Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 46
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Bækur ★★★★ ★
Hugsjór
Jóhann Hjálmarsson
JPV
Heimurinn
mun farast
Jóhann Hjálmarsson hefur lengi verið
afkastamikill rithöfundur, blaðamaður
og bókmenntagagnrýnandi. Fyrsta
ljóðabók hans, Aungull í tímanum,
kom út árið 1956 þegar hann var
aðeins sautján ára gamall.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar – en síðasta bók
Jóhanns, Vetrarmegn, kom út árið 2003. Sennilega hafa unn-
endur ljóða Jóhanns Hjálmarssonar beðið nokkuð lengi eftir
nýju efni frá sínu skáldi og því hlýtur Hugsjór að kæta margan
manninn.
Hugsjór skiptist í þrjá kafla; Hugsjó, Bæheimska morgna og Afórur. Ljóðin
eru 57, flest knöpp í formi, stutt og hnitmiðuð. Yrkisefnin eru landslagið
hið ytra og innra, skáldskapurinn og líf manneskjunnar. Ljóðmælandi er oft
á ferðalagi – enda „lítur skáldið yfir lífsins vegferð“ væri hægt að segja ef
maður vildi vera voða tilgerðarlegur. Dauðinn er enn fremur sífellt nálægur,
sem hin hliðin á lífsmyntinni. Svartþröstur flýgur á rúðu, svala flýgur á spegil,
Jaroslav Hasek er týndur og við verðum öll gleymd skáld.
Hið óumflýjanlega verður Jóhanni oft að yrkisefni. Líkt og í ljóðinu Það eina:
Það eina sem við getum reitt okkur á
er að heimurinn muni farast.
Augunum glaðværu frá í gær
verður lokað í dag
orðin verða þögn
eins og jökull sem hopar
og kemur ekki aftur.
Við getum reitt okkur á það. (45)
Sum ljóðanna eru ívið myrk og bölsýn, fjalla um hugsjónirnar sem
reyndust ekki skila því sem vonir stóðu til:
Hér brenndi Jan Palach sig lifandi
fyrir mannúðlegan sósíalisma
sem reyndist ekki til. (51)
Síðasta ljóðið, Skógganga, er fagurt bæði og napurt í senn, en þar er
hjartalæknirinn sem ráðleggur gönguferð í heilsubótarskyni sjálfur Karon,
ferjumaðurinn sem að lokum flytur hina dauðu yfir til undirheima.
Og þar sem hinn tékkneski Franz Kafka kemur nokkrum sinnum fyrir í
Hugsjó, þá má nefna að hver lesandi má gera þær kröfur til bókmennta-
verka að þau hreyfi við honum, poti í hann … „séu öxin á freðið hafið í
okkur“, eins og Kafka sagði. Undirritaður lesandi varð ekki fyrir slíkri upp-
lifun við lestur þeirrar bókar sem hér er um rætt. Hitt er annað mál að ljóðin
eru unnin af natni og aðdáunarverðri fagmennsku og það ber að lofa.
Lítið er um skarkala eða glymjandi í Hugsjó og lesendum skal ráðið frá
því að reyna að ösla yfir bókina á einhverju hundavaði. Nostrað hefur verið
alúðlega við hverja einustu ljóðlínu og þótt stundum megi kenna ákveðna
þreytu hjá ljóðmælandanum, sem horfir oft vonlítill yfir farinn veg, þá er
hreint engin þreyta í skáldskap Jóhanns Hjálmarssonar.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Niðurstaða: Vel heppnuð og fagmannlega unnin ljóðabók, þar sem roskið
skáld horfir yfir sviðið; veltir fyrir sér lífinu, dauðanum og flestu þar á milli.
Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík á 40 ára afmæli í
dag. Auk afmælissýningar
og ýmissa uppákoma gefur
félagið út bók sem inniheld-
ur yfir hundrað hugmyndir
að myndlistarverkum í
almannarými.
Afmælissýning Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík verður
opnuð í Kling og Bang galleríi í
dag en félagið var formlega stofn-
að á þessum degi árið 1972. Sýnd
verða verk sem hafa þróast beint
eða óbeint fyrir tilstilli félagsins í
gegnum tíðina. Um leið kemur út
bók sem fjallar um sögu félagsins
undanfarna fjóra áratugi og inni-
heldur hugmyndir að verkum í
almannarými. Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir er formaður Myndhöggvara-
félagsins.
„Við ákváðum fyrir um það bil
ári að gefa út bók í tilefni þess-
ara tímamóta,“ segir hún. „Hug-
myndin var að bjóða öllum félags-
mönnum eina opnu til að setja fram
hugmynd að verki í almannarými,
annað hvort skissu eða verk sem
hefur verið sett upp.“
Myndhöggvarar létu ekki segja
sér það tvisvar. Af 160 félagsmönn-
um tóku 102 þátt í bókinni.
„Þetta er öll flóran, bæði stofn-
félagar og fólk sem gekk í félagið
í ár,“ segir Jóna Hlíf. „Fyrir vikið
er bókin skemmtilegur vitnisburð-
ur um þróunina sem hefur átt sér
stað. Listamenn af eldri kynslóð-
inni senda gjarnan inn hugmynd-
ir að skúlptúrum úr járni og steini
en þeir yngri vinna meira með þrí-
vídd.“
Í bókinni rekur Æsa Sigurjóns-
dóttir listfræðingur sögu Mynd-
höggvarafélagsins og mikilvægi
þess fyrir íslenska myndlist, sem
Jóna Hlíf segir hafa verið mikið.
„Könnun sem við létum gera
leiddi í ljós að um 40 prósent af þeim
verkum sem sýnd eru á listasöfnum
á Íslandi má rekja til Myndhöggv-
arafélagsins. Þar gegnir verkstæði
félagsins, það eina sinnar tegundar
hér á landi, stóru hlutverki og hefur
verið sannkallaður suðupunktur
listframleiðslu á Íslandi.“
Jóna Hlíf segir markmið sýning-
arinnar og bókarinnar ekki síður að
vekja almenna athygli á hlutverki
listar sem hluta af almannarýminu.
„Umhverfið skiptir okkur svo
miklu máli en því miður finnst mér
ekki ríkja nógu mikill skilningur
á því hversu stóru hlutverki listin
gegnir í því sambandi. Í borgar-
skipulagi er það til dæmis yfirleitt
síðast á dagskrá hvort það eigi að
vera listaverk við tiltekið mann-
virki, frekar en að huga að því strax
frá upphafi.“
Jóna Hlíf segir aðrir þjóðir á
Norðurlöndum, sérstaklega Svía,
hafa áttað sig á kostum þess að auka
hlut listaverka í almannarýminu.
„Það hefur verið sýnt fram á að
fólki líður almennt betur í slíku
umhverfi, þetta hefur jákvæð áhrif
á túrisma og bara nú í vikunni var
verið að ræða í fréttum um að fal-
legt umhverfi gæti dregið úr tíðni
afbrota og skemmdarverka.“
Hún segir margar merkilegar
hugmyndir í bókinni og vonast til
að sjá sumar þeirra verða að veru-
leika.
„Það væri óskandi ef Reykja-
víkurborg sæi sér fært að kaupa
að minnsta kosti eitt verk og setja
það upp við til dæmis Tjörnina eða
Kringluna – möguleikarnir eru í
sjálfu sér óþrjótandi.“
bergsteinn@frettabladid.is
SAGAN KLÖPPUÐ Í STEIN
Auk sýningarinnar í Kling og Bang og bókaútgáfunnar stendur Myndhöggvara-
félagið fyrir fleiri viðburðum í tilefni 40 ára afmælisins:
18. ÁGÚST Verkstæði Myndhöggvarafélagsins, Nýlendugötu 14, verður opið á
menningarnótt. Þar mun heiðursfélaginn Gísli Kristjánsson sýna myndbandsverk
og Andrew Baldwin vinna við að breyta bátnum sínum í bíl.
8. SEPTEMBER Minning um myndlist: Sýning í Listasafni ASÍ um útimyndlistar-
sýningarnar fimm á Skólavörðuholti 1967 til 1972, sem brutu blað í sögu högg-
myndalistar á Íslandi og voru jafnfram kímið að stofnun Myndhöggvarafélagsins.
15. SEPTEMBER Ljósdraugar: Innsetning eftir Eygló Harðardóttur í Höggmynda-
garðinum við Nýlendugötu 17a. Höggmyndagarðurinn er opinbert rými sem
sniðið er sérstaklega fyrir þrívíða samtímamyndlist og er nýjung hér á landi.
FLEIRI VIÐBURÐUR
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS
TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Gagnrýnendur í Noregi fara lof-
samlegum orðum um skáldsögu
Kristínar Marju Baldursdóttur,
Karitas án titils, sem kom út í
norskri þýðingu fyrir skömmu.
Gagnrýnandi Verdens gang
gefur bókinni fullt hús stiga, sex
af sex mögulegum, og segir bók-
ina kröftuga og litríka frásögn af
listamanni sem sé uppfullur af
löngun, efa, gleði og togstreitu,
Gagnrýnandi Adresseavisen
í Þrándheimi tekur í svipaðan
streng; hann segir bókina marg-
slungna og sverja sig í ætt við
verk á borð við Sölku Völku og
Sjálfstætt fólk. Þá segir gagnrýn-
andi Dagbladet að Karítas án titils
búi yfir öllu sem góð saga þurfi að
búa yfir.
Karitas án titils kom fyrst út
árið 2004. Í henni segir frá Karit-
as Jónsdóttur, sem fæðist á Íslandi
í upphafi 20. aldar en flytur til
Kaupmannahafnar til að gerast
listamaður. Bókin var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs fyrir hönd Íslands árið
2006. Ári síðar kom framhaldsbók-
in Óreiða á striga út.
Kristín sendi síðast frá sér
skáldsöguna Karlsvagninn 2009
en von er á nýrri bók frá henni
fyrir jól.
Karitas fær lofsamlega dóma
KRISTÍN MARJA Sendir frá sér nýja
skáldsögu í haust.
Í KLING OG BANG Jóna Hlíf Halldórsdóttir lengst til hægri ásamt Halldóri Úlfarssyni, Söru Riel, Oddnýju Daníelsdóttur, Höllu Björk
Kristjánsdóttur, sýningarstjórum afmælissýningarinnar í Kling og Bang. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SÁLMAFOSS Sex klukkutíma samfelld tónlistardagskrá undir yfirskriftinni „Sálmafoss“ verður í
Hallgrímskirkju á menningarnótt. Þetta er í sjötta skipti sem Sálmafoss er haldinn og fimmta árið í röð
sem hluti af dagskrá menningarnætur. Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 21.