Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. september 2012 19 Ímyndum okkur að líkam-legt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus sam- félagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélags- mein að það yrði að opna sér- stakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbí- an myndi ná því stigi að mús- límar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þol- endum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygg- ing og rekstur athvarfs uppræt- ir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaat- hvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjar- stæðukennd og mér þætti hug- myndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmynd- arinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvenna- athvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæð- ið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldis- áverka. Nú veit ég af tilvist þess- ara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafn- vel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunn- ugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfs- ins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka hús- næði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmynd- in um kvennaathvarf jafn fjar- stæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendinga- athvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi hús- næði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvenna- athvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvenna- athvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að lang- tímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvenna- athvarf. Hommaathvarf í miðbænum Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Tit- ill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfund- um, birtir í bókinni hugleiðing- ar um gildi tungumálaþekkingar og -færni. Pétur gerir að umtals- efni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðl- an þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumála- kunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í sam- heiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað ger- ist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). Þegar samfélagsþróun á Íslandi á síðustu árum er skoðuð blas- ir við að þekking á sem flestum tungumálum verður æ mikilvæg- ari í ljósi þess að samsetning íbú- anna breytist, þátttaka Íslands og Íslendinga á alþjóðavettvangi eykst og hingað flykkjast hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Við höfum einsett okkur að veita þess- um gestum fyrirmyndarþjónustu og -aðgengi að landinu, menningu þess og þjóðlífi. En þessir gestir tala ekki íslensku og margir þeirra tala ekki annað en eigið móðurmál. Dæmin eru fjölmörg og það kemur mörgu því kornunga fólki sem vinnur við ferðaþjónustu á Íslandi í opna skjöldu að uppgötva að fólk frá nágrannalöndum okkar eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni skuli ekki tala annað en sitt eigið móðurmál. En sú er raunin og það er á okkar ábyrgð að und- irbúa starfsfólk ferðaþjónustunn- ar fyrir móttöku þeirra með því að kenna íslenskum ungmennum sem flest tungumál – og það vel. Við munum njóta meiri virðingar og velvilja fyrir vikið. Grunnur að tungumálafærni Íslendinga er lagður í grunn- og framhaldsskólum og þar má ekki slá slöku við því að við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál. Þar er að finna langar og stuttar námsleiðir, einvalalið sérmennt- aðra kennara sem allir hafa dvalið langdvölum við erlenda háskóla og þekkja menningu, þjóðlíf og sögu fjölmargra landa, þjóða, málsvæða og heimsálfa. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því að við höfum allt sem til þarf við hönd- ina. Mikilvægi tungumálanáms og -kennslu Samfélagsmál Þórdís Elva Þorvaldsdóttir stjórnarformaður Kvennaathvarfsins Áður en ég settist í stjórn Kvennaat- hvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbund- ið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Menntun Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is th .hhhh. . . th ..hth . th . th ..hth .h.hthhthhthhthhthhttttttttt ð ve að ve ð ve ð ve að v e ð v e að v e ð ve ð v e að ve að ve að v evee ð ve að v eveeee að v ee að veveeveve að v ev að v ð v ð vvv að vv ð vvvv ð vv ððaððððððaððððaa g e ð g e ð g e g gggggg ð ggggggggggg ð g rð g ð ggggggg ðð ggggggggggg rð gggggg rð g rð gggggggggg ð gg ð g rð g ð g ð rð rð ð ð rð rð ðrð rðrððrððððððððrðrðrðrðrðrðrðrðrðrrrrrrrrrrr bbbbbbbbbbbbb ur b tu r b tu r bbbbbbbbbbbbb r bb r bbbbbbb r bb tu r tu re ys t ey st re ys re ys re yy re yy re yeyrerrrrrrrrr á n f á irvirvirvirvvrir v rir vvv rir v rir virrirrirririiiiiiiiiiiriiriririririririrryryryryryyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy arararararrraaaaa B irt m eð f rv yr irv ar a u ar e m p re nt vi l nt v nt v lu r. H e H ei m s im ð i ð i fe rð ir ás k r á r á ilj a r rr r r ér rr sé r ésé tt t tttt t t t tt ét tttét t étéééé eeeeeeee il lee il lee il lell e l l el iiiiiiii ré tétttététététéréréréééréréréérérérrrr ið rrrrrr ð r ið r ð r ið r ð rr iðiðiðððiðiððiii ng a g a g tin ggnggtin g tintinntinit ll á sll á s á á . . u ík u.ku . ík u ík u ttttt A tttt A t A t A t A tttt A t A t A ttt A tt A t A t A t A t A t A t A t AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA aaa.a.a.aaa E N N E M M E / S IA • N M 5 00 44 0 0 frá kr. 79.900 með allt innifalið í 7 nætur Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 27. sept. í viku. Í boði er einkar hagstætt verð á Villa Adeje Beach íbúðahótelinu með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Frá 79.900 kr. Villa Adeje Beach – allt innifalið í 7 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 99.900 á mann. Sértilboð 27. september í viku. Tenerife 27. sept. – 7 nætur Afmaeli 15% 25% www.sonycenter.is 100 Hz X-Reality myndvinnsla Dynamic EDGE LED baklýsing Tilboð 169.990.- 400 Hz X-Reality myndvinnsla Dynamic EDGE LED baklýsing Tilboð 289.990.- 40” LED SJÓNVARP KDL40EX653 46” LED SJÓNVARP KDL46HX753 5 ára ábyrgð að verðmæti 12.000.- fylgir með í kaupunum Sony Center I Verslun Nýherja Borgartúni I 569 7700 Sony Center I Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri I 569 7645
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.