Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 50
20. september 2012 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is 38 Lawless verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og skartar Tom Hardy og Shia LaBeouf í aðalhlut- verkum. Bondurant-bræðurnir brugga vín á kreppu- og bannárunum í Banda- ríkjunum þegar sala á áfengi er ólögleg. Bræðurnir þrír eru sagðir framleiða besta spírann í Virginíu- fylki en þegar spilltur lögreglumað- ur birtist í bænum og heimtar mútu- greiðslur taka bræðurnir höndum saman við aðra bruggara og láta hart mæta hörðu. Þrátt fyrir hrotta- skap sinn fara bræðurnir ekki var- hluta af ástinni því tveir þeirra, Forrest og Jack, verða ástfangnir, Jack af dóttur prests og Forrest af þjónustustúlkunni Maggie. Fjöldi gæðaleikara fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni og eru það Tom Hardy, Shia LaBeo- uf og Jason Clarke sem leika þá Bon durant-bræður. Guy Pearce fer með hlutverk lögreglumanns- ins Charlies Rakes, Gary Oldman leikur glæpaforingjann Floyd Ban- ner og Dane DeHaan fer með hlut- verk vinar bræðranna, Crickets Pate. Jessica Chastain leikur Mag- gie Beauford og Mia Wasikowska bregður sér í hlutverk prestsdótt- urinnar Berthu Minnix. Lawless er byggð á skáldsög- unni The Wettest County In The World eftir Matt Bondurant og er það tónlistarmaðurinn Nick Cave sem skrifar handrit myndarinn- ar. Þetta er í annað sinn sem kvik- mynd er gerð eftir handriti Cave. Fyrri myndin kom út árið 2005 og nefnist The Proposition. Í henni leikur Guy Pearce einnig aðalhlut- verkið, ástralska útlagann Charlie Burn sem var hundeltur af lögregl- unni. Lawless var frumsýnd á Can- nes-kvikmyndahátíðinni í vor og var á meðal þeirra kvikmynda sem kepptu um Gullpálmann, en það var austurríska kvikmyndin Amour sem fór með sigur af hólmi. Lawless hefur fengið ágæta dóma og á kvikmyndasíðunni Rotten- tomatoes.com fær hún 65 prósenta ferskleikastig frá gagnrýnendum og 81 prósent frá áhorfendum. Myndinni er lýst sem hrottalegri, blóðugri og meingallaðri og sagt er að hún geti seint talist epískt meist- araverk, en að kvikmyndatakan og leikurinn séu of áhrifamikil til að hægt sé að afskrifa hana. Blóðug saga um bruggara BLÓÐUG BARÁTTA Bondurant-bræðurnir brugga spíra á bannárunum í Bandaríkjunum og láta hart mæta hörðu þegar spilltur lög- reglumaður heimsækir heimabæ þeirra. SKÁLDSAGA BYGGÐ Á ÆVI AFANS Skáldsagan The Wettest County in the World er eftir höfundinn Matt Bondurant. Sagan var innblásin af ævi afa höfundarins og tveggja bræðra hans og atburði sem kallaður er Great Franklin County Moonshine Conspiracy. Bondurant notaði sögu fjölskyldunnar sem uppsprettu sagna en sótti einnig efnivið í gamlar blaðagreinar og dómsskjöl. Bræðurnir þrír voru taldir ódauðlegir af þorpsbúum vegna alls sem þeir höfðu mátt þola, og unnið bug á, á lífsleið sinni. Bondurant skrifaði einnig bækurnar The Third Translation og The Night Swimmer. SYNGUR SEM BUCKLEY Leikarinn Penn Badgley fer með hlutverk söngvarans Jeff Buckley í kvikmyndinni Greetings from Tim Buckley. Myndin segir frá árunum áður en Buckley varð frægur og í henni stígur Badgley á svið og syngur. Leikstjórinn Rupert Wyatt er hættur við að leikstýra framhalds- mynd Rise of the Planet of the Apes vegna þrýstings frá fram- leiðendum myndarinnar. Framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox tilkynnti í maí að framhaldsmyndin Dawn of the Planet of the Apes yrði frumsýnd þann 24. maí árið 2014. Samkvæmt fréttum Empireonline.com hætti Wyatt við vegna tímaskorts en vef- síðan hafði þó ekki fengið fréttina staðfesta. 20th Century Fox ætti þó að hafa nægan tíma til að finna annan leikstjóra til að taka verk- efnið að sér. Rise of the Planet of the Apes varð óvæntur smellur fyrir Fox þegar myndin var frumsýnd í fyrra. Myndin skartaði James Franco, Freida Pinto og John Lith- gow í aðalhlutverkum og þénaði um 59 milljarða um heim allan. Hættur við apana HÆTTUR VIÐ Leikstjórinn Rupert Wyatt er hættur við framhald Rise of the Planet of the Apes. NORDICPHOTOS/GETTY Dómarinn og Djúpið í bíóhús Kvikmyndirnar Djúpið og Judge Dredd 3D eru frumsýndar í kvik- myndahúsum annað kvöld. Djúpið er í leikstjórn Baltasars Kormáks og er myndin byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar. Verkið var innblás- ið af atburði er átti sér stað árið 1984 þegar Guðlaugur Friðþórs- son synti til lands eftir að skip hans fórst. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk myndarinn- ar og eru aðrir leikarar hennar Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þorbjörg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júlíusson, María Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur fengið frábæra dóma frá gagnrýnendum sem og áhorf- endum. Hasarmyndin Judge Dredd 3D segir frá Dredd dómara sem hefur fengið það vandasama verk að losa borgina Mega City One við eiturlyfið Slo-Mo. Mynd- in er byggð á teiknimyndasyrp- unni 2000 AD og er sjálfstætt framhald Judge Dredd sem kom út árið 1995 og skartaði Sylves- ter Stallone í aðalhlutverki. Með hlutverk dómarans fer Karl Urban og með önnur hlutverk fara Olivia Thirlby, Wood Harr- is og Lena Headey. DJÚPIÐ Íslenska kvikmyndin Djúpið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Hasarmyndin Judge Dredd 3D verður einnig frumsýnd sama kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bíó Paradís og Afríka 20:20 bjóða upp á afríska kvikmyndahelgi í tengslum við þróunarverkefnið Þróunarvinna ber ávöxt. Þrjár afrískar kvikmyndir verða sýnd- ar yfir helgina. Viva Riva! eftir leikstjórann Djo Tunda Wa Munga gerist í Kongó. Þar ríkir bensínskortur og smá- krimmi kemst yfir magn af elds- neyti sem hann ætlar sér að græða á. Myndin hlaut meðal annars verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2010. Kvikmyndin Bamako kemur frá Malí og er frá árinu 2006. Myndin er háðsádeila á hlutverk alþjóðastofnana í Afr- íku. Loks er það myndin 14 Kilo- metres frá árinu 2008. Hún er í leikstjórn Spánverjans Gerardo Olivares og segir frá ungu fólki frá Afríku sem dreymir um betra líf í Evrópu. Perlur frá Afríku Styrkir úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. október. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að fi nna á heimasíðu UMFÍ (www.umfi .is) undir Framlög og styrkir fyrir 1. október. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmenna- félagshreyfi ngarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfi ngarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi . Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmenna- félögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afl a sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmenna- félagshreyfi ngunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfi ngarinnar. Nánari upplýsingar eru gefnar á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929. AFRÍSK KVIKMYNDAHELGI Myndin Viva Riva! er ein af myndunum sem sýndar verða um helgina. Hún segir frá smákrimma sem kemst yfir magn af eldsneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.