumarið 2009, en gæti augljóslega orðið það sumarið 2013. Jafnvel fyrr. Miðað við málflutning margra þingmanna, og jafnvel ráðherra, vinstri grænna allar götur síðan 2009 voru það mistök að mynda ekki slíka stjórn. Samningaviðræður við ESB eru nefnilega ekki samningaviðræður við ESB heldur samsæri um „aðlögun“ Íslands að ESB. Þessi málflutningur er furðulegur. Þó engin væri umsóknin um ESB væri aðlögun Íslands að ESB með sama hætti og nú er, enda hófst hún með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Vilji menn stöðva aðlögun Íslands að ESB þá er auð- vitað heiðarlegast að hætta í EES. Eru vinstri græn tilbúin í slíka umræðu? Það hefur margt breyst síðan 2009. Eitt hefur þó ekki breyst: Þau vandamál sem aðild að ESB getur hjálpað okkur að leysa eru enn til staðar og hverfa ekki þótt samn- ingaviðræðum verði slitið. Þetta er kjarni málsins. Vandræði VG Stjórnmál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar Vilji menn stöðva aðlög- un Íslands að ESB þá er auðvitað heiðarlegast að hætta í EES. Eru vinstri græn tilbúin í slíka umræðu? Kveðjukossinn Fáir hafa skilið við gamla vinnustað- inn sinn með eins hressilegri kveðju og Hermann Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1. Í viðtali við Viðskipta- blaðið í gær ljóstraði Hermann því upp að olíufélögin, sérstaklega N1, gætu lækkað útsöluverð á elds- neyti. Ástæðan fyrir því að verðið er ekki lægra er einföld, svo að vitnað sé í Hermann: „Af því að menn vilja hafa þessa arðsemi.“ Hann er allavega hreinskilinn. Samtaka í þágu samkeppni En hver er röksemdafærslan? Jú, þeim hafi borið „skylda til að virða ákveðið ástand sem var á mark- aðnum“ til að verja samkeppni á eldsneytismarkaði. Verðstríð hefði mögulega gert út af við veikari félög og það hefði mátt túlka sem sam- keppnislagabrot þeirra eftirlifandi. Það eru þó ekki allir á því að svo sé, til dæmis Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, sem boðar skoðun á því hvort þetta fyrirkomulag fyrir- tækjanna feli í sér lögbrot. Já, það er vandlifað í henni veröld. Heilbrigðir viðskiptahættir Stjórn N1 hefur væntanlega vaknað upp við vondan draum og sendi út tilkynningu þar sem lögbrotum er alfarið vísað á bug. Samkeppni við önnur olíufélög sé „mjög virk“ og fyrirtækið ætli ekki að láta sitt eftir liggja í „áframhaldandi samkeppni“. Það ætli að verða „í fararbroddi heilbrigðra viðskiptahátta“. Ætli olíurisarnir séu enn þeirrar skoðunar að fólk sé fífl, eins og einum varð að orði í samráðsmálinu svokallaða um árið? thorgils@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.