Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 31

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 31
KAFFI FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Kynningarblað kaffidrykkir kaffihús kaffigerð kaffinautn kaffinýjungar kaffiáhrif Sænski kaupsýslumaðurinn Victor Theodore Engwall var svo ákafur áhugamaður um kaffi að hann ákvað að helga líf sitt leitinni að hinni fullkomnu kaffi- baun. Hann stofnaði því sérstakt fyrirtæki í kringum kaffiástríðu sína og gaf því latneskt heiti heima- bæjar síns, Gävle (Gevalia). Í dag hvílir Gevalia á traust- um grunni aldagamalla hefða og býður enn upp á sömu klassísku vörurnar sem neytendur um víða veröld njóta á hverjum degi. Auk þess leggur Gevalia mikið upp úr vöruþróun og er ötult við að kynna spennandi nýjungar. Fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið meðal annars nýja kaffilínu þar sem neyt- andanum er boðið í sannkallaða heimsreisu, allt frá skógum Suður- Ameríku til víðáttu Indlands. Monsoon Storm heitir önnur af nýju tegundunum sem nú eru seldar hér á landi. Um er að ræða dökkristað, kraftmikið kaffi með keim af súkkulaði. Abyssian Dawn er léttristað kaffi með mikilli fyll- ingu sem á uppruna sinn í Eþíópíu, fæðingarstað kaffisins. Sem aðili að Rain Forrest Alliance (samtök- um fyrirtækja sem vinna að vernd- un regnskóga) hefur Gevalia sjálf- bærni ræktarsvæða ávallt að leið- arljósi. Gevalia hefur auk þess unnið um árabil að uppbyggingu innviða samfélagsins í Perú og Kól- umbíu, innlendum kaffiframleið- endum til hagsbóta og aukinna lífsgæða. „Baunir og malað úrvalskaffi frá Gevalia hafa verið á boðstól- um hérlendis í áratugi og Íslend- ingar hafa alltaf kunnað að meta gott kaffi,“ segir Þórður Þórisson sem hefur verið vörumerkjastjóri hjá Innnes undanfarin 6 ár. „Kaffi er svo miklu meira en bara neysluvara. Kaffi er saga, menning, lífsstíll og hefðir allt í senn og að sjálfsögðu taka neyt- endur ástfóstri við sína tegund. Andi Gevalia hefur alltaf verið skemmtilegur og svolítið stríðn- islegur. Það er enginn tilbúning- ur að Gevalia fær fólk til að tala. Ég rifja gjarnan upp ummæli sem höfð voru eftir kaffisérfræðingi hjá Gevalia: „Þessi baun býr yfir meiri ilmi og sterkara bragði en svo að einum manni endist ævin til þess að skilgreina hana.“ En við höfum þá nóg um að tala á leiðinni og þar hjálpar Gevalia til.“ Traustar hefðir og heillandi nýjungar hjá Gevalia Gevalia hefur um árabil verið eitt af þekktari vörumerkjum á kaffimarkaði á Íslandi. Kaffið á sér merka sögu og uppruni þess kemur mörgum á óvart. Þórður Þórisson vörumerkjastjóri hjá Innnes segir engan tilbúning að Gevalia fái fólk til að tala. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.