Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 42

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 42
20. september 2012 FIMMTUDAGUR30 30 menntun@frettabladid.is STUNDUÐU NÁM Í ARKITEKTÚR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2011. Það nám er kennt í Listaháskóla Íslands.44 62 nemendur settust í 10. bekk Valhúsaskóla í haust en í skólanum eru um 300 nemendur. Fjóla Stefánsdóttir er í tíunda bekk í Valhúsaskóla. Hún segir töluverða ábyrgð fylgja því að vera tíundu bekkingur. „Það er dálítil breyting sem fylgir því að byrja í tíunda bekk,“ segir hún. „Ekki beint meira stress, en við þurfum að vera fyrirmynd- ir yngri krakkanna og gefa þeim gott fordæmi. Námið er líka orðið þyngra.“ Já, skólaárið hófst á sam- ræmdum prófum, var það ekkert undarleg tilfinning? „Jú, það var mjög skrítið og erfitt. Maður er ekki kominn í neinn prófgír í sept- ember, en vonandi gekk það vel.“ Ertu búin að ákveða í hvaða fram- haldsskóla þú vilt fara á næsta ári? „Já, mig langar í Kvenna- skólann og vona að það takist. Það er orðið svo erfitt að komast inn í þann framhaldsskóla sem maður vill helst, þarf megagóðar ein- kunnir, en ég held ég ráði nú alveg við það.“ Fjóla segir félagslífið í skólan- um vera mjög gott og það sé mikil samheldni meðal krakkanna. „Það er mjög mikið lagt í félagslífið hjá okkur,“ segir hún. „Það er hérna félagsmiðstöð sem heitir Selið og þar eru alls konar klúbbar, alltaf einhverjar samkomur og eitthvað skemmtilegt í gangi.“ Hvaða námsgrein finnst þér skemmtilegust? „Tungumálin eru uppáhaldið mitt. Mér finnst mjög gaman að læra þau öll, en stærð- fræðin er leiðinlegust. Ég er ekki góð í henni.“ Hvað stefnirðu á að verða í fram- tíðinni? „Mig langar til að verða sál- fræðingur og snyrtifræðingur. Ég þekki konu sem er sálfræðingur og er alltaf að spyrja hana út úr. Mér finnst það mjög spennandi grein.“ - fsb Tíundu bekkingar eru fyrirmyndir ÁBYRGÐ Fjóla Stefánsdóttir, nemandi í Valhúsaskóla, segir töluverða breytingu fylgja því að byrja í tíunda bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kennsla í fjármálalæsi hefst í Menntaskólanum við Sund eftir áramót. Þar fá nemendur leiðsögn í að greina valkosti í fjármálum og gera áætlanir til fram- tíðar. Ingvar Freyr Ingvars- son hagfræðingur er skipu- leggjandi námsins. „Fjármálalæsi er valáfangi þriðja og fjórða árs nemenda í Mennta- skólanum við Sund á vorönninni 2013 og undirtektir við honum eru mjög góðar. Þetta efni höfð- ar mjög til unga fólksins og nem- endurnir sem hafa skráð sig eru af hinum ýmsu kjörsviðum skól- ans innan náttúrufræði og félags- fræðibrauta,“ segir Ingvar Freyr Ingvarsson sem hefur útbúið umgjörð fyrir kúrs í fjármálalæsi og mun kenna hann ásamt Sigmari Þormar. Báðir eru þeir kennarar við Menntaskólann við Sund, Ing- var Freyr í hagfræði og Sigmar í félagsfræði. Ingvar Freyr kennir einnig hagfræði við Menntaskól- ann í Reykjavík og Kvennaskólann. Hann segir Kvennaskólann spennt- an fyrir námskeiðinu í fjármála- læsi líka. „Vonandi tekst að koma þessu efni víðar inn í framhalds- skólana því það á erindi við alla,“ segir hann og telur varnarleysi ungs fólks við lánagylliboðum og annarri fjárplógsstarfsemi verða best mætt með aukinni fræðslu í stað boða og banna. En er eitthvert kennsluefni til sem þeir félagar, Ingvar Freyr og Sigmar getið vaðið í? „Já, það hafa ýmis fræðslurit og leiðbeiningar um fjármál einstak- linga komið út. Við munum meðal annars styðjast við ritið Ferð til fjár – Leiðarvísir um fjármál fyrir ungt fólk, eftir Breka Karlsson og bók Ingólfs Ingólfssonar, Þú átt nóg af peningum. Þar er að finna mörg góð ráð. Íslandsbanki gaf líka út ritið Verðbréf og áhætta á árum áður sem gott er að glugga í og ýmislegt fleira mætti nefna. Einnig munum við sýna ýmis myndskeið úr fjár- málalífinu, fara yfir það hvað gerð- ist í hruninu og afleiðingar þess, Gylliboðum best mætt með fræðslu um fjármál VIÐ KENNSLU Í HAGFRÆÐI Ingvar Freyr telur mikilvægt að fræða unga fólkið um fjármál til að auka mögleika þess á réttum ákvörðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrsta íslenska kennslubókin í tónfræði á punktaletri og punkta- letursnótum er komin út. Hún er einnig með hefðbundnu letri. Til þessa hafa blindir tónlistar- nemendur ekki átt þess kost að læra nótur á íslensku punktaletri. Bókin er því stórt skref í þá átt að þeir hafi jöfn tækifæri og sjá- andi á því sviði. Punktaletursnótur hafa verið til nánast jafn lengi og punktaletrið sjálft eða í um það bil 200 ár. Þær notast við sama sex- punkta kerfi og venjulegt punkta- letur en merking táknanna breyt- ist. Það voru þeir Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agn- arson, tónlistarmenn og félagar í Blindrafélaginu, sem settu náms- efnið saman. Verkefnið var unnið með stuðningi frá Stuðningi til sjálfstæðis – styrktarsjóði Blindra- vinafélags Íslands og Blindra- félagsins og Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstak- linga. - gun Fyrsta tónmennta- bókin fyrir blinda STÓR STUND Snorri Örn Snorrason, aðstoðarskólastjóri FÍH, og Íva Marín Adrichem nemi fengu fyrstu eintök. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra stendur á milli höfundanna Hlyns Þórs Agnarssonar og Eyþórs Kamban Þrastarsonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Grundvöllur góðs lífs er að hafa fjármálin í lagi. ■ Hver og einn einstaklingur er ábyrgur fyrir sínum fjármálum. Aðrir eiga ekki að bera ábyrgð á þínum fjármálum. ■ Hver og einn þarf að huga miklu betur að því að sækja sér fræðslu um fjármál. ■ Mikið er af gylliboðum á fjármálamarkaði. Mikilvægt er að velja vel. ■ Helsti árangur þess að læra fjármálalæsi og hafa stjórn á sínum eigin fjármálum er að geta sofið vært á nóttunni. HEILRÆÐI INGVARS FREYS Í tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar BROT AF STAÐREYND eftir Jónas Þorbjarnarson verður haldið útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar í dag fimmtudaginn 20. september kl. 17. Ástráður Eysteinsson segir nokkur orð um skáldið og rithöfundarnir Bjarni Bjarnason og Óskar Árni Óskarsson lesa ljóð úr bókinni. Verið velkomin! ræða um viðskiptasiðferði og þess háttar, kostnað við lántökur, um líf- eyrissjóðina, smálánafyrirtækin, verðtrygginguna og útskýra ýmis hugtök í fjármálaumræðunni,“ lýsir Ingvar Freyr og lofar að fjalla líka um gildi sparnaðar og kynna unga fólkinu hvaða kostir eru þar í boði. Ingvar Freyr útskrifaðist úr hag- fræði í febrúar 2011 og hefur starf- að sem aðstoðarkennari í Háskóla Íslands en segir námskeið af þessu tagi nýjung innan framhaldsskóla- stigsins. „Hingað til hefur fjármála- læsi aðeins verið kennt á lífsleikni- námskeiðum og þá bara í tveggja vikna kúrsi á fyrsta ári. Nú verð- ur þetta heildstætt símatsnám- skeið sem verður tekið til prófs á vorönn.“ Hann segir námið verða með heimspekilegu ívafi því sál- ræni þátturinn megi ekki gleym- ast. Fólk þurfi til dæmis að setja sér markmið í sambandi við fjár- málin. „Þess vegna er svo gott að hafa félagsfræðikennarann Sigmar með í þessu,“ segir hann. Hugmyndin er að koma þessu efni inn í námsskrá ef vel gengur og að allir árgangar skólans geti notið þessarar kennslu. „En fyrst verðum við að prófa bæði námskeiðið og námsefnið og helst að gefa út kennslubók í faginu, staðfærða að íslenskum veruleika.“ gun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.