Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 26

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 26
20. september 2012 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að kvöldi 2. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Birna Ágústsdóttir Birgir Karlsson Kolbrún Karlsdóttir Ómar Karlsson Harpa Vilbertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR frá Sæborg, Hjalteyri við Eyjafjörð, lést á Landspítalanum að morgni 11. september 2012. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 21. september, kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Þórhallur Jósepsson Herdís Ólafsdóttir Karólína Jósepsdóttir Gunnar Jónsson Skarphéðinn Jósepsson Stefanía Björnsdóttir Ævar Örn Jósepsson Sigrún Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðursystir okkar og stjúpmóðir, KRISTÍN S. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Heynesi, Munkaþverárstræti 44, Akureyri, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 22. sept. kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyrar. Óskar Líndal, Þórður Gíslason, Sesselja Gísladóttir, Kristín Jónsdóttir, Rudolf Ágúst Jónsson, Hermann Jón Jónsson, Karl Friedrich Jónsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, DÓRÓTHEA M. BJÖRNSDÓTTIR Keldulandi 19, lést á Landspítalanum aðfaranótt 16. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, FAAS. Birgir Ólafsson Guðrún Björk Birgisdóttir Hörður J. Oddfríðarson Birna Birgisdóttir Kristján Sverrisson barnabörn, langömmubörn og systkini hinnar látnu. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT MARÍA JÓNSDÓTTIR frá Hnífsdal, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. september klukkan 14.00. Guðmundur Jónasson Jónas Guðmundsson Anh-Dao Tran Arnfríður Guðmundsdóttir Gunnar Rúnar Matthíasson og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PETREA VILHJÁLMSDÓTTIR frá Þorlákshöfn, lést sunnudaginn 16. september á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 22. september kl. 11.00. Vilhjálmur Knútsson Jerine Egede Petra Vilhjálmsdóttir Ingvar Arnarson Jerine Knutsson Lars Peter Lennert Knut Knutsson Kristján Þórir, Örn Ingi og Máni Silja Isadora og Siri Ásta Guðrún, Margrét, Sigurður og Helgi Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS MARTA MAGNÚSDÓTTIR, áður húsfreyja að Herjólfsstöðum í Álftaveri, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 17. september. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. september og hefst athöfnin kl. 13.00. Elín Hjartardóttir Jón Björnsson Hanna Hjartardóttir Vigfús Ólafsson Hannes Hjartarson Ingibjörg Þórisdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og besti vinur, ÓLÖF HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR FRÍÐA SIG. Hörgshlíð 8, lést sunnudaginn 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Þór Gunnarsson Sigrún Ása Sturludóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Harpa Másdóttir Embla Þórsdóttir Klaus Wallberg Andreasson Sturla Þórsson Guðlaug Ýr Þórsdóttir Magnús Már Guðjónsson Askur Wallberg Klausson og Ísabella Ýr Klausdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Magnússkógum III, Dalabyggð, andaðist laugardaginn 15. september. Hún verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Dalabyggð laugardaginn 22. september kl. 14.00. Dagný Ósk Halldórsdóttir G. Reynir Georgsson Anna Berglind Halldórsdóttir Ólafur Bragi Halldórsson Kristín Halldórsdóttir Árni Geir Sigvaldason Sigrún Margrét Halldórsdóttir Almar Týr Haraldsson og ömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN HERBERT KRATSCH járnsmiður, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. september kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar LSH, sími 543-1159. Sigríður Marteinsdóttir Guðjón Steinsson Walter M. Marteinsson Ingibjörg Ú. Sigurðardóttir Gunnar Þór Marteinsson Guðrún I. Gunnarsdóttir Margrét Björg Marteinsdóttir Jóhann Rúnar Guðbjarnason Árný Marteinsdóttir Sæmundur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. „Afmælisdagurinn verður rólegur hjá mér. Ég mæti sennilega í stafgöngu síðdegis og ver svo kvöldinu með fjöl- skyldu og nánustu vinum,“ segir Guðný Aradóttir sem er sextug í dag. Tíma- mótunum ætlar hún hins vegar að fagna með sérstökum hætti á laugardaginn. „Ég ætla að bjóða þeim sem gengu með mér eina sumarnótt frá Þingvöll- um til Reykjavíkur og öðrum vinum og vandamönnum upp á haustlitagöngu um Laugardalinn klukkan hálf tólf á laugardag og í kjötsúpu við þvottalaug- arnar á eftir,“ upplýsir hún og er beðin að lýsa aðeins þessari næturgöngu. „Þetta var styrktarganga sem ég efndi til á Facebook 15. júní á vegum átaks- ins Göngum saman og í hana mættu 70 manns. Tilgangurinn var að safna fjár- munum til grunnrannsókna á brjósta- krabbameini. Við gengum Nesjavalla- leiðina og vissulega voru brekkur í kambinum sem tóku alveg í en við skil- uðum okkur öll í bæinn, komum niður í byggð hjá Rauðavatni, löbbuðum um Elliðaárdalinn og enduðum í Laugar- dalnum eftir tólf tíma með stoppum og öllu. Það var blíða allan tímann.“ Yfir kjötsúpupottinum við þvotta- laugarnar ætlar Guðný að afhenda afraksturinn af göngunni en vill ekki gefa upp á þessari stundu hver hann er, en kveðst afar ánægð með hann. „Að fá að vera hraust og geta lagt eitt- hvað til vísindasamfélagsins þannig að við getum fundið leiðina að lækningu á brjóstakrabbameini, fyrir það ætla ég að þakka á þessum tímamótum,“ segir hún. Ástæðu þess að Guðný berst fyrir auknum grunnrannsóknum á brjósta- krabbameini segir hún þá að hún hafi bæði misst systur sína og vinkonur úr þeim vágesti. Góðu fréttirnar séu þær að vísindunum fleygi ört fram og bata- horfur séu allt aðrar í dag en fyrir tutt- ugu árum. „Bara á síðustu fimm árum hefur heilmikið gerst,“ segir hún. Fyrsta afmælisveislan sem Guðný man eftir henni til heiðurs var á Egils- stöðum þar sem hún sleit barnsskón- um. Hún kveðst hafa flutt í bæinn fyrir þrjátíu árum, eftir ellefu ára viðkomu á Eskifirði. Guðný starfar við tölvu- og upplýs- ingakerfi Íslandspósts. Hreyfing hefur verið henni áhugamál allt frá því hún stundaði skíðaíþróttina í Oddsskarði. Hún stóð á tindi Kilimanjaró fyrir fimm árum og hefur stundað einka- þjálfun með fram vinnu síðustu ár ásamt því að stjórna stafgöngu í Laug- ardalnum með annarri konu. „Maður sér það alltaf betur og betur að hreyf- ing innan skynsamlegra marka er nauðsynleg bæði sem forvörn og end- urhæfing,“ segir Guðný og þar með er hún rokin af stað í göngu. gun@frettabladid.is GUÐNÝ ARADÓTTIR GÖNGUGARPUR: ER SEXTUG Í DAG Býður til haustlitakjötsúpu ELDHRESS Guðný heldur mikið upp á Laugardalinn þar sem hún ætlar að halda upp á tímamót á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON fyrrverandi ráðherra á afmæli í dag. „Mín skoðun er sú að þótt stundum megi benda á pappírsflóð og tildur í menningarsamskiptum þjóðanna þá séu þau í heild góð og gagnleg.“ 98

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.