Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 62
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR46
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Rumour has it með Adele. Það
býr bara yfir svo góðum takti og
er geggjað lag.“
Bjarni Snæbjörnsson leikari
Danssveitin Sometime gaf út sína
aðra hljómplötu nú í sumar. Plat-
an nefnist Acid Make-Out: Music
from the Motion Picture og hefur
sveitin þegar gert samning við tvö
útgáfufyrirtæki sem munu annast
útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum
og Tyrklandi.
„Maðurinn sem gefur plöt-
una út í Tyrklandi hefur verið
vinur Danna á Facebook í mörg
ár og hann vildi ólmur sjá um að
dreifa plötunni í Istanbúl, Ank-
ara og Izmir. Hann talaði líka um
að fá okkur á túr um þessar þrjár
borgir, það verður áhugavert að
sjá hvernig þetta fer allt saman,“
segir Rósa Birgitta Ísfeld söng-
kona sem skipar sveitina ásamt
Daníel Þorsteinssyni trymbli.
Daníel er búsettur í Barce-
lona um þessar mundir og
stundar þar hönnunarnám.
Hann tók að sér að hanna
plötuumslag nýju plötunn-
ar og segir Rósa Birgitta
það nokkuð sérstakt.
„Hann vildi að umslag-
ið gæti lifað áfram
sem eit thvað
annað þar sem
við teljum að
geisladiskurinn
sé að deyja út.
Umslagið er
eins konar þrí-
víddarskúlp-
túr og nokkuð
sérstakt.“
Hljómsveit-
in heldur sína fyrstu tón-
leika eftir útgáfu plötunnar
á Iceland Airwaves-tón-
listarhátíðinni sem hefst
í lok október. Einnig eru
fyrirhugaðir útgáfutón-
leikar á hinum nýopnaða
skemmtistað Dolly síðar
í haust. - sm
Tónleikaferðalag um Tyrkland
VINSÆL Í TYRK-
LANDI Hljóm-
sveitin Sometime
er komin með
útgáfusamning í
Tyrklandi. Nýrri
plötu þeirra verður
dreift þar og í
Bandaríkjunum.
Einar Bárðarson, athafna- og
umboðsmaður, opnar sína fyrstu
ljósmyndasýningu á Höfðatorgi
í dag. Myndirnar sem verða til
sýnis voru teknar í sumar þegar
Einar var á ferðalagi um landið.
Einar er þekktur fyrir ýmislegt
annað en ljósmyndun og er líklega
þekktastur sem umboðsmaður
Íslands. Hann hefur þó lengi haft
áhuga á ljósmyndun en eignaðist
ekki almennilega myndavél þar
til í fyrra.
„Ég var aldrei í fremstu víg-
línu hvað tækjabúnað varðar en
eignaðist mjög góða vél í fyrra
og hef verið að dunda mér við að
læra á hana. Ég var duglegur að
taka myndir á ferðalagi mínu um
landið í sumar og fékk mikið hrós
fyrir og ákvað því að stíga út
fyrir þægindarammann og láta á
slag standa og setja upp sýningu
með myndunum,“ útskýrir Einar.
Á sýningunni eru um tutt-
ugu myndir eftir Einar og lýsir
hann þeim sem „þröngum lands-
lagsmyndum“. Myndefnið er
náttúra Íslands og tekur Einar
nærmyndir af mold, vatni, reka-
við og öðru er fyrirfinnst í nátt-
úrunni.
„Maður er vanur að keyra
hringveginn á 90 kílómetra hraða
og góna út í loftið og gleymir því
oft að horfa á fegurðina í kring-
um sig. Það er margt að sjá ef
maður bara horfir.“
Inntur eftir því hvort hann hafi
í hyggju að söðla um og leggja
ljósmyndun fyrir sig segir Einar
að þó hann hafi gaman af ljós-
myndun sé hann enginn ljósmynd-
ari. „Ég kalla mig ekki ljósmynd-
ara, það væri móðgun við aðra.
En það gæti vel verið að ég geri
meira af þessu ef sýningin leggst
vel í fólk. Það er gott og gefandi
að spá svona í umhverfi sitt.“
Sýningin hefst í dag og stendur
til mánaðamóta. - sm
EINAR BÁRÐARSON: ÁKVAÐ AÐ STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN
Úr bransanum í listina
LISTRÆNN Einar Bárðarson, athafna- og umboðsmaður, heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu í dag.
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
Z
20
12J
A Z
REYKJAV ÍK 18. ÁGÚST –
1. SEPTEMBER
www.reykjavikjazz.is
Z
20
12J
A Z
REYKJAV ÍK
„Ég fékk húfu sem hann var að nota og hún er með
rosa mikilli reykingalykt en hann reykir vindla,“
segir hinn tólf ára Sverrir Páll Hjaltested. Hann
hitti Hollywood-leikarann Russell Crowe fyrir
utan heimili hans að Bjarmalandi í fyrrakvöld og
fékk eftir spjall og myndatöku að eiga húfuna sem
leikarinn bar. „Á húfunni stendur South Sidney.
Það er rugby-lið í Ástralíu en hann er þaðan.“ Með
honum í för voru þeir Ágúst Karel Magnússon og
Þórir Rafn Þórisson. Þeir fengu einnig húfur sem
dóttir Crowe sótti inn í húsið fyrir þá.
„Við vorum fyrir utan húsið sem hann leigir og
það kom svartur stór Dodge-bíll og hvítur Land
Rover. Þegar bílarnir stoppuðu spurðum við hvar
Russell Crowe væri og þá var hann beint fyrir
framan okkur og sagði: „I‘m here“.“ Þetta segja
vinirnir í kór og eru í skýjunum með tíu mín-
útna spjallið sem þeir áttu við stjörnuna. „Við töl-
uðum mest um hjól og fengum að taka mynd af
honum með símanum,“ segir Ágúst. Auk þess gaf
hann þeim oft fimmur og tók í hendurnar á þeim.
„Hann gat sagt nöfnin okkar því þau eru svo ein-
föld,“ segir Þórir og bera þeir fram nöfnin sín
með enskum hreim.
Vinirnir æfa fótbolta með fimmta flokki hjá
Þrótti og búa í hverfinu. Þeir hafa oft séð Crowe
við hjólreiðar og höfðu fyrr um daginn bankað
upp á. „Við fórum klukkan tólf um hádegið og
spurðum hvort við gætum fengið eiginhandar-
áritun en þá kom konan hans til dyra og sagði að
hann væri ekki heima,“ segir Ágúst. Þeir fengu
þó ekki eiginhandaráritanir að lokum því þá vant-
aði penna en húfur úr einkasafni leikarans skáka
þeim. - hþt
Fengu húfur úr einkasafni Russell Crowe
GÓÐUR NÁGRANNI Vinirnir Ágúst, Sverrir og Þórir
fengu mynd af sér og nágranna sínum Russell
Crowe í fyrrakvöld. MYND/CHRIS FEATHER