Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 20122
MEXÍKÓKAFFI
Gott er að nota sérstök Irish coffee-glös undir þennan
drykk eða önnur falleg glös.
30 ml Kahlua-kaffilíkjör
15 ml tekíla (tequila)
140 ml sterkt kaffi
2 msk. þeyttur rjómi
Setjið fyrst líkjör, síðan tekíla og loks kaffi.
Rjóminn settur ofan á.
ÍRSKT KAFFI
Irish coffee er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Hér er
grunnuppskrift að þessum vinsæla drykk. Margir hafa
síðan prófað að breyta honum, til dæmis með því að
setja smávegis kanil saman við.
1 bolli gott og sterkt kaffi
1 msk. púðursykur
30 ml írskt viskí
Þeyttur rjómi
Setjið heitt kaffi í glas, bætið sykri og viskíi út í og hrær-
ið. Setjið síðan þeyttan rjóma ofan á. Sumum finnst
betra að nota heita skeið til að setja rjómann út í en þá
linast hann.
JAMAÍKAKAFFI
Þessi drykkur er borinn fram í fallegu glasi.
20 ml dökkt romm
20 ml Kahlua eða annar kaffilíkjör
235 ml sterkt kaffi
2 msk. þeyttur rjómi
1 súkkulaðibaun
Romm og kaffilíkjör í botninn og þar á eftir kemur kaffi.
Þeyttur rjómi settur ofan á og ein kaffibaun til skreyt-
ingar.
ST. MICHAEL‘S IRISH AMERICANO
Þetta er vinsæll drykkur eftir mat og borinn fram eins og
Irish coffee.
90 ml espresso-kaffi
90 ml írskt viskí
1 msk. sykur
1 msk. rjómi
175 ml heitt vatn
2 msk. þeyttur rjómi
Setjið espresso í uppáhaldsbollann, bætið viskíi saman
við, sykri, rjóma og heitu vatni og hrærið. Skreytið með
þeyttum rjóma.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Á Ítalíu er drukkið espresso-kaffi eftir máltíð. Það er í mjög litlum kaffibolla,
kaffið vel sterkt og sykrað ríku-
lega vilji fólk það. Cappuccino er
sömuleiðis ítalskur kaffidrykk-
ur en þar í landi þykir dónaskap-
ur að biðja um það eftir mat. Cap-
puccino er fremur morgundrykk-
ur á Ítalíu. Íslendingar þekkja
latte-kaffi en það er ítalskur kaffi-
drykkur með mikilli mjólk. Flest-
ir þekkja orðið vel þessi ítölsku
kaffidrykkjanöfn, enda eru þau
orðin alþjóðleg.
Írskt kaffi með viskíi hefur
ávallt verið vinsæll drykkur um
allan heim. Þróaðar hafa verið
ýmsar útgáfur af honum og eru
þá notaðar mismunandi vín- eða
líkjörstegundir út í kaffið. Vel má
nota líkjöra eins og Tia Maria og
Amaretto í kaffidrykk.
Hér eru uppskriftir að nokkrum
þekktum kaffidrykkjum með mis-
munandi bragðtegundum. Hægt
er að gera Irish coffee á sama hátt
en sleppa áfenginu. Í staðinn má
setja kaffibragðefni sem fást í
flestum kaffiverslunum.
Vinsælir og hressandi kaffidrykkir
Kaffidrykkir eru ljúffengir, hvort sem þeir eru óáfengir eða áfengir. Áfengur kaffidrykkur getur komið í stað eftirréttar eftir góða
máltíð. Margar tegundir eru til af áfengum kaffidrykkjum en þekktastur er Irish coffee.
KAFFIBAUNARÆKT Í HEIMINUM
Bestu ræktunarskilyrði kaffiplöntunnar er að finna við miðbaug
þar sem hitabeltisloftslag er ríkjandi. Helstu ræktendur kaffibauna eru
Kólumbía, Víetnam og Brasilía en til samans rækta þessi þrjú lönd um
helming kaffibauna í heiminum. Umfangsmesta framleiðsla kaffibauna
fer fram í löndum Mið- og Suður-Ameríku en auk Brasilíu og Kólumbíu
eru Mexíkó, Perú, Gvatemala og Hondúras meðal stærstu kaffibauna-
ræktenda heims. Indónesía, Eþíópía og Indland eru einnig umfangsmiklir
kaffibaunaræktendur. Kaffibaunir eru ræktaðar í
meira en 85 löndum í dag og talið er að
rúmlega 20 milljónir manna hafi atvinnu
af ræktun og framleiðslu kaffibauna
og sölu þeirra um allan heim.
Kaffibaunir hvers lands hafa sín
sérkenni þar sem birtuskilyrði og
loftslag skipta miklu máli. Tveir
helstu stofnar kaffibauna eru
Robusta og Arabica. Þær eru
líkar í útliti en bragðmunur-
inn er mikill.
Uppruna Robusta-kaffibaun-
arinnar má rekja til vestur-
hluta Afríku. Baunirnar eru
hrjúfari en Arabica-baunirnar og
eru aðallega notaðar í iðnaðar- og
skyndikaffi. Um þriðjungur kaffifram-
leiðslunnar í heiminum er úr Robusta-kaffi-
baunum og þær innihalda um helmingi meira magn koffíns en Arabica-
baunirnar. Arabica-kaffibaunirnar eru hins vegar taldar mun bragðbetri
baunir en uppruna þeirra má rekja til Afríkuríkjanna Eþíópíu og Jemen.
Viðskipti með kaffibaunir eru þau næstumfangsmestu í heiminum í dag
á eftir olíunni.