Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 58
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR42 FÓTBOLTI KR-ingar leika til úrslita þriðja árið í röð en minningarn- ar frá úrslitaleikjunum eru þó blendnar. Liðið steinlá gegn FH 4-0 árið 2010 en vann kærkominn 2-0 sigur gegn sprækum Þórsurum fyrir ári. „Ég man hreinlega ekki eftir leiknum. Við unnum leikinn og ég held að flestir muni eftir því nema kannski hörðustu Þórsarar,“ segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR- inga léttur. „Þórsararnir voru góðir í þeim leik og við mjög heppnir. En á end- anum unnum við og það er það sem situr eftir.“ KR-ingar og sér í lagi Bjarni urðu fyrir miklu áfalli í upphit- un úrslitaleiksins í fyrra þegar ljóst varð að hann gæti ekki spil- að stærsta leik sumarsins sökum meiðsla. Hann segist klár í slaginn núna, engin meiðsli séu að angra hann og reiknar hann með jöfnum og skemmtilegum leik. „Við lítum ekki svo á að við séum að verja okkar titil heldur ætlum við að vinna hann. Það var eitt af markmiðum okkar í sumar að vinna hann aftur og við erum komnir vel á veg,“ segir Bjarni. Tölfræðin vinnur ekki með Stjörnunni. Liðið leikur til úrslita í fyrsta skipti í sögu karlaliðs félagsins auk þess sem liðið hefur aldrei lagt KR að velli í deildar- eða bikarleik. Garðar Jóhannsson, framherji og reynslumesti leik- maður Stjörnunnar, lítur þó ekki þannig á að Stjarnan sé litla liðið. „Kannski er það þannig en mér líður ekki þannig. Þeir hafa unnið titilinn oft og spilað um hann síð- ustu þrjú ár. En við höfum gert fjögur jafntefli gegn þeim í síð- ustu fjórum deildarleikjum lið- anna svo ég held að þetta sé bara 50/50 leikur,“ segir Garð- ar sem viðurkennir að spennu gætir í herbúð- um Stjörnumanna fyrir leikinn. „Auðvitað eru menn spenntir fyrir leiknum. Fæstir okkar hafa spil- að svona stóra leiki svo spennan er óhjákvæmi- leg.“ Þjálfararnir kunna á bikarinn Þjálfararnir Bjarni Jóhannsson og Rúnar Kristinsson þekkja báðir hvað þarf til þess að vinna sigur í bikarkeppninni. Bjarni gerði ÍBV að bikarmeisturum árið 1998 auk þess sem hann stýrði Fylkismönn- um til síns fyrsta titils árið 2002. Rúnar gerði KR-inga að bikar- meisturum í fyrra auk þess sem hann skoraði annað marka KR í úrslitaleiknum 1994. Sá titill batt enda á 26 ára eyðimerkurgöngu KR-inga. Bæði lið hafa þó farið halloka undanfarið. Tveir tapleikir í síð- ustu leikjum liðanna í deildinni hafa að margra mati kostað liðin möguleikann á Íslands- meistaratitilinum. „Þeir hafa greinilega verið með hugann við bikarinn í síðustu leikj- um líkt og ég hallast að að við KR-ingar höfum gert líka. Því miður hefur það komið niður á báðum liðum. Vonandi ná bæði að lyfta sínum leik og sýna betri knatt- spyrnu en í tveimur síð- ustu leikjum,“ segir Rúnar. Ólíkur undirbúningur Rúnar ætlar að hóa leikmönnum KR saman í morgunverð á morg- un en að öðru leyti verður undir- búningur liðsins hefðbundinn. „Maður veit aldrei hvernig þetta mun þróast. Við töpuðum 4-0 gegn FH fyrir tveimur árum. Fyrir þann leik var maður voðalega bjartsýnn, búinn að spá í spilin og leggja ákveðnar línur. En við skít- töpuðum. Hlutirnir breytast þegar leikirnir byrja alveg sama hvern- ig maður leggur þetta upp,“ segir Rúnar. Bjarni Jóhannsson hristi aðeins upp í undirbúningi Stjörnulið- sins sem skellti sér í hraðbáts- ferð í gær. Fyrirhugað var að liðið myndi gista saman á hóteli en mik- ill fjöldi ferðamanna hér á landi varð til þess að Stjörnustrákarnir fengu hvergi inni. „Það er tími til kominn að Stjarnan vinni titil og vonandi tekst okkur að klófesta hann,“ segir Bjarni sem finnst sínir menn hafa verið annars hugar í síðustu leikjum. „Það er svipað á komið og ég held að menn hafi verið með hug- ann við þennan leik, bæði hvað spjöldin varðar og að forðast meiðsli. Það er kannski bara hluti af þessu. Menn verða þeim mun klárari í úrslitaleikinn,“ segir Bjarni. Meiðsli í herbúðum beggja liða Lykilmenn beggja liða glíma við meiðsli. Vinstri bakvörður- inn Hörður Árnason glímir við meiðsli og sömuleiðis kantmaður- inn danski Kennie Chopart. „Þeir verða báðir klárir,“ segir Bjarni en Rúnar Kristinsson er ekki alveg jafnbjartsýnn á þátttöku sinna leikmanna sem verið hafa frá. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason voru hvorugir í leikmannahópi KR í 3-2 tapinu gegn Val á dögunum. „Það eru meiri líkur á því að Kjartan verði heill en Grétar sem er mjög tæpur. Gunnar Þór (Gunn- arsson) er líka tæpur og kemur í ljós á föstudag hvort hann geti klárað æfinguna að fullu,“ segir Rúnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16. Hann verður í beinni útsend- ingu og í opinni dagskrá bæði á Stöð 2 Sport og Vísi. - ktd KR með hreðjatak á Stjörnunni Stjarnan og KR mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu á morgun. KR á titil að verja en Stjarnan hefur aldrei áður leikið til úrslita. Von er á spennandi leik enda hefur þremur síðustu leikjum liðanna lyktað með jafntefli. Stjarnan hefur þó aldrei lagt KR að velli hvort sem er í deild eða bikar. FYRIRLIÐANA LANGAR Í NÝJA BIKARINN Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, og Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, með nýja bikarinn sem keppt verður um í fyrsta skipti í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bikarmeistarar fyrri ára Félag Fjöldi titla KR 12 ÍA, Valur 9 Fram 7 ÍBV, Keflavík 4 Fylkir, FH 2 Breiðablik, ÍBA, Víkingur 1 Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Vaka Sif Tjörvadóttir er ekki nema fjögurra ára en er þrátt fyrir það byrjuð að hanna föt og fylgihluti fyrir dúkkurnar sínar FÓTBOLTI „Fjárhagslegar aðstæður félagsins hafa breyst og ég er einn af launahæstu leikmönnum félags- ins. Þeir þurfa að skera niður og spurðu mig að því hvort við gætum ekki komist að samkomulagi um starfslok,“ sagði varnarmaðurinn Rhys Weston sem er á förum frá KR. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR en hefur ekki þótt standa undir væntingum. Weston segir þó að hann sé ekki að fara af því hann hafi verið slakur heldur af því KR hafi ekki efni á honum. „Þeir segja mér að ástæðan sé fjárhagsleg. Ég verð að trúa því sem þeir segja mér. Það eru samt engin leiðindi á milli okkar og ég skil vel að reksturinn sé erfiður.“ Það mátti heyra á Weston að þessi málalok eru honum mikil vonbrigði. „Auðvitað er ég mjög vonsvik- inn enda hef ég notið mín á Íslandi. Ég vil ekkert endilega fara aftur heim en ég skil að félagið sé mikil- vægara en einn leikmaður. Liðið hefur ekki staðið undir vænting- um og hlutir þurfa að breytast. Ég er fórnarlamb þess því miður. Engu að síður óska ég KR alls hins besta.“ Weston verður hér á landi fram yfir helgi og hann veit ekki hvort hann verður í leikmannahópi KR í bikarúrslitaleiknum. „Ég vil vera á leiknum og hvetja strákana sama hvort það er úr stúkunni eða á bekknum. Rúnar verður að taka ákvörðun um þetta mál. Það veltur á því hvort mitt andlega ástand verði nógu gott til þess að spila. Ég er miður mín yfir þessu en ekki reiður. Ég skil hvernig boltinn er.“ - hbg KR-ingar reyna að ganga frá starfslokasamningi við varnarmanninn Rhys Weston: Er miður mín en ekki reiður út í KR OPINN FYRIR ÖLLU Weston útilokar ekki að spila með öðru félagsliði á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 24 Stjarnan hefur ekki unnið sigur á KR í öllum 24 viðureignum liðanna í deild og bikar FÓTBOLTI Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur og Þóru Bjargar Helga- dóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrir- tækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig,“ segir Þóra sem segir forráða- menn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leið- rétt. Þeir hafa aldrei leynt stöð- unni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála,“ segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðir Engar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppi- nautarins Tyresö sem hin brasil- íska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leik- mönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félags- ins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnað- ur hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þess- ari umfjöllun,“ segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við sænsku meistar- ana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mán- aðarins og svo fer ég að skoða mín mál,“ segir landsliðsmark- vörðurinn. - ktd Þóra Björg um erkifjendurna: Tyresö felur peningana Á TOPPNUM Þóra og félagar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.