Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 22

Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 22
22 20. september 2012 FIMMTUDAGUR Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í land- inu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera við- stödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaum- um við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleik- arnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og sudd- anum. Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkju- stræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglu- menn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þing- palla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöll- unum. Ég teldi það borgaraleg- an rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætis- megin. Ég gekk því yfir Austur- völl, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávað- inn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkju- stræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dóm- kirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, tákn- um sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingar- verðs löggjafarstarfs. Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lok- inni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómöt- um, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpapp- ír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsending- ar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vipp- aði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælend- ur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundr- aða þjóð, þjóð sem fór út af spor- inu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðing- unni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingis- húsið. Hún verður ekki endur- reist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og rík- isstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þing- ræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. sept- ember. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórn- arfarinu heilu í höfn á komandi vetri. Hryggð yfir Alþingishúsinu Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurn- ingin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þing- sæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmanns- efni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagn- gerar breytingar á öllu fyrir- komulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórn- arskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjós- endum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu. Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meiri- hluta kjósenda má ætla að pers- ónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: • Mikill áhugi kom fram á þjóð- fundinum 2010 á persónukjöri. • Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. • Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. • Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratr- iðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. • Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn með- alvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóð- endur standa til boða en kjós- endur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósend- ur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! • Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsök- in m.a. verið sú að fólki finn- ist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? • Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar. Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntan- lega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja við- halda þessu gætu verið eftirfar- andi, hér ásamt gagnrökum pist- ilshöfundar: • Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlönd- um þar sem alfarið eru kosn- ir einstaklingar en ekki flokk- ar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. • Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósend- um er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! • Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenn- ingu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýði- lega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa. Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raun- veruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund. Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis? Samfélagsmál Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Ný stjórnarskrá Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði AF NETINU Menntamálaráðuneytið gegn menningu Göngur og réttir eru ekki einungis mikilvægar fyrir íslenskt atvinnulíf á landsbyggðinni. Göngur og réttir með þeim hefðum sem þeim fylgja eru mikilvæg menningarverðmæti íslensku þjóðarinnar. Það er mikilvægt að íslensk æska hafi kost á að kynnast þessum þjóð- menningarverðmætum Íslendinga. Þá er ekki síður lærdómsfullt fyrir börnin okkar að taka þátt í göngum og réttum og átta sig þannig á samhengi landbúnaðar, vinnu og matvælaöflunar. En menntamálaráðu- neytið leggur stein í götu þessa. Af ástæðum sem menntamálaráðu- neytið hefur ekki getað fært rök fyrir önnur en „þessu verður ekki breytt“ þá velur ráðuneytið að halda samræmd próf í miðjum göngum og réttum. Þannig kemur ráðuneytið í veg fyrir að þau börn og unglingar sem kost hafa á því að taka þátt í íslenskri þjóðmenningu samhliða því að gera gagn geti sótt réttir. http://blog.pressan.is Hallur Magnússon 50 ÁRA AFMÆLISKVÖLDVERÐUR GRILLSINS TIL STYRKTAR Á ALLRA VÖRUM HELGINA 28 – 29 SEPTEMBER 2012 Veitingastaðurinn Grillið fagnar 50 ára starfsafmæli og af því tilefni höfum við fengið til liðs við okkur fyrrverandi og núverandi matreiðslu- og framreiðslumeistara Grillsins til að bjóða upp á sögulega matarupplifun. Agnar Sverrisson, Ragnar Wessman, Bjarni Gunnar Kristinsson og Sigurður Helgason hafa sett saman ómótstæðilegan 7 rétta matseðil sem túlkar 50 ára sögu Grillsins á nýstárlegan hátt. Kvöldið hefst klukkan 19.00 með fordrykk á Mímisbar og síðan verður töfraður fram 7 rétta matseðill ásamt sérvöldum vínum á Grillinu. Verð kr. 29.000 á mann. Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir Hörður Sigurjónsson í síma 525 9810. VERTU MEÐ OKKUR ÞETTA EINSTAKA KVÖLD OG LÁTTU GOTT AF ÞÉR LEIÐA ALLUR ÁGÓÐI KVÖLDSINS MUN RENNA BEINT TIL ÁTAKSINS Á ALLRA VÖRUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.