Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 18

Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 18
18 20. september 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðj- ung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátæk- asta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöld- anum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mest- an hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari við- skipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsam- vinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands vinnur gott og þarft verk. Gegn fátækt Þróunar- samvinna Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöld- anum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Kæra borgarfulltrúar? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins reiða hátt til höggs í bókun þar sem sagt er óviðunandi að borgarstjórn annist þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá. Hanna Birna Krist- jánsdóttir og félagar hennar segja svo illa staðið að undirbúningi atkvæða- greiðslunnar af hálfu þingmeirihluta á Alþingi að ólíklegt sé að hún fullnægi formskilyrðum laga. Þá verði ekki annað séð en að „innanríkisráðherra hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að boða til atkvæðagreiðslunnar á ákveðnum degi án full- nægjandi lagaheimildar Alþingis“. Ábyrgir stjórnmálamenn hljóta að kæra lögbrot og því hlýtur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins að kæra atkvæðagreiðsluna. Gjörningsaðilinn Hermt er að á íslensku megi alltaf finna svar og jafnvel orða stórt og smátt sem er og var. Þess vegna er óþarfi að standa í mikilli nýyrðasmíð, en stofnanamálið kallar oft á slíkt. Þannig greindi Lands- björg frá að reynt hefði verið að brjótast inn í skip hennar, Sæbjörgu. Gjörningsaðila tókst þó ekki að komast inn í skipið. Hvað vill Vilhjálmur? Framsóknarflokkurinn í Reykjavík býður upp á laugardagsspjall þar sem Vilhjálmur Birgisson, „verkalýðsforingi“ á Akranesi, verður gestur. Yfirskriftin er einföld: „Hvað vill Vilhjálmur Birgis- son? Endurreisn verkalýðshreyfinga og skipan lífeyrissjóða!“ Þetta er aðdáunarverður áhugi á skoðunum Vilhjálms og vonandi aðeins upphafið að málfundaröð um hvað við öll viljum. Gnótt er af fólki með skoðanir. Hvað vill Jón Jónsson? Hvað vill Jóna Jónsdóttir? Þetta gæti orðið hin besta skemmtun. kolbeinn@frettabladid.is Hjólum til framtíðar 2012 - rannsóknir og reynsla Föstudaginn 21. sept. 2012 kl. 8.30 – 16 í Iðnó • Where are we going to? Academic Cycling Research. Peter Cox GB, lektor í félagsfræði við háskólann í Chester • Winter cycling is an option, Jaakko Ylinampa FI, forstöðumaður þróunardeildar umhverfis- og samgangna í Lapplandi Innlendir fyrirlesarar flytja eftirfarandi erindi: • Mat á gæðum hjólaleiða • Hjólað til og frá vinnu: Vísindaleg reynslusaga • Hjólað í vinnuna, rannsókn á meðal liðsstjóra • Hjólað í skólann – reiðhjólanotkun framhaldsskólanema • Áhrif umhverfisupplifunar á samgönguhjólreiðafólk • Allt á hreyfingu: Hjólreiðar og borgarrými • Hjólastígar Reykjavíkurborgar – samstarf við Vegagerðina • Samgöngusamningar – er þess virði að láta fjármuni í þetta? Pallborðsumræður - kynning á Velo City - móttaka í Ráðhúsinu Borgarstjóri, Jón Gnarr, afhendir Hjólaskálina Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ávarpar ráðstefnuna. Fundarstjóri: Þorsteinn Hermannsson, samgönguverkfræðingur. Skráning á www.lhm.is og við innganginn – ráðstefnan er einnig send út á Netinu. F réttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Þetta er hluti af skilyrðum, sem ESA setti fyrir samþykki sínu við aðstoð ríkisins við nýju viðskiptabankana þegar þeir voru settir á stofn. Starfshópur var settur í málið og á að skila frumvarpsdrög- um í næsta mánuði. Fréttablaðið fékk fremur loðin svör við beinni fyrirspurn til fjármálaráðu- neytisins um hvort stimpilgjöld yrðu afnumin þegar fólk færir lán á milli fjármálastofnana; fjár- málaráðherra er víst ekki búinn að taka afstöðu til málsins. Stimpilgjaldið er einhver skrýtnasti og séríslenzkasti skatturinn sem við búum við. Það er rangnefnt gjald, enda kemur engin þjónusta ríkisins á móti því. Það er bara skattur, sem er lagður á fólk og fyrirtæki sem taka lán í formi veðskuldabréfa. Árið 2008 var lögum um skattinn breytt, þannig að fólk sem tekur lán fyrir sínum fyrstu íbúðakaupum er undanþegið honum. Hins vegar er það áfram svo að vilji fólk til dæmis færa húsnæðislánið sitt til annarrar lánastofnunar af því að þar bjóðast betri kjör, verður það að borga 0,4% af upphæð lánsins í skatt. Það fælir marga frá því að færa viðskipti sín og er veruleg hindrun í vegi virkrar samkeppni á fjármálamarkaðnum. Nú þegar margir leita leiða til að skuldbreyta húsnæðisláninu sínu og íhuga til dæmis að breyta úr verðtryggðu láni í óverðtryggt, er eðlilegt að fólk afli tilboða hjá mörgum fjármálastofnunum og beini viðskiptum sínum þangað sem beztu kjörin bjóðast. Stimpilgjaldið stendur í vegi fyrir því. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lengi gagnrýnt stimpil- gjaldið. Það er ekki bara samkeppnishindrun á fjármálamarkaði, heldur mismunar það líka lánsformum, veikir alþjóðlega sam- keppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja, er hindrun í vegi erlendrar fjár- festingar og var einn af þeim þáttum sem á sínum tíma ýttu fólki og fyrirtækjum út í að taka erlend lán fremur en innlend. Samt er þessi óvinsæli og órökrétti skattur býsna lífseigur. Á síðasta þingi fluttu bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Alþingi frumvörp um að stimpilgjöld af lánum vegna fasteignakaupa yrðu afnumin. Þau náðu ekki fram að ganga. Samt ættu stjórnarandstöðuflokkarnir að eiga góða bandamenn í stjórnarliðinu í þessu máli. Forsætisráðherrann, Jóhanna Sig- urðardóttir, hefur til dæmis kallað stimpilgjaldið „okurskatt“ og að ríkisvaldið komi með „krumluna“ og hirði hundruð þúsunda af húsnæðiskaupendum sem vilji endurfjármagna lán sín og létta sér skuldabyrðina. Í samtali við Fréttablaðið vorið 2007 sagði Jóhanna: „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Nú er tækifærið fyrir Jóhönnu og samráðherra hennar að fram- kvæma það í ríkisstjórn sem þau töluðu fyrir í stjórnarandstöðu. Stimpilgjaldið á að leggja niður, ekki bara af því að ESA segir þeim að gera það, heldur af því að það er ranglátur og óverjandi skattur. Stimpilgjaldið á að leggja niður: Óverjandi skattur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.