Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 20124 MIKILVÆGUR DRYKKUR Kaffi er mörgum mikilvægt og sumum finnst þeir ómögulegir áður en þeir fá fyrsta bolla dagsins. Margar hefðir eru í kringum kaffidrykkju og mörgum frasanum verið fleygt. Hér eru nokkrar tilvitnanir frá þekktum og óþekktum aðilum um kaffi og mikilvægi þess. ● Morgunn án kaffis er eins og svefn. (höf. óþekktur) ● Allt of mikið af kaffi. En án þess hefði ég óþekkjanlegan persónu- leika. (David Letterman) ● Svefn er einkenni kaffiskorts. (höf. óþekktur) ● Eins og allir sem gera þau mistök að eldast byrja ég daginn á kaffibolla og lestri minningar- greina. (Bill Cosby) ● Kaffi er drykkur sem lætur fólk sofna þegar hann er ekki drukk- inn. (Alphonse Allais) ● Eilífð: tíminn sem það tekur að hella upp á fyrsta bolla morguns- ins. (höf. óþekktur) ● Taka starfsmenn Lipton ein- hvern tíma kaffipásur? (Steven Wright) ● Koffínlaust kaffi er eiginlega eins og að kyssa systur sína. (Bob Irwin) ● Ég hef mælt líf mitt í skeiðum af kaffi. (T.S. Eliot) ● Væri ég kona held ég að ég myndi nota kaffi sem ilmvatn. (John Van Druten) ● Ég hlæ aldrei fyrr en ég hef fengið kaffið mitt. (Clark Gable) HEFUR ÝMIS ÁHRIF Á LÍKAMSSTARFSEMINA Flestum þykir hressandi að fá sér kaffibolla í morgunsárið. Ástæðan er sú að koffín hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið, hjartað og vöðvana. Þreytutilfinning minnkar og einbeiting eykst. Hjartsláttur verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar og grunnefnaskiptahraðinn eykst. Þvaglát verða tíðari og stundum slaknar á vöðvaspennu. Einn til tveir kaffibollar á dag virðast ekki hafa slæm áhrif á fólk en þeir sem drekka mikið kaffi geta fundið fyrir óreglulegum hjartslætti, höfuðverk, flökurleika, vöðvaspennu og svefnleysi. Koffín er ekki eingöngu að finna í kaffi heldur líka í tei, kakói, orkudrykkjum og súkkulaði. Í 200 millilítrum af uppáhelltu kaffi eru 100 milligrömm af koffíni en í sama magni af svörtu tei eru 35 milligrömm af koffíni. Í 100 grömmum af mjólkursúkkulaði eru 15 milligrömm af koffíni en í dökku súkkulaði eru 65 milligrömm. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hættir að finna fyrir svefnleysi eftir þrjá 400 milligramma skammta af koffíni á dag í heila viku. Af ofansögðu má þó sjá að það þarf að innbyrða ansi mikið magn af kaffi og öðrum afurðum sem innihalda koffín til að ná 1.200 milligrömmum á dag. VINSÆL KAFFIHÚS Kaffihús eru vinsæl í bíómynd- um og sjónvarpsþáttum. Mörg fræg atriði gerast einmitt á kaffi- húsum. Hver þekkir ekki Central Perk úr Friends-þátt- unum? Það er talið hafa vakið upp mikla kaffi- húsamenn- ingu víða um heim. Central Perk á að vera í Greenwich Village í New York, nálægt íbúð Monicu, en hún starfaði þar um tíma. Helsti þjónn fimmmenningana í Friends var Gunther en Phoebe lék oft á gítarinn sinn á staðnum. Mörg þekkt atriði úr þáttunum voru einmitt tekin á appelsínu- gula sófanum sem stóð úti á miðju gólfi á staðnum. Café Nervosa er annað þekkt sjónvarpskaffihús. Það kom fyrir í þáttunum um Frasier en þeir bræður, Frasier og Niles, skegg- ræddu málin þar yfir kaffibolla. Mismunandi kaffiþjónar koma þar við sögu. Café Nervosa átti að vera staðsett í Seattle. Nú má finna kaffihús með þessu nafni víða um heim. Fjórði hver Íslendingur velur Senseo kaffi. Kannski er það mjúka froðulagið. Kannski er það lauflétti framreiðslumátinn. Kannski er það úrval ómótstæðilegra bragðtegunda. Sjötíu þúsund seldar Senseo vélar tala sínu máli. Íslendingar vilja Senseo kaffi. E N N E M M / S ÍA / N M 5 4 3 7 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.