Fréttablaðið - 12.09.2012, Side 38

Fréttablaðið - 12.09.2012, Side 38
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★ ★★ Upphaf Norræns kirkjulistarmóts Ýmsir flytjendur Hallgrímskirkja, 6. september Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera. Áður en Salurinn í Kópavogi, og síðar Harpan, kom til sögunnar, fór stór hluti tónlistar- lífs þjóðarinnar fram í kirkjum. Þar hafa verið flutt alls konar verk, bæði trúarleg og veraldleg. Þetta endurspeglaðist í dagskrá opnunartónleika Norræns kirkjutónlistarmóts. Hún var sett á fimmtu- dagskvöldið í Hallgrímskirkju. Trúarleg verk voru á dagskránni, eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Mist dóttur hans. En einnig var fluttur orgelkons- ert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hann virtist í fljótu bragði ekki hafa mikla trúarlega skírskotun. Nema auðvitað að vera fyrir orgel. Ég er reyndar ekki alveg viss um að hann hefði átt að vera á dagskránni yfir höfuð. Konsertinn hljómaði jú eins og hann væri haganlega gerður, hann var gæddur innra samræmi, þótt lokakaflinn væri óneitan- lega dálítið snubbóttur. Verra var hversu endurtekn- ingarsamur hann var. Einhvers konar tónlistarleg ekkólalía sveif yfir vötnunum í fyrstu tveimur köfl- unum af þremur. Þrástefjun getur auðvitað verið mjög áhrifarík, en hér var hún eins og maður sem segir allt tvisvar. Fyrir bragðið vantaði flæðið í tónlistina. Hún var of fyrirsjáanleg. Konsertinn var samt vel fluttur. Einleikari var Guðný Einarsdóttir. Hún spilaði skýrt og af krafti. Túlkun hennar var stílhrein og hnitmiðuð. Og hljóm- sveitin spilaði fallega undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sömu sögu er ekki að segja um verk Mistar Þorkels- dóttur. Það bar nafnið Hugleiðingar um síðustu stundir Kolbeins Tumasonar. Kolbeinn (1173 - 1208) orti sálm- inn Heyr himna smiður skömmu áður en hann lét lífið í Víðinesbardaga. Hugleiðing Mistar er um sálminn, sem faðir hennar tónsetti (og var sunginn á tónleik- unum). Verkið er fyrir strengjasveit og rörklukkur, og var alls ekki nógu vel spilað. Strengjaleikararnir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands voru ósamtaka, leikurinn var loðinn og ómarkviss. Tónlistin sjálf er líka fremur sviplaus. Flutningurinn þarf að vera sérstaklega vand- aður til að fábrotnar línurnar hverfi ekki með öllu. Langtilkomumestir voru Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Þeir voru samdir árið 1993, en voru hér frumfluttir í hljómsveitarbúningi. Einsöngvarar voru þau Þóra Einarsdóttir sópran og kontratenórinn Tobias Nilsson. Einnig sungu Mótettukór Hallgrímskirkju og Hljómeyki. Textinn er bæði hin klassísku Kyrie, Sanc- tus og Agnus Dei, en líka Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Verkið var hástemmt, þungbúið, hrífandi ljóðrænt og skreytt ákaflega fallegum laglínum. Flutningurinn var glæsilegur, Nilsson söng prýðilega og Þóra var einfald- lega frábær. Það var hreinn unaður að hlusta á hana syngja. Röddin var tær og hljómmikil, lag línurnar fagur lega mótaðar. Kórinn söng líka vel og hljóm- sveitin var mun betri en í verkinu eftir Mist. Jónas Sen Niðurstaða: Nokkuð misjafnir tónleikar; upp úr stendur einstaklega fallegt verk eftir Jón Nordal. Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verk- inu Dúnn eftir dans dúettinn Litlar og nettar sem frum- sýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag. Í verkinu er ekki lítið undir, sjálf tilvist mannsins og sólin. Dúettinn Litlar og nettar skipa þær Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir sem útskrif- uðust af listdansbraut Listaháskóla Íslands í fyrra. Berglind og Ásrún höfðu unnið mikið saman í LHÍ og voru staðfastar í að halda sam- starfinu áfram að lokinni útskrift. Í mars síðastliðnum settust þær niður og hófu hugmyndavinnu að nýju verki og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjalla um tilvist mannsins og sólina. „Þetta tvennt tengist traustum böndum,“ segir Berglind, „þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina afskipta.“ Eftir um mánaðarvinnu fengu þær Berglind og Ásrún þrjá aðra listamenn af ólíkum sviðum til liðs við sig: Ásu Dýradóttur myndlistarkonu, Áka Ásgeirs- son tónlistarmann og Jóhann Bjarna Pálmason ljósameistara, sem lögðu öll sitthvað til verks- ins. „Þetta er allt fólk sem við þekktum úr einni eða annarri átt,“ segir Berglind. „Áki kenndi okkur til dæmis í LHÍ og við þekktum Ásu og Snorra líka. Þau tóku vel í þessa hugmynd þegar við bárum hana undir þau og það varð til þessi klíka.“ Útkoman er sýning sem Berg- lind og Ásrún lýsa sem allt í senn dansverki, gjörningi, ljósverki og leikriti. „Dúnn er sjónarspil,“ segir Berglind. „Við unnum þetta mjög abstrakt; þetta byggir mikið á hreyfitjáningu, eðli málsins sam- kvæmt, en líka á myndum, vídeó- verkum, tónlist og fleiri miðlum. Við höfum verið að prófa okkur mikið áfram á meðan undirbún- ingur stóð.“ Dúnn verður sem fyrr segir frumsýnt á föstudag. Verk- ið verður sýnt alls sex sinnum. Verkið var unnið með styrk frá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu sem veitti 2,8 milljónir króna til verksins. Nánari upp- lýsingar um verkið má finna á heimasíðu þess, http://dunn2012. tumblr.com/. bergsteinn@frettabladid.is Dansað um tilvist mannsins DÚNN Berglind og Ásrún unnu grunngerð verksins saman en fengu síðar Ásu Dýradóttur, Áka Ásgeirsson og Jóhann Bjarna Pálmason til liðs við sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlistarleg ekkólalía 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerandann* Almenningsvitund er sterkasta vopnið gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum Upplýstir foreldrar vernda börn ÞÚ TREYSTIR HONUM EN GÆTI VERIÐ AÐ BARNIÐ ÞITT ÞEKKI HANN BETUR EN ÞÚ? www.blattafram.is *U pp lý si ng ar á w w w .b la tt af ra m .is í bæ kl in gn um : 7 s kr ef ti l v er nd ar b ör nu m . Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2012 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi 2012 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 19. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012 er til 8. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin HVERNIG ER VEÐRIÐ Í DAG? FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag SÍÐUSTU HÁDEGISTÓNLEIKARNIR Kammerkórinn Schola cantorum syngur íslenska og erlenda kirkjutón- list í Hallgrímskirkju klukkan 12 í dag. Kórinn hefur haldið tónleika vikulega í allt sumar og eru þetta síðustu tónleikarnir á þessu hausti. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru meðal annars verk af nýútkomnum geisladiski Schola Cantorum, Foldarskarti. Miðaverð er 1.500 krónur en listvinir Hallgrímskirkju fá tuttugu prósenta afslátt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.