Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 46

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 46
20. september 2012 FIMMTUDAGUR34 Fimmtudagur 20. september ➜ Tónleikar 17.30 Tónlistarmennirnir Sigtryggur Berg, Jónas Sen og Reptilicus leiða saman hesta sína á Undiröldunni í Kaldalóni í Hörpu. Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12 Tóna. Tónleikaröðin er sett fram í því skyni að kynna undirölduna í íslenskri tónlistarmenningu og leyfa almenningi að fylgjast með þeirri grósku sem á sér stað í íslensku tónlistarlífi. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Ilans Volkov á tónleikum í Hörpu. Einleikari er Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Flutt verður níunda sinfónía Bruckners og Selló- konsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn. 21.00 Hljómsveitin 1860 heldur tónleika á veitingastaðnum Sæmundi í Sparifötunum á Kex Hosteli. 1860 er fimm manna hljómsveit sem spilar þjóðlagaskotið indí-popp undir áhrifum frá Simon & Garfunkel, Fleet Foxes, Belle & Sebastian og Arcade Fire. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Sýningar 21.00 Óperusýningin Ráðskonuríki verður flutt á Café Rosenberg. Það er Alþýðuóperan sem setur verkið á svið á hátt sem aldrei hefur þekkst hérlendis. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Uppákomur 20.00 Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur stendur fyrir kvennakvöldi í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33. Boðið verður upp á skemmtiatriði. Ingó veðurguð mætir, tískusýning, snyrtivöru- kynning og fleira. Allir velkomnir. ➜ Listamannaspjall 12.10 Berglind Björnsdóttir ljós- myndari ræðir sýningu sína, Kona, sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Berglind leiðir gesti um sýninguna og segir frá hugmyndinni á bak við myndaseríuna þar sem hún leitast við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu. Sýningunni lýkur á sunnudag. Enginn aðgangseyrir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Alþjóðamálastofnun og Stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands í sam- starfi við Norræna húsið standa fyrir opnum fundi í fundarsal Norræna hússins. Dr. Michael Minkenberg, pró- fessor í stjórnmálafræði við European University Viadrina í Frankfurt, heldur erindi um öfga hægri flokka í Evrópu og áróður þeirra gegn útlendingum. Enginn aðgangseyrir. 20.00 Brynhildur Pálsdóttir hönn- uður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt halda fyrirlestur um sýninguna Lífið í Vatnsmýrinni, sem nýlega var opnuð í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er hluti af mánaðarlegri fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. ➜ Myndlist 17.00 The Infinite Day eða Endalaus dagurinn, sýning á verkum Birgis Andréssonar, verður opnuð í i8 Gallery. Sýnd verða verk sem varpa ljósi á list- ræna breidd Birgis, þar á meðal verk á pappír, málverk og þrívíð verk, sem sum hver hafa ekki áður verið sýnd. Enginn aðgangseyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kjarvalsstaðir Ég ætla ekki að byrja þessa grein á því að tala um hvað svarthvíta loftið í Vestursal Kjarvalsstaða fer í taugarnar á mér. Ég ætla heldur ekkert að vera að minnast á vit- lausar merkingar á verkum á sýn- ingunni, eins og til dæmis það að öll fjögur verk Sigríðar Björns- dóttur eru sögð vera gerð með olíu á striga en eru augljóslega gerð með olíu, eða einhverri annarri málningu, á tré og masónít. Látum þetta tvennt liggja á milli hluta. Ég vil hins vegar byrja á því að segja hversu veikur ég er fyrir þessu tímabili í íslenskri listasögu, tímabilinu frá 1957 – 1970, og hvað ég er ánægður með að fá tækifæri til að læra meira um það og allar þær fjölbreyttu hræringar og öru umbreytingar sem áttu sér stað á þessum tiltölulega stutta tíma, og á árunum á undan. Í því samhengi hvet ég alla sýn- ingargesti til að lesa ítarlegan texta í sýningarskrá sem Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri ritar, þar sem hann fer yfir og rökstyður þá til- gátu sína sem lögð er til grund- vallar sýningunni, að strangflat- arlistin hér á Íslandi, sem kom til sögunnar hér á landi um 1950, hafi verið eins konar útúrdúr; „á skjön við það sem kalla mætti megin- straum íslenskrar myndlistar“. Þar á Aðalsteinn við m.a. að hið íslenska landslagsmálverk Týnda tímabilið LJÓÐHEIMAR „Það er áhugavert að leyfa höggmyndum frá þessum tíma að vera með á sýningunni, og sýna þar með fram á að ljóðræna abstraktlistin var meira en bara í málverki,” segir Þóroddur Bjarnason meðal annars í dómi sínum. Myndlist ★★★★ ★ Ljóðheimar Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðasala hefst á hádegi í dag, föstudag 20. nóvember 2012 kl. 19:30 www.harpa.is Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi Berliner Philharmoniker undir stjórn Sir Simon Rattle lifi áfram í gegnum ljóðrænu abstraktlistina, og má taka undir það með honum heils hugar. Í mjög stuttu máli þá er ljóðræn abstraktlist það sem í Bandaríkj- unum kallaðist Abstract Express- ionism, og margir þekkja úr verkum slettumálarans Jackson Pollock og málara eins og Wil- lem De Koonig og Mark Rothko. Í Evrópu var talað um stefnuna sem ljóðræna abstraklist, þar sem Vassely Kandinsky er nefndur sem faðir stefnunnar, ásamt súrreal- ismanum og áðurnefndum Pollock. Sýninguna gerir Aðalsteinn öðrum þræði vegna þess að honum finnst þetta tímabil í íslenskri listasögu hafa orðið út undan á kostnað strangflatarlistarinnar, en vill meina, sbr. framangreint, að hér sé um að ræða eins konar týnd- an hlekk. Persónulega vill undir- ritaður ekki dæma um það hvort sé mikilsverðara, strangflatarlistin íslenska eða sú ljóðræna, en þetta framtak Aðalsteins er kærkomið tækifæri til vangaveltna þar um. Á sýningunni eru verk eftir 33 listamenn. Þar á meðal eru risar eins og Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Kristján Davíðs- son og Hörður Ágústsson, en einn- ig minna þekktir listamenn eins og Jes Einar Þorsteinsson, Sigríður Björnsdóttir og Jón Benediktsson. Aðalsteinn hefur valið að hengja sýninguna upp í tímaröð þannig að sumir listamenn dúkka upp aftur og aftur við skoðun sýningarinn- ar. Sterkara hefði verið að halda hverjum listamanni meira saman, þar sem þessi nálgun er dálítið ruglandi þegar maður skoðar sýn- inguna, þó hugmyndin sé góðra gjalda verð. Það er áhugavert að leyfa högg- myndum frá þessum tíma að vera með á sýningunni, og sýna þar með fram á að ljóðræna abstrakt- listin var meira en bara í mál- verki, en eins og höggmyndunum er fyrirkomið á sýningunni missa þær marks í samkeppni við litrík málverkin. Vel hefði verið hægt að stilla þeim upp með betri hætti þar sem þær hefðu talað betur til manns. Af verkum og listamönnum sem komu skemmtilega á óvart, má nefna nútímaleg verk Sigríðar Björnsdóttur og Kristins Péturs- sonar, en verk þeirra beggja eru öll án titils. Verk SÚM-arans Vil- hjálms Bergssonar er hressilegt og kraftmikið og minnir á nýja málverkið 10-15 árum síðar, og það sama má segja um upphleypt verk Arnars Herbertssonar. Magnús Tómasson, enn einn SÚM-arinn, á tvö skemmtileg verk á sýningunni. Þá fannst mér gaman að kynnast verkum Hjörleifs Sigurðssonar, og þá sérstaklega hinu þokukennda Dómea frá 1966, þar sem hann leikur sér að þríhyrningsformum og litum. Nokkur verk á sýningunni eru á mörkum þess að vera væmin, sbr. verk Benedikts Gunnarssonar Í vetrarlandi, og önnur einfaldlega á mörkum þess að vera nógu góð, sbr. verk Kára Eiríkssonar. Þó á hann skemmtilegan Jackson Pol- lock-sprett í verkinu Morgundögg frá 1959. Litrík og áköf verk Jes Einars Þorsteinssonar eru einnig dálítið á skjön, þó hann og aðrir á sýningunni eigi fyllilega heima í samhengi hlutanna. Þóroddur Bjarnason. Niðurstaða: Verk eftir risa í íslenskri listasögu í bland við verk minni spámanna í sýningu þar sem eitt og annað kemur á óvart, og ljóð- rænni abstraktlist markaður staður í sögunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.