Fréttablaðið - 12.09.2012, Page 23

Fréttablaðið - 12.09.2012, Page 23
Kynningarblað Námskeið, verkfæri, netverslun, handverk, heimilisiðnaður og þjóðararfur. HANDAVINNA MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 & FÖNDUR Meginhlutverk íslenska Heimilisiðnaðar-félagsins er að vernda, auka og efla þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað. „Þetta gerum við að miklu leyti með því að reka skóla þar sem haldin eru námskeið í handverki. Auk þess gefum við út blað einu sinni á ári og rekum verslun sem selur efni til þjóðbúninga- gerðar, íhluti í vefstóla, ýmislegt til tóvinnu og fleira tengt íslensku handverki og menningar- arfi,“ segir Sólveig Theódórsdóttir, formaður félagsins. Heimilisiðnaðarfélagið hefur unnið eftir Unesco-samningnum um verndun þjóðararfs sem undirritaður var árið 2005. „Okkar hlutverk er að standa vörð um gamalt íslenskt handverk. Við gáfum til dæmis út bókina Íslensk sjóna- bók með mynsturhandritum frá 17. og 18. öld. Mynstrin voru teiknuð að nýju af nemendum Listaháskólans og er elsta handritið eftir Ragn- heiði Jónsdóttur, biskupsfrú á Hólum.“ Á döfinni er svo fjöldi áhugaverðra námskeiða fyrir alla aldurshópa. „Nú eru að fara af stað námskeið í tálgun fyrir börn sem er mjög spenn- andi en við höldum reglulega námskeið fyrir börn í ýmsum handverksgreinum. Svo mætti líka nefna þjóðbúninganámskeið, barnabún- inganámskeið, námskeið í orkeringu auk fleiri námskeiða.“ Á heimasíðu félagsins www.heimilisidnadur. is er hægt að fylgjast með námskeiðsúrvali þess ásamt nánari upplýsingum um kostnað, skrán- ingu auk ýmis fróðleiks um félagið. Stendur vörð um íslenskt handverk Heimilisiðnaðarfélagið var stofnað árið 1913 í þeim tilgangi að varðveita íslenska gripi og menningarverðmæti frá þúsund ára tilveru íslenskrar þjóðar í landinu. Félagið býður upp á fjölda námskeiða í gerð íslensks handverks fyrir alla aldurshópa. Sólveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.