Fréttablaðið - 17.08.2012, Page 56
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR40
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson var
enn á ný á skotskónum með íslenska
landsliðinu á Laugardalsvellinum á
miðvikudagskvöldið. Þessi 22 ára
strákur er búinn að skora 8 mörk
í fyrstu 11 landsleikjum sínum og
miðað við afgreiðslur hans í síð-
ustu landsleikjum þá er von á miklu
fleiri mörkum á næstu árum. Það
eru liðin sextíu ár síðan framherji
byrjaði landsliðsferil sinn með
jafnmiklum látum og sá hinn sami,
goðsögnin Ríkharður Jónsson, átti
markamet landsliðsins í 59 ár.
Kolbeinn finnur sig greinilega
afar vel í leikkerfi Lars Lager-
bäck sem veðjaði strax á hann sem
aðalframherja íslenska landsliðs-
ins. Mörkin hans tvö á móti Fær-
eyjum voru augnakonfekt; blanda
af útsjónarsemi og heimsklassa
afgreiðslu.
Frábærir hæfileikar í teignum
„Kolbeinn er búinn að skora fjög-
ur mörk í fjórum hálf-
leikjum og hann hefur
frábæra hæfileika í víta-
teignum. Hann gerði frá-
bærlega í fyrra mark-
inu og seinna markið
kom eftir góða fyrirgjöf.
Hann er frábær,“ sagði
Lars Lagerbäck um Kol-
bein eftir Færeyjaleik-
inn.
Það er full ástæða
fyrir landsliðsþjálfarann
að hrósa framherjanum
sínum sem hefur skorað
fjögur mörk á aðeins 193 mínútum
síðan Svíinn tók við eða mark á 48
mínútna fresti.
Kolbeinn lenti í erfiðum
meiðslum á síðasta tímabili og auk
þess að missa af stærstum hluta
tímabilsins með Ajax þá var hann
ekki með í tveimur fyrstu leikjun-
um undir stjórn Lars Lagerbäck.
Setti hann strax í byrjunarliðið
Kolbeinn skoraði sigurmarkið á
móti Kýpur á Laugardalsvellin-
um 6. september í fyrra en vegna
meiðslanna liðu átta mánuðir þar til
hann klæddist landsliðstreyjunni á
ný. Kolbeinn var í byrjunarliði Lag-
erbäck á móti Frökkum 27. maí síð-
astliðinn og var búinn að skora eftir
aðeins 34 mínútur. Lagerbäck vildi
passa upp á hann og skipti honum út
af í hálfleik til að spara hann fyrir
Svíaleikinn þremur dögum síðar.
Kolbeinn mætti ferskur til leiks
í Svíaleikinn og skoraði laglegt
skallamark á 26. mínútu. Hann
fékk 58 mínútur að þessu sinni og
þurfti að bíða þar til í fyrrakvöld
til þess að klára heilan leik undir
stjórn Lars Lagerbäck. Það skilaði
sér, því seinna mark Kolbeins kom
á lokamínútu Færeyja-leiksins.
Kolbeinn hefur nú skorað í fjór-
um landsleikjum í röð og er farinn
að ógna meti sem var sett aðeins
25 dögum eftir að Kolbeinn kom í
heiminn snemma árs 1990. Pétur
Pétursson á metið yfir mörk í flest-
um landsleikjum í röð en Pétur
skoraði í fimm leikjum sínum í röð
á árunum 1987 til 1990.
Afdrifarík brúkaupsferð
Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norð-
mönnum í september 1987 en
ósætti við landsliðsþjálfarann Sig-
fried Held urðu til þess að hann
spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverj-
ann. Pétur gaf ekki kost
á sér í síðustu leikjum
ársins 1987 vegna brúð-
kaupsferðar en Held var
ósáttur og setti hann í
bann.
Næsti landsleikur Pét-
urs var því ekki fyrr en
tveimur árum seinna
þegar Guðni Kjartansson
tók tímabundið við liðinu
fyrir leik á móti Tyrkj-
um. Guðni setti Pétur
beint inn í byrjunarliðið
og Pétur svaraði kallinu
með því að skora tvö mörk í frá-
bærum 2-1 sigri.
Pétur var áfram sjóðheitur í
fyrstu leikjum liðsins undir stjórn
Svíans Bo Johansson og skoraði í
þremur fyrstu leikjum ársins 1990.
Pétur var því búinn að skora í fimm
landsleikjum í röð á þrjátíu mánuð-
um en tókst ekki að skora í leik á
móti Albaníu í lok maí 1990.
Eiður Smári Guðjohnsen er
markahæsti landsliðsmaðurinn frá
upphafi og hefur enn sextán mörk í
forskot á Kolbein.
Eiður Smári þarf þó líklega að
bæta við mörkum á lokaspretti
síns landsliðsferils ætli hann ekki
að missa markametið til Kolbeins
þegar fram líða stundir. Til að
byrja með verður spennandi að sjá
hvort Kolbeini takist að jafna met
Péturs þegar Norðmenn koma í
heimsókn. ooj@frettabladid.is
ALFREÐ FINNBOGASON skrifaði í gær undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heeren-
veen sem hollenska goðsögnin Marco van Basten þjálfar. Flest benti til þess í upphafi vikunnar að Alfreð væri á leið
til sænska félagsins Helsingborg en samningar tókust ekki á milli sænska liðsins og Lokeren. Heerenveen var aftur á
móti til í að greiða uppsett verð fyrir Alfreð sem fór utan í morgun og gekk frá sínum málum um kvöldið.
193
Kolbeinn
hefur skorað
fjögur mörk á
193 mínútum
undir stjórn
Lagerbäck.
FRÁBÆR FRAMHERJI Kolbeinn Sigþórsson átti flottan leik á móti Færeyjum og
sýndi styrk sinn í teignum með því að skora tvö flott mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kolbeinn Sigþórsson er sá fljótasti í sögunni til þess að skora sitt áttunda mark
fyrir íslenska A-landsliðið. Þegar skot Kolbeins þandi marknetið á lokamínút-
unni í sigrinum á Færeyjum var hann aðeins búinn að spila í 740 mínútur í
landsliðsbúningnum en kominn með átta mörk í 11 leikjum. Kolbeinn gerði
þar betur en Ríkharður Jónsson sem skoraði sitt áttunda A-landsliðsmark eftir
780 mínútur. Kolbeinn var því 40 mínútum fljótari en Ríkharður upp í átta
A-landsliðsmörk en Ríkharður náði því reyndar í sínum tíunda A-landsleik.
Kolbeinn var líka að skora í sínum sjöunda landsleik á miðvikudagskvöldið en
Ríkharður skoraði „bara“ í fjórum af fyrstu ellefu landsleikjum sínum.
Kolbeinn á skotskónum
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að
skora í öllum þremur leikjum sínum
fyrir Lars Lagerbäck og alls í fjórum
landsleikjum í röð.
Ísland–Kýpur 1-0
Laugardalsvöllur 6. september 2011
Skoraði á 4. mínútu
Frakkland–Ísland 3-2
Valenciennes, 27. maí 2012
Skoraði á 34. mínútu
Svíþjóð–Ísland 3-2
Gautaborg, 30. maí 2012
Skoraði á 26. mínútu
Ísland–Færeyjar 2-0
Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012
Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútu
Metið hans Péturs
Pétur Pétursson skoraði í fimm lands-
leikjum í röð á árunum 1987 til 1990.
Hann var ekki valinn í landsliðið í
sextán leikjum frá 1987 til 1989.
Ísland-Noregur 2-1
Laugardalsvöllur 9. september 1987
Skoraði á 21. mínútu
Ísland-Tyrkland 2-1
Laugardalsvöllur 20. september 1989
Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútu
Lúxemborg-Ísland 1-2
Esch 28. mars 1990
Skoraði á 16. mínútu
Bermúda-Ísland 0-4
Hamilton 3. apríl 1990
Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mín. (víti)
Bandaríkin-Ísland 4-1
St. Louis 8. apríl 1990
Skoraði á 85. mínútu (víti)
PÉTUR PÉTURSSON Skorar hér annað
marka sinna í sigurleik á móti Tyrkjum
á Laugardalsvellinum í september
1989 í sínum fyrsta landsleik í tvö ár.
Pepsi deild kvenna:
Breiðablik - Þór/KA 1-2
1-0 Björk Gunnarsdóttir (7.), 1-1 Rebecca Johnson
(42.), 1-2 Kayle Grimsley (77.).
Afturelding - Selfoss 2-2
0-1 Guðmunda Óladóttir (37.), 1-1 Erica
Henderson (42.), 1-2 Melanie Adelman (80.), 2-2
Carla Lee (86.)
STAÐAN
Þór/KA 14 11 2 1 40-14 35
Stjarnan 14 9 2 3 42-18 29
ÍBV 14 9 1 4 40-20 28
Valur 14 8 2 4 38-19 26
Breiðablik 14 7 3 4 34-17 24
FH 14 4 2 8 20-39 14
Selfoss 14 3 4 7 26-56 13
Fylkir 14 3 2 9 17-34 22
Afturelding 14 3 3 8 14-34 12
KR 14 1 3 10 14-34 6
1. deild karla:
Leiknir R. - Haukar 2-2
Ólafur Hrannar Kristjánsson, Pétur Már Harðarson
- Árni Vilhjálmsson, Gunnlaugur Fannar Guð-
mundsson.
Fjölnir - Víkingur R. 1-1
Haukur Lárusson - Hjörtur Júlíus Hjartarson.
Tindastóll - KA 0-0
Þróttur R. - Víkingur Ó. 4-1
Halldór Arnar Hilmisson 2, Guðfinnur Þórir Ómars-
son 2 - Guðmundur Magnússon.
*úrslit frá urslit.net.
ÚRSLIT Í GÆR
FÓTBOLTI Þór/KA er komið með sex
stiga forskot á toppi Pepsi-deildar
kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðabliki
á Kópavogsvellinum í gærkvöldi.
Breiðablik komst yfir í upphafi
leiks en Þór/KA liðinu tókst að
jafna í lok fyrri hálfleiks og sig-
urmarkið kom síðan úr víti 13 mín-
útum fyrir leikslok.
„Ég er rígmontinn af þeim,“
sagði Jóhann Kristinn Gunnars-
son, þjálfari Þórs/KA kátur í leiks-
lok. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgríms-
dóttir átti góðan leik.
„Við erum ákveðnar í að landa
þessum titli. Við erum búnar að
fá ansi neikvæða umfjöllun upp á
síðkastið og það hvetur okkur bara
áfram. Menn eru að tala um að það
skilji enginn af hverju við séum
á toppnum og að við séum alltaf
heppnar. Við erum búnar að sýna
það í síðustu leikjum að það er ekki
rétt,“ sagði Arna Sif og þjálfarinn
segir umfjöllunina úti í bæ auð-
velda honum starfið.
„Fyrir mig sem þjálfara þá er
þessi umræða frábær því ég þarf
ekki að segja neitt inn í klefa. Þær
ætla bara að sanna sig og eru harð-
ar í því. Það sést í dag þegar þær
koma til baka á móti einu sterk-
asta liði landsins. Þær eru bara að
segja fólki hvað þær ætla að gera,“
sagði Jóhann.
Björk Gunnarsdóttir kom Blik-
um í 1-0 eftir sjö mínútur en eins
og oft áður í sumar féllu hlutirn-
ir ekki með liðinu í lokin. „Þetta
hefur gerst í nokkrum leikjum hjá
okkur í sumar en svona er bara
fótboltinn. Þetta datt bara þeirra
megin í dag en það þurfti víti til.
Ég ætla ekki að dæma um hvort að
þetta hafi verið víti eða ekki því
ég er ekki dómari en mér fannst
hún sparka í boltann,“ sagði Björk
um vítið sem skilaði Þór/KA sigur-
markinu í leiknum.
Hin 17 ára Sandra María Jes-
sen er í baráttunni um gullskóinn.
Hún náði ekki að bæta við marki
í gær en réði engu að síður úrslit-
um leiksins með því að búa til bæði
mörkin.
„Þetta skilar okkur vonandi í
lokin því þetta voru mjög mikil-
væg þrjú stig sem við vorum að
vinna hérna. Maður nær ekki allt-
af að skora og stundum er nóg að
gefa fyrir. Ég var í því hlutverki í
dag og það var mjög gaman,“ sagði
Sandra María sem fékk þó færi til
að skora í gær.
„Vonandi næ ég líka gullskón-
um en ég verð mjög ánægð ef við
vinnum deildina. Það er númer
eitt og það er bara bónus ef ég næ
líka þessum gullskó,” sagði Sandra
María. - óój
Þór/KA vann Breiðablik í Kópavogi í gær og er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna:
Við erum ákveðnar í að landa þessum titli
TITILLINN Í AUGSÝN Liðsmenn Þórs/KA sóttu þrjú stig í Smárann í gær og eru langt
komnir með að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
40 mínútum á undan Ríkharði í 8 mörk
MARK Á 48 MÍNÚTNA FRESTI
Kolbeinn Sigþórsson er nálægt því að jafna met Péturs Péturssonar sem skoraði í fimm landsleikjum í röð.
Kolbeinn er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck.