Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 46
20. september 2012 FIMMTUDAGUR34 Fimmtudagur 20. september ➜ Tónleikar 17.30 Tónlistarmennirnir Sigtryggur Berg, Jónas Sen og Reptilicus leiða saman hesta sína á Undiröldunni í Kaldalóni í Hörpu. Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12 Tóna. Tónleikaröðin er sett fram í því skyni að kynna undirölduna í íslenskri tónlistarmenningu og leyfa almenningi að fylgjast með þeirri grósku sem á sér stað í íslensku tónlistarlífi. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Ilans Volkov á tónleikum í Hörpu. Einleikari er Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Flutt verður níunda sinfónía Bruckners og Selló- konsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn. 21.00 Hljómsveitin 1860 heldur tónleika á veitingastaðnum Sæmundi í Sparifötunum á Kex Hosteli. 1860 er fimm manna hljómsveit sem spilar þjóðlagaskotið indí-popp undir áhrifum frá Simon & Garfunkel, Fleet Foxes, Belle & Sebastian og Arcade Fire. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Sýningar 21.00 Óperusýningin Ráðskonuríki verður flutt á Café Rosenberg. Það er Alþýðuóperan sem setur verkið á svið á hátt sem aldrei hefur þekkst hérlendis. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Uppákomur 20.00 Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur stendur fyrir kvennakvöldi í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33. Boðið verður upp á skemmtiatriði. Ingó veðurguð mætir, tískusýning, snyrtivöru- kynning og fleira. Allir velkomnir. ➜ Listamannaspjall 12.10 Berglind Björnsdóttir ljós- myndari ræðir sýningu sína, Kona, sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Berglind leiðir gesti um sýninguna og segir frá hugmyndinni á bak við myndaseríuna þar sem hún leitast við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu. Sýningunni lýkur á sunnudag. Enginn aðgangseyrir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Alþjóðamálastofnun og Stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands í sam- starfi við Norræna húsið standa fyrir opnum fundi í fundarsal Norræna hússins. Dr. Michael Minkenberg, pró- fessor í stjórnmálafræði við European University Viadrina í Frankfurt, heldur erindi um öfga hægri flokka í Evrópu og áróður þeirra gegn útlendingum. Enginn aðgangseyrir. 20.00 Brynhildur Pálsdóttir hönn- uður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt halda fyrirlestur um sýninguna Lífið í Vatnsmýrinni, sem nýlega var opnuð í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er hluti af mánaðarlegri fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. ➜ Myndlist 17.00 The Infinite Day eða Endalaus dagurinn, sýning á verkum Birgis Andréssonar, verður opnuð í i8 Gallery. Sýnd verða verk sem varpa ljósi á list- ræna breidd Birgis, þar á meðal verk á pappír, málverk og þrívíð verk, sem sum hver hafa ekki áður verið sýnd. Enginn aðgangseyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kjarvalsstaðir Ég ætla ekki að byrja þessa grein á því að tala um hvað svarthvíta loftið í Vestursal Kjarvalsstaða fer í taugarnar á mér. Ég ætla heldur ekkert að vera að minnast á vit- lausar merkingar á verkum á sýn- ingunni, eins og til dæmis það að öll fjögur verk Sigríðar Björns- dóttur eru sögð vera gerð með olíu á striga en eru augljóslega gerð með olíu, eða einhverri annarri málningu, á tré og masónít. Látum þetta tvennt liggja á milli hluta. Ég vil hins vegar byrja á því að segja hversu veikur ég er fyrir þessu tímabili í íslenskri listasögu, tímabilinu frá 1957 – 1970, og hvað ég er ánægður með að fá tækifæri til að læra meira um það og allar þær fjölbreyttu hræringar og öru umbreytingar sem áttu sér stað á þessum tiltölulega stutta tíma, og á árunum á undan. Í því samhengi hvet ég alla sýn- ingargesti til að lesa ítarlegan texta í sýningarskrá sem Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri ritar, þar sem hann fer yfir og rökstyður þá til- gátu sína sem lögð er til grund- vallar sýningunni, að strangflat- arlistin hér á Íslandi, sem kom til sögunnar hér á landi um 1950, hafi verið eins konar útúrdúr; „á skjön við það sem kalla mætti megin- straum íslenskrar myndlistar“. Þar á Aðalsteinn við m.a. að hið íslenska landslagsmálverk Týnda tímabilið LJÓÐHEIMAR „Það er áhugavert að leyfa höggmyndum frá þessum tíma að vera með á sýningunni, og sýna þar með fram á að ljóðræna abstraktlistin var meira en bara í málverki,” segir Þóroddur Bjarnason meðal annars í dómi sínum. Myndlist ★★★★ ★ Ljóðheimar Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðasala hefst á hádegi í dag, föstudag 20. nóvember 2012 kl. 19:30 www.harpa.is Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi Berliner Philharmoniker undir stjórn Sir Simon Rattle lifi áfram í gegnum ljóðrænu abstraktlistina, og má taka undir það með honum heils hugar. Í mjög stuttu máli þá er ljóðræn abstraktlist það sem í Bandaríkj- unum kallaðist Abstract Express- ionism, og margir þekkja úr verkum slettumálarans Jackson Pollock og málara eins og Wil- lem De Koonig og Mark Rothko. Í Evrópu var talað um stefnuna sem ljóðræna abstraklist, þar sem Vassely Kandinsky er nefndur sem faðir stefnunnar, ásamt súrreal- ismanum og áðurnefndum Pollock. Sýninguna gerir Aðalsteinn öðrum þræði vegna þess að honum finnst þetta tímabil í íslenskri listasögu hafa orðið út undan á kostnað strangflatarlistarinnar, en vill meina, sbr. framangreint, að hér sé um að ræða eins konar týnd- an hlekk. Persónulega vill undir- ritaður ekki dæma um það hvort sé mikilsverðara, strangflatarlistin íslenska eða sú ljóðræna, en þetta framtak Aðalsteins er kærkomið tækifæri til vangaveltna þar um. Á sýningunni eru verk eftir 33 listamenn. Þar á meðal eru risar eins og Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Kristján Davíðs- son og Hörður Ágústsson, en einn- ig minna þekktir listamenn eins og Jes Einar Þorsteinsson, Sigríður Björnsdóttir og Jón Benediktsson. Aðalsteinn hefur valið að hengja sýninguna upp í tímaröð þannig að sumir listamenn dúkka upp aftur og aftur við skoðun sýningarinn- ar. Sterkara hefði verið að halda hverjum listamanni meira saman, þar sem þessi nálgun er dálítið ruglandi þegar maður skoðar sýn- inguna, þó hugmyndin sé góðra gjalda verð. Það er áhugavert að leyfa högg- myndum frá þessum tíma að vera með á sýningunni, og sýna þar með fram á að ljóðræna abstrakt- listin var meira en bara í mál- verki, en eins og höggmyndunum er fyrirkomið á sýningunni missa þær marks í samkeppni við litrík málverkin. Vel hefði verið hægt að stilla þeim upp með betri hætti þar sem þær hefðu talað betur til manns. Af verkum og listamönnum sem komu skemmtilega á óvart, má nefna nútímaleg verk Sigríðar Björnsdóttur og Kristins Péturs- sonar, en verk þeirra beggja eru öll án titils. Verk SÚM-arans Vil- hjálms Bergssonar er hressilegt og kraftmikið og minnir á nýja málverkið 10-15 árum síðar, og það sama má segja um upphleypt verk Arnars Herbertssonar. Magnús Tómasson, enn einn SÚM-arinn, á tvö skemmtileg verk á sýningunni. Þá fannst mér gaman að kynnast verkum Hjörleifs Sigurðssonar, og þá sérstaklega hinu þokukennda Dómea frá 1966, þar sem hann leikur sér að þríhyrningsformum og litum. Nokkur verk á sýningunni eru á mörkum þess að vera væmin, sbr. verk Benedikts Gunnarssonar Í vetrarlandi, og önnur einfaldlega á mörkum þess að vera nógu góð, sbr. verk Kára Eiríkssonar. Þó á hann skemmtilegan Jackson Pol- lock-sprett í verkinu Morgundögg frá 1959. Litrík og áköf verk Jes Einars Þorsteinssonar eru einnig dálítið á skjön, þó hann og aðrir á sýningunni eigi fyllilega heima í samhengi hlutanna. Þóroddur Bjarnason. Niðurstaða: Verk eftir risa í íslenskri listasögu í bland við verk minni spámanna í sýningu þar sem eitt og annað kemur á óvart, og ljóð- rænni abstraktlist markaður staður í sögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.