Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.09.2012, Qupperneq 12
12 12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Með venjulegan skammt af sjálfshóli í farteskinu stærir Össur Skarphéðins- son sig í aðsendri grein í Fréttablaðinu 11. september af snilli ríkisstjórnarinnar í baráttunni við atvinnuleysið í kreppunni. Átakið „Allir vinna“, þar sem ákveðið var að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald bygginga, kallar hann „eitt allra snjallasta ráðið … til að skapa störf“ og „djarfa ákvörðun“ sem ríkisstjórnin tók alein, eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hvarf úr ríkisstjórn. Ég vil í upphafi fagna því að í fyrsta sinn í mjög langan tíma stígur forystumaður í Samfylkingunni fram sem virðist muna eftir því að Samfylkingin hafi verið í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hann segir það að vísu ekki beint, en hann lætur þó í það skína. Það er ákveðin framför. Skilaboð greinar ráðherrans eru hins vegar kostuleg og eiginlega ótrúlegt að hann skuli leggja í þennan leiðangur. Á sama tíma og tilvonandi fráfarandi fjármála ráðherra háir heilaga skattahækkunar baráttu við ferða þjónustuna með þeim rökum að lægra virðisaukaskattsþrepið sé ígildi ríkisstyrks, kemur utanríkisráðherrann og gumar af því „snjallræði“ að önnur atvinnugrein fái sína skatta endurgreidda. Hann lætur þess reyndar ógetið að endurgreiðsla þessi er ýmsum takmörkunum háð og mismunar iðn- aðarmönnum með mjög grófum hætti. Ef málarinn t.d. málar handrið á staðnum má draga skattinn frá en ef handriðið er flutt á verkstæðið er fullur skattur á verkinu – svo lítið dæmi sé nefnt. En þarna er vinstri mönnum rétt lýst – þeir vilja með stjórnvaldsákvörðunum ákveða hverjir fá að vinna og hverjir ekki, hvort skurðurinn sé grafinn með skóflu eða gröfu. Að mínu mati eiga stjórnvöld að láta slíkar ákvarðanir eiga sig. Stóri lærdómurinn af átakinu „Allir vinna“ er að lægri skattar auka umsvif í þjóðfélag- inu, hvetja til atvinnuuppbyggingar og hag- vaxtar vegna þess að þá verður meira eftir í vasa einstaklinganna sjálfra. Þannig vinna allir – ekki bara sumir eins og utanríkisráð- herrann virðist vera svo stoltur af. Utanríkisráðherra á villigötum Atvinnumál Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður Skilaboð greinar ráð- herrans eru hins vegar kostuleg og eiginlega ótrúlegt að hann skuli leggja í þennan leiðangur. Mest selda bókin á Íslandi 2012 Heilsuréttir fjölskyldunnar 3. PRENTU N KOMIN Í VERSLA NIR! bokafelagid.is Ósiður Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur ákveðið að hækka til muna álögur á nef- og munntóbak. Á blaðamannafundi í gær, þar sem fjárlög næsta árs voru kynnt, vék hún að þessari breytingu og sagði hana ætlaða til að draga úr tóbaksnotkuninni, enda væri hún óholl. Oddný sagðist í leiðinni – í móðurlegum tóni – vona að enginn fjölmiðla- mannanna á staðnum legði stund á þann ósið að taka tóbak í vörina. Mörg eru áhyggjuefni íslenskra landsfeðra – og -mæðra. Að minnsta kosti einn Það mun kannski hryggja Oddnýju, en hér skal þó upplýst að minnst einn í salnum er ötull munntóbaks- neytandi og mætti meira að segja á blaðamannafundinn í gær með útbelgda vör. Kannski skatta- hækkunin muni fæla hann frá fíkninni. Oddný ætti samt ekki að halda niðri í sér andanum. Happdrætti Á hverju ári lenda þingmenn í happdrætti um það með hverjum þeir munu sitja á þinginu. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk úr Framsóknarflokknum fyrr á árinu og stofnaði Bjarta framtíð, greindi frá nýrri sætaskipan á Face- book-síðu sinni í gær: „Alltaf spenn- andi að draga um sæti í þinginu. Nú lenti ég við hliðina á Ásmundi Einari, á bak við Sigmund Davíð og fyrir framan Vigdísi Hauks. Fjör.“ Nú er að sjá hvort gömlu flokkssystkinin hafa fyrirgefið honum liðhlaupið eða hvort hann má eiga von á að bréfkúlur Vigdísar dynji á hnakkanum á honum í vetur. stigur@frettabladid.is L angtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýt- ingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu. Æ fleiri átta sig á þessu, enda nálgast nýting margra náttúruauðlinda okkar endamörk, hvort sem horft er á fiskstofna, orkulindir eða viðkvæma náttúru sem nýtt er til ferðamennsku. Pólitísk umræða og ákvarðanir taka þó enn að miklu leyti mið af auðlindahagkerfinu, sem til þessa hefur staðið undir lífskjörum Íslendinga. Hilmar Bragi Janusson, ný- ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, gerði þetta að umtals- efni í viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins. Hann kallar hina gömlu ofuráherzlu á auðlindahag- fræði „súpukjötshagkerfið“, þar sem allt gangi út á að hámarka framleiðslumagn. „Slík hugmyndafræði gengur um of á auð lindir landsins og þurreys þær, hvort heldur er með virkjunum eða ofveiði,“ segir Hilmar. Hann starfaði í tvo áratugi hjá Össuri hf., sem orðið hefur verð- mætt, alþjóðlegt fyrirtæki og framleiðir eftirsótta hágæðavöru sem er fyrst og fremst afsprengi tækniþekkingar starfsmannanna. Hilm- ar telur að þekkingargeirinn sé þegar orðinn ein af grunnstoðum íslenzks atvinnulífs. Lífsgæði samfélagsins krefjist mun verðmætari afurða en áður. Á samdráttartímum sé súpukjötshagkerfið þó aldrei langt undan. „Þá eru gerðar kröfur um fleiri virkjanir, hærri afla- heimildir og fiskeldi í hvern fjörð og svo framvegis. Ég skil svo sem þessa þrá og viljann til að reyna að kippa hlutunum í lag í einu vetfangi en þetta eru ekki raunsæ langtímamarkmið,“ segir Hilmar. Þetta eru réttar ábendingar. Ef við viljum undirbyggja langtíma- hagvöxt á Íslandi, gerum við kröfur um að stjórnvöld hlúi betur að þekkingargeiranum. Það gerist til dæmis með því að efla menntun í tækni og vísindum, þar sem Ísland stendur flestum samkeppnis- ríkjum sínum að baki og nýsköpunarfyrirtæki fá fyrir vikið ekki rétta starfsfólkið. Það gerist með því að efla rannsóknir á vegum háskólanna, sem Hilmar bendir réttilega á að geti skapað gífurleg verðmæti. Á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ starfi þannig fjöldi doktorsnema, sem vinni 300 ársverk í rannsóknatengdu námi. Slíkt umhverfi á að vera útungunarstöð nýsköpunarfyrirtækja. Við hlúum líka að framtíðinni með því að gefa sprotafyrirtækjum gaum og skapa þeim hagstætt rekstrarumhverfi, þar sem þau eiga auðvelt með að fá fjármagn til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Að einhverju leyti byggir þekkingarhagkerfið á gamla auðlinda- hagkerfinu. Þannig er orðinn til utan um sjávarútveginn stór klasi þekkingarfyrirtækja, sem selur vörur og þjónustu sem orðið hafa til í þjónustu við veiðar og vinnslu en eiga mikla möguleika sem útflutningsvara á eigin forsendum. Sama má segja um orkugeirann; þótt sá markaður mettist á Íslandi eru miklir möguleikar í að selja þekkingu Íslendinga á hagnýtingu jarðhita og vatnsafls úti um allan heim. Það er ekki lengur hægt að hugsa þannig að endalaust sé hægt að auka sjávarafla, virkja meira eða fjölga ferðamönnum. Það er hins vegar endalaust hægt að hagnýta góðar hugmyndir í kollinum á vel menntuðu fólki. Langtímahagvöxtur byggist á þekkingu: Súpukjötshagkerfið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.