Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 40
20. september 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. tveir eins, 8. fornafn, 9. bein, 11. leita að, 12. þyrping, 14. urga, 16. tveir eins, 17. bókstafur, 18. drulla, 20. tveir eins, 21. urmull. LÓÐRÉTT 1. iðja, 3. umhverfis, 4. peninga- græðgi, 5. af, 7. endalaus, 10. framkoma, 13. atvikast, 15. sálar, 16. starfsgrein, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ee, 8. mér, 9. rif, 11. gá, 12. klasi, 14. ískra, 16. ff, 17. enn, 18. aur, 20. dd, 21. grúi. LÓÐRÉTT: 1. verk, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. eilífur, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. fag, 19. rú. Ég sá fyndið myndband á YouTube í dag... Þú?? Ég held að þú hafi vakið aðdáun hans. Ég held að ég, einn míns liðs, sé búinn að gera YouTube hallærislegt. Horfir þú á YouTube? Þú? ÞÚ? Ég er búinn að segja þér það þúsund sinnum, ég meðhöndla ekki sjúklinga sem þjást af minnisleysi! Finnst þér enn þá að þau hafi ekkert við hund að gera? Klapp klapp klapp Hann hefur átt erfiða tíma í vinnunni! Jæja … nú skal hann fá langa hvíld!G-strengs Gulli er að skokka með Mjónasi... Passaðu þig! GARG! Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snú- ast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáld- skaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkom- lega óhugsandi að kona öðlist ham- ingju öðruvísi en í gegnum sam- band við karlmann. „Þetta er bara svona.“ SÚ STAÐREYND að æ fleiri konur kjósa að búa einar hefur ekki ratað inn í afþreyingariðnaðinn, enda yfir- leitt ekki tekið mark á slíkri vit- leysu. Kona sem býr ein gerir það, samkvæmt skilgreiningu, í neyð. Annaðhvort er hún ekki „gengin út“ og á sífelldum höttum eftir álitlegu mannsefni, eða að hún er „á milli manna“, nýkomin úr einu sambandi og þráir ekkert heitar en að komast í annað. Já, eða þá hreinlega bara lesbía sem þorir ekki að koma út úr skápnum. Einu undantekningarnar eru ekkjur sem komnar eru á virðulegan aldur. Þær hafa leyfi til að njóta þess að vera loksins einar með sjálfum sér, frjálsar að því að sinna ekki öðru en eigin lífi. Maður fær helst á tilfinninguna að sam- búð og hjónaband sé einhvers konar afplánun sem konur verði að ljúka áður en þeim er frjálst að sinna sjálfum sér. KVENLEGU EÐLI er jafnan borið við ef hreyft er mótmælum við þessari algildu skoðun. Konur þurfa fjölskyldu til að sjá um, dútla við og hjúkra, mann til að líta upp til og láta vernda sig gegn áföllum lífsins. Kjósi þær annað lífsform eru þær eigingjarnar, kaldrifjaðar tíkur sem hugsa ekki um neitt nema sjálfar sig. Karlmað- ur í sömu stöðu er framagjarn eða glaum- gosi eða hreinlega giftur vinnunni sinni og – merkilegt nokk – ekkert ámælisvert við það. Piparsveinn er eftirsóknarverður feng- ur sem konur eiga að berjast um að koma böndum á. Piparjúnka er aumkunarverð kona sem enginn hefur viljað líta við. Og, já, þessi hugsun lifir góðu lífi á því herr- ans ári 2012. Piparjúnka er auðvitað ekki leyfilegt orð í rétthugsunarkirkjunni, en hugsunin er sú sama þótt orðum sé breytt og afþreyingariðnaðurinn rær að því öllum árum að viðhalda þeirri ímynd að hamingja kvenna felist í hjónabandinu, þvert á vax- andi vinsældir einbýlisformsins. Nóra skal með góðu eða illu koma sér heim aftur og halda sig þar. Hvað var hún líka að vilja út í lífið? Vildi fá sér vænan mann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.